SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Qupperneq 8

SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Qupperneq 8
8 29. nóvember 2009 Shankly, ævisaga Skotans kjarnyrta, var endur- útgefin á dögunum í tilefni tímamótanna. Bókin, sem blaðamaðurinn John Keith skrifaði eftir samtöl við Shankly, kom út árið 1976, tveimur árum eftir að meistarinn hætti störfum hjá Liverpool. Bók þeirra Keiths vakti á sínum tíma mikið umtal og forráðamönnum félagsins var ekki skemmt vegna ummæla þjálfarans fyrrverandi. Þeir höfnuðu því að bókin yrði til sölu í félagsversluninni á Anfield en nú er öldin önnur. Bókin, og ýmsir gripir sem framleiddir hafa verið í tilefni þess að hálf öld er liðin síðan Shankly hóf störf á Anfield, er í hávegum höfð þar sem hún var bannvara fyrir hálfum þriðja áratug. Það sem Shankly sveið mest var að hann skyldi ekki fá neitt hlutverk hjá félaginu sem hann reisti úr rústunum og gerði að stórveldi. Þótt hann settist í helgan stein sem aðalþjálfari og hugmyndasmiður væri hann enn á lífi! Honum var ekki einu sinni boðið á leik hjá Liverpool fyrr en 20 mánuðum eftir að hann hætti en kvaðst vera auðfúsugestur hjá ýmsum öðr- um félögum. Bókin sem ekki fékkst seld í Liverpool-búðinni er nú höfð í hávegum Kápa bókarinnar sem endurútgáfin var á dögunum. Á standið var aumt haustið 1959. Heima- völlur enska knattspyrnufélagsins Liv- erpool var lélegur, aðstaðan fyrir áhorfendur var afar bágborin og það sem flestum þótti verst: liðið var ekki beysið. Liverpool hafði fimm sinnum unnið enska meistaratitilinn, síðast vorið 1947 en félagið lifði ekki á fornri frægð frekar en önnur og var um þessar mundir í 2. deild, þeirri næst efstu. Skotinn Bill Shankly var þá ráðinn skipstjóri skútunnar og ástandið varð ekki samt aftur. Hann mætti til leiks 1. desember. Hálf öld er á þriðju- daginn frá þeim merka degi í sögu félagsins. Hreingerningin tók örlítið lengri tíma en í Ajax- auglýsingunni um árið. Fall er fararheill því Liver- pool tapaði fyrsta leiknum undir stjórn Shankly, 4:0 fyrir Grimsby á heimavelli og þeim næsta 3:0 fyrir Charlton á útivelli. En Shankly vissi að Róm var ekki byggð á einum degi; liðið varð tvö ár í röð í þriðja sæti 2. deildar undir stjórn Skotans en komst upp í efstu deild í þriðju tilraun, vorið 1962, og þá var grunnurinn að góðu liði tilbúinn. Aðeins tveimur árum seinna fögnuðu lærisvein- ar Shanklys Englandsmeistaratitlinum. Ári síðar bættist enski bikarinn í safnið og liðið varð Eng- landsmeistari á ný 1966. Bill Shankly fæddist í Glenbuck, litlum kola- námubæ í Skotlandi, árið 1913. Þar var knatt- spyrnan aðaláhugamál strákanna eins og víða annars staðar. Alla dreymdi um atvinnumennsku og Shankly fetaði þá grýttu braut; hóf ferilinn með Carlisle og fór síðan til Preston North End. Hann lék sjö sinnum með skoska landsliðinu en heims- styrjöldin síðari setti strik í reikninginn og þegar keppni atvinnumanna á Englandi hófst á ný að henni lokinni var Shankly orðinn 33 ára. Þá var tímabært að leggja skóna á hilluna en hann var ákveðinn í því að snúa sér að þjálfun. Ferill Shanklys var sannarlega ekki alltaf dans á rósum. Hann þjálfaði fyrst Carlisle, síðan Grimsby, þá Workington og loks Huddersfield. Hann yfirgaf tvö fyrstu félögin í hálfgerðu fússi. Forráðamennirnir gátu ekki útvegað peninga til að styrkja liðið og honum fannst þeir ekki hafa nægi- lega ástríðu fyrir íþróttinni. Hana skorti Bill Shankly ekki. Hann vildi vinna; vildi alltaf að liðið hans væri best og fékk leikmennina oft til að trúa því, þótt innst inni vissu þeir að svo væri ekki. Þegar þjálfari tekur við stjórn liðs ræður hann gjarnan sína eigin menn sér til aðstoðar en eitt af því fyrsta sem Shankly gerði eftir að hann kom til Liverpool var að tilkynna þeim þjálfurum sem fyr- ir voru að þeir færu hvergi. Eitt var þó á hreinu: Hann legði línurnar og væri viss um að þeir myndu fljótlega átti sig á því hvað hann vildi. Í hópnum voru bæði Bob Paisley, sem tók við af Shankly þegar hann hætti 1974, og Joe Fagan, sem tók svo við af Paisley. Shankly var grjótharður nagli. Hann vildi sigra; alltaf. En hann var líka bljúgur og bar hag fólksins í borginni fyrir brjósti. Hann vildi nefnilega sigra til þess að gera fólkið hamingjusamt. Stöpullinn undir styttunni af Shankly er úr skosku graníti, sem þótti vel við hæfi vegna upp- runa þessa merka knattspyrnuþjálfara. Á plötu á stöplinum er þessi áletrun: Shankly – hann gerði fólkið hamingjusamt. Algeng sjón; að tekin sé mynd af aðkomumönnum úr hópi dyggra stuðn- ingsmanna Liverpool við styttuna af Shankly fyrir utan leikvanginn. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Mestu máli skipti að gleðja fólkið Fimmtíu ár síðan Bill Shankly hóf störf hjá Liverpool Vikuspegill Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Bill Shankly er minnst með myndarlegum hætti í Liv- erpool safninu á heimavelli félagsins, Anfield Road. Bill Shankly var eftirlæti blaðamanna enda orðhepp- inn með afbrigðum. Stund- um er sagt um slíka menn að þeir tali í fyrirsögnum. „Vitaskuld fór ég ekki með konuna að horfa á Roch- dale spila á brúðkaups- afmælinu okkar. Trúir því einhver að ég hefði gift mig meðan á keppnistímabilinu stóð? Þetta var afmæl- isdagurinn hennar. Og það var varalið Rochdale...“ Shankly og eiginkonan Nessie.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.