SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Page 4
4 29. nóvember 2009
Deilurnar um gróðurhúsaáhrif og hlýnun jarðar hafa
verið svo harkalegar að stóryrðin og heiftin minna
helst á trúarbragðastríð mótmælenda og kaþólskra
fyrir nokkur hundruð árum. Andstæðingar kenning-
anna um hlýnun af mannavöldum eru m.a. sakaðir
um að ganga erinda olíufélaganna. En sumir þeirra
eru svo ósvífnir að viðurkenna að þeir þiggi rann-
sóknastyrki frá olíurisunum en það breyti engu um
niðurstöður mælinga og útreikninga; þeir láti ekki
peningana brengla niðurstöður sínar.
Stuðningsmenn kenninganna eru hins vegar sak-
aðir um að láta pólitíska andúð sína á vestrænum
lífsháttum og orkubruðli leiða sig afvega. Og jafn-
framt að þeir noti áhuga almennings og stjórnmála-
manna á umhverfismálum og ótta við heimsenda til
að tryggja sér styrki og stöður í háskólum. Nóg sé
oft að tengja verkefni með einhverjum hætti við hlýn-
un jarðar, þá sé veittur styrkur og Grænfriðungar og
fleiri samtök fagni.
Tölvuskeytin alræmdu milli CRU-manna auka ekki
trúna á því að vísindamenn hafi alltaf sannleiksleit-
ina eina að leiðarljósi. Auk þess að brengla eigin
niðurstöður vísvitandi hafa þeir barist af hörku fyrir
því að ná tökum á fjölmiðlaumfjöllun og reynt að úti-
loka efasemdamenn úr röðum vísindamanna í að
koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Einna alvarleg-
ast er að þeir hafa gætt þess vandlega að fá skoð-
anasystkin til að annast svonefnda jafningjarýni,
peer review, á greinum sem þeir hafa birt í vísinda-
ritum eins og t.d. Nature og Science. Er ljóst að
framvegis verður sett spurningamerki við margt sem
birst hefur í þessum ritum um loftslagsmálin.
Mikið af pólitík en minna um vísindi
Í sumum tölvuskeytum CRU er mikill óhróður um vís-
indamenn sem efast um gróðurhúsahrifin.
Þ
etta eru staðreyndir, er oft sagt um
gróðurhúsaáhrif og hlýnun af manna-
völdum. En nú er orðið ljóst að Lofts-
lagsdeild háskólans í Austur-Anglíu í
Bretlandi, CRU, brenglaði og falsaði niðurstöður
rannsókna á hitafari í gegnum söguna. Málið
hefur óhjákvæmilega grafið undan trúverð-
ugleika Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna,
IPCC sem notar gögn frá CRU.
Fyrir rúmri viku birtist á netinu geysilegt
magn áður leynilegra upplýsinga úr tölvukerfi
CRU, alls um 61 megabæti af tölvuskeytum og
öðrum gögnum, sem þykja sanna að deildin hafi
vægast sagt óhreint mjöl í pokahornina, að sögn
The Telegraph. Ekki er enn ljóst hvort tölvu-
þrjótur réðst inn í kerfið hjá skólanum eða ein-
hver starfsmaðurinn einfaldlega lak gögnunum.
En yfirmaður CRU, Phil Jones, hefur viðurkennt
að um ófölsuð gögn sé að ræða.
Einn þekktasti baráttumaðurinn í Bretlandi
gegn gróðurhúsaáhrifunum er rithöfundurinn
George Monbiot. Hann segir í grein í Guardian að
þýðingarlaust sé að viðurkenna ekki að CRU-
gögnin séu mikið áfall, uppljóstrunin valdi
geysilegu tjóni fyrir málstaðinn.
„Monbiot sleginn og skelfdur“
„Ég er nú sannfærður um að þau eru ófölsuð og
ég er mjög skelfdur og sleginn yfir þeim,“ segir
Monbiot sem vill Jones segi af sér. En hann hafn-
ar því samt að kenningarnar um hlýnun af
mannavöldum séu í rúst; nokkrir vísindamenn
hafi hins vegar misst trúverðugleikann.
Hvað sem því líður er um hvalreka að ræða
fyrir þá sem efast um að spárnar um loftslags-
breytingar af mannavöldum eigi við rök að
styðjast. Og mörgum fannst Jones nokkuð djarf-
ur þegar hann fullyrti strax daginn eftir að ekk-
ert í gögnunum varpaði rýrð á stofnunina.
Lestrarhraði mannsins þótti með ólíkindum,
umrædd gögn eru á við mörg þúsund bækur.
Stofnunin hefur um árabil ásamt Hadley-
loftslagsstofnuninni í Bretlandi verið ein helsta
upplýsingalind IPCC sem sent hefur með nokk-
urra ára millibili frá sér afar ítarlegar skýrslur
um rannsóknir á loftslagsmálum og hlýnun.
Hæpinn grundvöllur í Kaupmannahöfn?
Þegar ríkjaleiðtogar og vísindamenn á mörgum
sviðum koma saman í Kaupmannahöfn 8. des-
ember til að reyna að ná samkomulagi um frek-
ari aðgerðir gegn losun koldíoxíðs, nýjan Kyoto-
sáttmála, verða skýrslur IPCC grundvöllur um-
ræðnanna. Efasemdamenn sem neita að
viðurkenna kenningarnar um gróðurhúsaáhrif
og segja jafnvel að tölulegar upplýsingar um
hlýnun síðustu 100 árin séu alls ekki óyggjandi
fullyrða nú að útilokað sé að notast áfram við
gögn sem byggist á rannsóknum CRU. Einn
þeirra er loftslagsfræðingurinn Tim Bell.
„Koldíoxíð var aldrei neitt vandamál og allt
möndlið og blekkingarnar sem birtast í þessum
gögnum [frá CRU] sanna að þetta var mesta
svindl sögunnar,“ segir hann. En Bell er einn af
mörgum fræðimönnum sem harmar ekki síður
að lítill hópur óvandaðra vísindamanna hafi með
því að beita fræðum sínum af ósvífni í pólitískri
baráttu ef til vill gert út af við loftslagsvísindin.
Heiftin í loftslagsdeilunum er kannski ekki
neitt undarleg, spáð er jafnvel endalokum
mannkyns ef ekki verði neitt gert í málinu. En
andstæðingar gróðurhúsakenninganna benda á
að lausnirnar geti orðið fokdýrar og valdið efna-
hagslegum áföllum um allan heim. Líklegt sé að
mjög myndi hægja á framförum í þróunarríkj-
unum sem mega ekki við miklu.
Og bent er á að verði menn, þrátt fyrir allt,
sammála því að hlýnun sé í gangi en af nátt-
úrulegum orsökum sé skynsamlegra að laga sig
að breyttum aðstæðum en að fara í aðgerðir gegn
koldíoxíði sem ef til vill hafi engin áhrif.
Fullyrðingar af beggja hálfu byggjast á nið-
urstöðum rannsókna á náttúrufyrirbærum sem
sumir segja að séu svo óendanlega flókin að
menn geti með engu móti fullyrt nokkuð um
ástæður hitaveiflna á jörðinni, enn sem komið
er. Loftslagsfræðingar, eðlisfræðingar og töl-
fræðingar að ógleymdum öðrum fræðimönnum
og þekktum áhugamönnum á borð við Al Gore,
fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, deila um
túlkun á rannsóknaniðurstöðunum. Ekki
minnka óvissan og deilurnar eftir sprengjuna frá
Austur-Anglíu.
Fárviðri í
loftslags-
fræðum
Vísindamenn
fölsuðu gögn um
hitafar á jörðinni
Sveiflur eru ávallt í hitafari á jörðinni, þannig lækkaði meðalhitinn 1940-1975 og síðustu 10 ár hefur hann staðið í stað.
Morgunblaðið/RAXVikuspegill
Kristján Jónsson kjon@mbl.is
Hér eru nokkrar
glefsur úr tölvu-
skeytum CRU
,,Ég var að ljúka við
að nota bragðið sem
Mike notaði í Nature
þegar hann bætti við
hitatölurnar síðustu
20 árin (þ.e. er frá
1981) og frá 1961 til
að Keith geti falið
lækkunina.“
„Ég ætla að senda rit-
inu skeyti og segja
þeim að ég vilji ekkert
með þá hafa nema
þeir losi sig við þenn-
an vandræðarit-
stjóra.“
ostur
Bra
gðg
óð
nýju
ng
9%
aðeins
Prófaðu nýja braðgóða Fjörostinn,
fituminnsta kostinn í ostaúrvali dagsins.