SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Side 18

SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Side 18
18 29. nóvember 2009 S tyrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morg- unblaðsins, telur að fulltrúalýðræðið sé komið í ógöngur og Íslandi fyrir bestu að þróa það áfram yfir í beint lýðræði. Í nýrri bók hans, Umsátrinu, kemur skýrt fram að þeir, sem voru við völd í aðdrag- anda hrunsins, höfðu vísbendingar um hvað var að gerast en brugðust ekki við og á meðan héldu vandamálin áfram að hrannast upp. Hvers vegna brugðust stjórnvöld ekki við? „Ég held að ýmislegt valdi því,“ segir Styrmir. „Í fyrsta lagi verðum við að gera okkur grein fyrir að það er auð- veldara að tala um þetta eftir á heldur en að átta sig á því hvað er að gerast í miðri atburðarásinni. En það er alveg ljóst að frá árslokum 2005 liggur fyrir bæði opinberlega og inn á við að bankarnir standa frammi fyrir alvarlegum vandamálum. … átök sem kjörin ríkisstjórn og Alþingi hefðu tapað Ég held því fram í þessari bók að hefðu stjórnvöld gert tilraun til þess í árslok 2005 að koma böndum á bankana og stöðva vöxt þeirra hefðu þeir brugðist ókvæða við. Forustumenn þeirra hefðu tekið höndum saman um að berjast gegn öllum slíkum áformum og í ljósi fenginnar reynslu af þjóðfélagsumræðum á Íslandi á undanförnum árum, þar á meðal þátttöku fjölmiðla í þeim, er ég þeirrar skoðunar að kjörin ríkisstjórn hefði staðið frammi fyrir slíkri mótmælaöldu að hún hefði aldrei komist upp með það. Bankarnir hefðu sagt: Við borgum þessi háu laun, við borgum þessa miklu skatta til samfélagsins, við styrkjum menningarlífið og þetta og hitt og þið ætlið að stoppa okkur af. Við erum framtíðin og getum byggt al- þjóðlega fjármálamiðstöð með Ísland sem bækistöð og þið ætlið að stoppa okkur af. Þarna hefðu orðið pólitísk átök sem kjörin ríkisstjórn og Alþingi hefðu tapað hefðu þau reynt að fara út í þau.“ Styrmir kveðst hins vegar þeirrar hyggju að hægt hefði verið að ræða þessi mál í alvöru vorið 2006 eftir að sú mikla gagnrýni kom fram á bankana, sem Morgunblaðið sagði rækilega frá á fyrstu mánuðum þess árs. „Þá um vorið hefði kannski verið hægt að takast á við þetta, en þá fóru bankarnir sjálfir í að laga sína stöðu. Það tókst ágætlega og hefur kannski dregið úr ríkisstjórninni á þeim tíma að gera ráðstafanir.“ Vandi bankanna kemur aftur upp sumarið 2007 þegar fréttir berast af vandamálum vegna húsnæðislána í Bandaríkjunum. „Þá finnst mér að legið hafi nokkuð ljóst fyrir að mikil hætta gat verið á ferðum fyrir íslensku bankana og ís- lensku útrásarfyrirtækin svokölluðu,“ segir Styrmir. „Nú er ég ekki að koma með neina eftiráspeki vegna þess að þeim skoðunum var lýst hér í Reykjavíkurbréfi strax í lok júlí 2007 að mikil hætta gæti verið á ferðum fyrir bankana og þessi stóru útrásarfyrirtæki. En ég fann það mjög vel haustið 2007 og fram að áramótum að þeir, sem voru virkir í viðskiptalífinu á þeim tíma trúðu því ekki að þetta væri að gerast. Þeir trúðu því að þó að hlutabréfa- markaðurinn væri að falla mundi hann fara upp aftur og þeir trúðu því ekki að varanlegur samdráttur væri að verða á alþjóðlegum mörkuðum, jafnvel þó að allir pen- ingar væru horfnir af þeim. Það er auðvitað alveg ljóst að þegar komið er fram á haustið 2007 var óhugsandi fyrir íslensku bankana að halda áfram að fjármagna sig með þeim hætti sem þeir höfðu gert – með því að selja skulda- bréf á alþjóðlegum mörkuðum. Ég held að þarna hafi verið ákveðið óraunsæi á ferðinni.“ Styrmir segir að staðan hafi skýrst til muna þegar komið var fram á 2008 og þar hafi fundur Davíðs Odds- sonar, Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í febrúar 2008 verið lykilatriði. „Svo getum við spurt okkur hvers vegna ríkisstjórnin grípi ekki til neinna aðgerða strax í upphafi 2008. Mér finnst svolítið erfitt að skilja það. Vilji maður sýna ýtr- ustu sanngirni má kannski segja að ríkisstjórnin fái ólíkar upplýsingar úr ólíkum áttum. Hún fær sterkar viðvaranir þáverandi seðlabankastjóra á fundinum í febrúar, en eins og segir í bókinni fær hún annars konar upplýsingar frá forstöðumanni Fjármálaeftirlitsins í mars 2008 þar sem kemur fram að bankarnir hafi staðist öll þau próf, sem eftirlitið hafi sett þá í. Að vísu tekur hann fram eins og ég segi frá að þetta sé svona nema bankarnir séu að ljúga.“ – Og athyglisvert að hann noti það orð. Heldur þú að eitthvað búi að baki því? „Á svipuðum tíma eins og fram kemur í bókinni lýsir Davíð Oddsson áhyggjum á fundi með Geir H. Haarde og fleirum af því hvort bankarnir séu að gefa réttar upplýs- ingar.“ Styrmir telur að margt skýri aðgerðarleysi ríkisstjórn- arinnar en í hans huga er það „orðið kristaltært á miðju sumri 2008 að allur grundvöllur fyrir rekstri bankanna eins og hann hafði verið í nokkur ár var horfinn og óhugsandi að halda áfram á sömu braut.“ – Þá er orðið dálítið seint að stoppa í götin. „Allt of seint.“ – Þú nefnir oft í bókinni hina vel menntuðu Íslendinga, sem voru í fararbroddi í íslensku fjármálalífi. Um leið lýsir þú þeim skaða, sem viðskiptahættir þeirra hafa valdið í íslensku efnahagslífi og tekur sem dæmi Flug- leiðir og Eimskip, fyrirtæki, sem voru keypt, allt verð- mætt tekið innan úr þeim og þau skilin eftir í rjúkandi rúst. Á bak við þessa gjörninga eru þessir vel menntuðu Íslendingar. Þrátt fyrir alla menntunina eru þarna ein- hverjir brestir. Enginn stóð upp og sagði: Ég tek ekki þátt í þessu „Ég trúði því fyrir mína parta að þessi nýja kynslóð manna í viðskiptalífinu, sem höfðu orðið sér úti um við- skiptafræðimenntun á Íslandi og í bestu háskólum í út- löndum, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, kynni meira fyrir sér í viðskiptum en forverar hennar. Ég trúði því að þetta fólk hefði verið búið að læra svo margt að velgengni þjóðarinnar byggðist meðal annars á þekkingu þess og færni. Nú horfumst við í augu við að rekstur þessara fyr- irtækja hefur verið eyðilagður. Fyrirtækin voru rústuð og ekkert er eftir af þeim. Hvað veldur þessu? Eina raunsæja skýringin á því finnst mér vera að peningaæðið var svo mikið og allt þetta unga og vel menntaða fólk átti svo mikið undir því persónulega að taka þátt í þeim leik, sem var hafinn og við gerðum okkur takmarkaða grein fyrir í hverju var fólginn, að nánast enginn þeirra stendur upp og segir: Ég tek ekki þátt í þessu. Ég held að það sé enga Galopnum allt sam- félagið Í nýrri bók, Umsátrinu, lýsir Styrmir Gunnarsson því hvernig umheimurinn snerist gegn Íslendingum í bankahruninu. Í bók- inni lýsir hann aðdraganda hrunsins og spyr hvernig þetta gat gerst og hvernig við getum komist út úr vandanum. Karl Blöndal kbl@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.