Organistablaðið - 01.12.1991, Qupperneq 24

Organistablaðið - 01.12.1991, Qupperneq 24
Fréttir frá Reykjavík Aðventutónleikar í Háteigskirkju Þaö var árið 1981 aö tónleikarröðin „Aðventutónleikar í Hateigskirkju" hóf feril sinn. Síðan hafa á hverju sunnudagskvöldi í aðventu verið haldnir tónleikar, hugsað- ir sem hugleiðing og andleg uppbygging fyrir jólahátíð. Á þriðja sunnudegi í aðventu hafa tónleikarnir alltaf verið kallaðir: „Aðventu- söngvar við kertaljós“. Kór og kammersveit Háteigskirkju hafa komið fram, en einn- ig landskunnir einsöngvarar og einleikarar eins og Sigurður Bragason, Ellen Freydís Martin, Guðrún Birgisdóttir, Martial Nardeau og Ásgeir Steingrímsson. Hina sunnudagana leikur oftast organisti kirkjunnar orgeltónlist, scm á við að- ventu og jól, en það hafa líka komið fram fleiri tónlistarmenn: Kolbeinn Bjarnason flautuleikari, Símon ívarsson og Einar Kristján Einarsson gítarleikarar, Robyn Koh og Guðrún Óskarsdóttir semballeikarar. Aðventutónleikar í Háteigskirkju í ár verða sem hér segir: Fyrsta sunnudag í aðventu, l.desembcr 1991, kl. 21.00 „Orgeltónlist eftir Wolfgang Amadeus Mozart og samtíðarmenn hans“. Annar sunudagur í aðventu, S.desember 1991, kl. 21.00 „Barokktónlist fyrir trompet og orgcl eftir Vivaldi og Viviani" Einleikari á trompet: Einar Jónsson Þriðja sunnudag í aðventu, 15.desember 1991, kl.21.00 „Aðventusöngvar við kertaljós" Kór og kammersveit Háteigskirkju, einsöngvarar: Sigriður Gröndal, F.llen Freydís Martin, Jóhanna V. Þórhallsdóttir, Sigursveinn K. Magnússon og Halldór Vilhelms- son. Flutt verður meðal annars tónlist eftir Johann Sebastian Bach og Wolfgang Amadeus Mozart. Gestir kvöldsins: Skagfirska söngsveitin undir stjórn Björgvins Valdimars- sonar. Fjórða sunnudag í aðventu, 22.desembcr kl. 21.00 „Orgeltónlist eftir Johann Scbastian Bach“ Auk þessarar dagskrár verður flutt af hópi einsöngvara og básúnuleikara „Missa octo vocum“ eftir Hans Leo Hassler, sunnudaginn 15.desember kl. 14.00, í messu og að- fangadagskvöld, 24.desember kl. 23.30, í miðnæturmcssu í Háteigskirkju. Organisti Háteigskirkju og stjórnandi er Dr. Orthulf Prunner. Frá Seljakirkju Seljakirkja í Breiðholti hefur nýlega eignast vandaðan flygil sem afhentur var síð- astliðið vor. Kvenfélag safnaðarins gaf þessa höfðinglegu gjöf í tilefni tíu ára afmælis síns. Kvcnfélagið efndi svo til tónlistardaga í október þar sem margs konar tónlist var flutt. Jónas Ingimundarson vígði nýja flygilinn með einleikstónleikum. Seljakirkja er hið vænsta hljómhús og hentar vel margs konar tónlistarflutningi. Árið 1988 keypti söfnuðurinn orgel Hóladómkirkju sem Starup byggði árið 1959. Það orgel þótti ekki falla inn í arkitektúrinn þar og tók Hólanefnd þá ákvörðun að láta byggja nýtt og selja það gamla. 24 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.