Organistablaðið - 01.12.1991, Side 21

Organistablaðið - 01.12.1991, Side 21
Organistanámskeið í Skálholti Farið var í organistaferð til Parísar, Rómar og Caprí 6. - 23. júní s.l. Kom sú fcrð í stað hefðbundins organistanámskeiðs í Skálholti og féll því sá þáttur niður, en kór- þáttur námskeiðsins var haldinn þar síðustu þrjá dagana í ágúst að venju, og voru þar innritaðir um 230 þátttakendur. Námskeiðinu lauk síðan á hefðbundinn hátt með messu í Skálholtskirkju 1. september. Haukur Guðlaugsson, söngmálastjóri Jöklakórinn í september s.l. komum við saman, organistar og kórstjórar Stykkishólmskirkju, Grundarfjarðarkirkju, Ólafsvíkurkirkju og Ingjaldshólskirkju, en hún stendur á milli Rifs og Hellisands. Tilefnið var að endurvekja samstarf kirkjukóra norðan Snæfells- ness, sem starfað hafði undir nafninu Jöklakórinn á árununt 1986 - 1988. Hápunktur þess starfs var þegar kórinn fór í cftirminnilega söngferð til Betlehemsvalla um jólin 1986. Auk þess tók hann þátt í Söngleikum blandaðra kóra 1988. En hvað um það, þetta tilefni okkar kórstjóranna var að virkja saman allt söngfólk okkar, fólk sem starfar í kirkjukórunum í dag. Einnig auglýstum við eftir nýju fólki til þess að starfa með okkur. Það gaf góðan árangur, sérstaklega kont inn í kórinn töluvert af ungu fólki og var það okkur kórstjórum til mikillar ánægju, þannig að í upphafi samanstóð Jöklakórinn af 86 kórfélögum og þótti nú vera allgott. Á fundinum voru valin 18 lög sem við skiptumst á að stjórna. Áuk þess spiluðum við undir hjá hvert öðru en okkur til aðstoðar voru þrír hljóðfæraleikarar frá Stykkishólmi, alveg skínandi fólk. Þessi lög sem við völdum voru frá ýmsum tímum. Af kirkjulegum verkum má nefna: „Ave verum corpus" eftir W.A. Mozart, en honum gerðum við skil vegna 200 ára dánar- afmæli hans á þessu ári. Þjóðleg íslensk lög sungum við einnig t.d. „íslandslag" eftir Björgvin Guðmundsson, en hann átti 100 ára fæðingarafmæli á þessu ári. Svo voru þarna lög frá ýmsum löndum og síðan dægurlög sem sérstaklega voru útsett fyrir kórinn. Þá tóku við stífar æfingar hjá kórunum hverjum á sínum stað, en 19. okt. hittumst við svo saman í Stykkishólmskirkju á 1. samæfingu. 24. okt. var. 2. samæfing í Grundarfjarðarkirkju og 26. okt. var 3. samæfing og sú síðasta í Ólafsvíkurkirkju. Kl. 16.00 þennan sama dag voru 1. tónleikar Jöklakórsins í Félagsheimilinu Röst á Hcllissandi. 2. tónleikar voru 31. okt. í Grundarfjarðarkirkju, 3. tónleikarnir voru 1. nóv. í Stykkishólmskirkju og þeir 4. og síðustu voru svo í Ólafsvíkurkirkju 2. nóv- ember. Eina aukatónleika héldurn við 6. nóv. fyrir Snæfellinga sunnan heiða í Félags- heimilinu Breiðabliki. Allir þessir tónleikar voru mjög vel sóttir og mátti bæði sjá og heyra að efnisskráin féll áheyrendum það vel í geð að kórinn þurfti að flytja mörg aukalög og einnig að endurtaka sum lög af efnisskránni. Eftir tónleikana 2. nóvember í Ólafsvík, hélt Jöklakórinn árshátíð sína í Félags- heimilinu Klifi á Ólafsvík. Samkoman hófst með borðhaldi, einnig fluttu kórfélagar heimatilbúin skemmtiatriði sem slógu öll í gegn og þar fengu kórstjórar m.a. að kenna á því, síðan var stiginn dans frarn eftir nóttu. Þessi skemmtun var mjög vel heppnuð og góður endir eftir miklar og erfiðar æfingar, en svo samhent var kórfólk orðið að sumir höfðu á orði að ekki væri hægt að sjá að þarna væri fólk úr 4 byggða- lögum að skemmta sér saman. ORGANISTABLAÐIÐ 21

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.