SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Page 6

SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Page 6
6 29. nóvember 2009 Roberto Saviano hefur haldið áfram að skrifa þrátt fyrir erfiðar aðstæður og ýmis vandkvæði á að nálgast heimildir. Nýjasta bók hans heitir Andstæðan við dauð- ann. Þar setur Saviano fram þá spurningu hvort hægt sé að lifa heiðarlegu lífi réttu megin við lög- in á svæði þar sem camorra er við völd. Eina tækifæri ungra manna í Kampaníu felist iðulega í því að ganga í lögregluna eða herinn. Og þó greinir hann lífskraft á þessum slóðum, þrátt fyrir morðin, glæp- ina og ruslið. Þegar hann fékk verðlaunin, sem kennd eru við Scholl- systkinin og veitt fyrir að sýna „borgaralegt hugrekki“, flutti Giovanni di Lorenzo, ritstjóri Die Zeit, ávarp og sagði að Saviano hefði breytt ímynd Ítalíu: „Ro- berto Saviano skuldbindur okkur til að líta gagnrýnum augum á land sitt, sem við öll þekkjum og mörg okkar, þrátt fyrir óbærilegt ástand, sem enn er ástæða til að harma, getum ekki hætt að elska … Ítalía – mig tekur sárt að segja þetta – stefnir í að verða siðferðislegt „þrotríki“ og mafían á þátt í því enn einnig ríkjandi stjórnmálamenn og fjölmiðlakerf- ið.“ Er Ítalía að verða siðferðislegt „þrotríki“? Lögregla á vettvangi morðs í Napolí. Ítök mafíunnar eru víða á Ítalíu. Reuters F rá því að Roberto Saviano hóf pennann á loft og lagði til atlögu við camorra, mafíuna í Napolí, hefur líf hans verið í hættu. Bókin Gómorra kom út fyrir þremur árum (hún kom út í íslenskri þýðingu í fyrra) og vakti gríðarlega athygli. Ástæðan var ekki sú að hann afhjúpaði hluti, sem enginn vissi, heldur sagði það, sem allir í kringum hann vissu, en þorðu ekki að segja upphátt. Saviano hefur fengið fjölda hótana. Mafíuforinginn Carmine Schiavone, kallaður Sandokan, lét þau boð ganga til Savianos að hann hefði verið dæmd- ur til dauða: „Þú munt deyja um leið og uppnámið í kringum þig fjarar út.“ En hann hefur ekki aðeins hrist upp í mafíunni, mörgum almennum borgurum finnst hann líka ganga of langt. Saviano er með lífvörð allan sólarhringinn og er á far- aldsfæti á milli lögreglustöðva og íbúða. Honum hefur verið líkt við flakkara í óvinalandi. Móðir hans, bróðir og frænka fara huldu höfði. Flugfélög hafa neitað að flytja hann og á veitingastöðum og hótelum er gripið til sér- stakra ráðstafanna þegar hann kemur. Saviano lýsir tilveru sinni sem víti, en hann getur þó ekki án verndarinnar verið. „Á hverjum morgni spyr ég mig hvers vegna ég hafi gert þetta og finn ekkert svar, veit ekki hvort það var þess virði,“ sagði Saviano eitt sinn. En hann vill líka vera þyrnir í auga þeirra, sem líkar ekki boðskapur hans. Honum varð um og ó í liðnum mánuði þegar lögreglu- stjórinn í Napolí sagði að hann þyrfti ekki lengur á líf- verði að halda. Reiði braust út á Ítalíu og yfirmaður lög- reglunnar í landinu greip í taumana. Saviano mun áfram hafa lífvörð, en tilraunin til að svipta hann gæslunni hef- ur vakið illan grun um að átt hafi að gefa færi á Saviano. „Nú byrja þeir að snúa við þér baki“ Sjálfur sagði hann í grein, sem birtist í þýska vikuritinu Die Zeit í október, að yfirmaður lífvarðarins hefði tekið móti sér með orðunum: „Sjáðu, nú byrja þeir að snúa við þér baki. Ég vissi þetta.“ Í greininni kveðst Saviano óttast að rekinn hafi verið fleygur í samstöðuna gegn mafíunni: „Einsemd mannanna sjö, sem hafa verndað mig í þrjú ár, hefur snortið mig djúpt. Eftir að lögreglustjórinn í Napólí gerði lítið úr verkefni þeirra og setti fram efasemdir um rannsóknina gegn mafíunni í Napolí og lögregluna losnar maður ekki við þá tilfinningunni að samstaðan gegn klíkunum sé að bresta.“ Saviano hlaut fyrr í þessum mánuði verðlaun, sem kennd eru við Scholl-systkinin, sem nasistar tóku af lífi fyrir andóf. Þegar Saviano tók við verðalaunum ræddi hann hugrekki systkinanna, sem trúðu á mátt orðsins og voru sannfærð um að þýskir menntamenn myndu veita nasistum mótspyrnu. „Það að skrifa merkir andóf,“ sagði hann í ræðunni og bætti við: „Ef ég á mér draum þá er hann að ná einhverju fram með orðum mínum, að sanna það að hið skrifaða orð hefur enn nægan þunga og styrk til að breyta veruleikanum.“ Þyrnir í auga mafí- unnar í Napolí Skrif um mafíuna þýddu líf í lög- reglufylgd fyrir Roberto Saviano Roberto Saviano hefur farið huldu höfði í þrjú ár. Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is Hlutskipti kvenna í mafíunni Roberto Saviano birti í sumar grein um hlutskipti kvenna í mafíunni. „Þar sem mafían ríkir eru konur bundnar af stífum, órjúfanlegum hegðunarreglum,“ skrifar hann. „Konur mega fyrirskipa morð, en ekki taka hliðarspor eða yfirgefa menn sína. Þær mega fjárfesta að vild, en alls ekki nota snyrtivörur þegar menn þeirra eru á bak við lás og slá.“ Þegar eigin- maðurinn gengur laus gegnir öðru máli. Þá heldur konan sig til: „Útlit hennar er til marks um vald hans.“ Ekkja þarf að bíða í sjö ár áður en hún geta farið að líta í kringum sig. Vilji hún giftast á ný þarf hún leyfi sona sinna. Karlar, sem daðra við konur mafíósa, stefna lífi sínu í hættu. Saviano vitnar til réttarhalda þar sem eitt vitnið sagði hættuminna að myrða eiginkonu mafíuforingja, en sofa hjá henni. Þá væri þó ekki útilokað að sleppa lífs. Þessi mafíuaftaka um hábjartan dag á götu úti í Napolí náðist á öryggismyndavél. Lögregla birti myndirnar og auglýsti eftir vitnum en enginn þorði að gefa sig fram. Reuters Jólatilboð 20% afsláttur af stillanlegum heilsurúmum Faxafeni 5 • Sími 588 8477

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.