SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Page 21

SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Page 21
29. nóvember 2009 21 H veitibrauðsdögunum, sem voru reyndar bara tveir, vörðum við í sumarbústað fyrir utan Moskvu. Það voru allir mjög óhamingjusamir með þetta hjónaband okkar nema við tvö. Það á bæði við um mína fjölskyldu og hans. Fólk taldi að við vær- um alveg galin og þetta myndi aldrei blessast hjá okkur.“ Þegar Þórunn og Ashkenazy gengu í hjónaband tók það tvær vikur að fá tilskilin leyfi frá yfirvöldum. Um það giltu sömu reglur fyrir alla, hvort sem þeir voru heimamenn eða erlendir ríkisborgarar. Eftir að þau giftu sig var þessum reglum hins vegar breytt svo að það tók allt í einu fjórar vikur að fá leyfið ef útlendingur átti hlut að máli. Með því hafði verið útilokað að einhver, sem kæmi til landsins með ferðamannaáritun, sem gildir í fjórar vikur, myndi ílendast í landinu … Sambúð í litlu rými Eftir að Þórunn og Vova giftu sig fluttu þau inn á heimili foreldra hans. Þar bjó, auk þeirra, Elena, litla systir hans. Þetta var einungis 38 fermetra íbúð á sjöundu hæð í fjöl- býlishúsi. Íbúðin var tvö herbergi, eldhús og baðherbergi. Ungu hjónin bjuggu í minna herberginu en þar var rúm og flygill. Í stærra herberginu voru foreldrar hans og systir. Einnig bjó hjá þeim móðursystir Vova, Galía, dásamleg kona, fannst Þórunni, en hún svaf á bedda í eldhúsinu. Galía var fædd árið 1936 og var því á svipuðum aldri og Þórunn og Ashkenazy og var góð vinátta á milli þeirra. Í þessari litlu íbúð voru tveir flyglar. Í rauninni átti Vova þessa íbúð. Eftir árangur hans í pí- anókeppninni í Brussel árið 1956 fékk hann afhenta tveggja herbergja íbúð frá ríkinu sem fjölskyldan fluttist í sama ár. Þar bjuggu þau enn þegar þau Þórunn kynntust. Davíð hafði stungið upp á því við son sinn að hann yrði sjálfur skráður fyrir íbúðinni því að Vova myndi örugglega fá ann- að tækifæri til að eignast íbúð. Það reyndist rétt. Venja var í Sovétríkjunum að margar fjölskyldur byggju saman í litlum íbúðum. Þótt fólk byggi þröngt og hefði ekki mikla peninga handa á milli höfðu margir borgarbúar af- drep í sveitinni. Sumarhús þóttu sjálfsögð fríðindi fólks af milli- og yfirstétt. Fljótlega eftir giftinguna varð Þórunn þunguð að elsta syni þeirra, Vladímír Stefáni, sem þau hafa alltaf kallað Vovka. Brátt myndi enn fjölga í litlu íbúðinni. Þegar Davíð var heima lék hann oft á flygilinn. Elena stundaði einnig nám í píanóleik og æfði sig mikið. Sömu sögu er að segja um Vova, hann æfði mjög mikið. „Mér fannst hrikalegt til þess að hugsa að þurfa að deila flyglinum með þeim öllum og það dró úr áhuga mínum á að leika. Eftir að Vovka fæddist hafði ég einnig nóg að gera við að sinna honum. Ég hætti því að mestu að leika á píanó.“ Eftir síðustu tónleikana á Íslandi haustið 1958 hafði Þór- unn haldið nokkra tónleika á Englandi áður en hún hélt til Moskvu. Meðal annars var hún með eina tónleika fyrir Mrs. Bibby. Eitt af því síðasta sem hún gerði opinberlega sem pí- anóleikari var að taka þátt í píanókeppninni í Liverpool. „Ég hef síðan alltaf sagt að ég hafi byrjað ferilinn ung og hætt snemma.“ *** Mánuðirnir eftir giftinguna voru mjög erfitt tímabil fyrir Þórunni og jafnframt fyrir móður Ashkenazy sem hafði helgað líf sitt uppeldi hans og sá ekki sólina fyrir honum. „Ég, sem útlendingur, var honum ekki samboðin. Ég held reyndar að það hefði verið alveg sama hvaða konu hann hefði kvænst, engin kona var samboðin syni hennar.“ Þar eð Elena, systir Vova, var tólf árum yngri hafði hann nánast verið alinn upp sem einkabarn. Evstolía hafði ekki unnið utan heimilisins heldur fylgt syni sínum í gegnum allar æfingar hans og látið líf sitt snúast í kringum hann. Hún var því ákaflega eigingjörn á son sinn. Þetta skapaði ákveðna togstreitu milli Þórunnar og hennar sem varði alla tíð. „Tengdamóðir mín hafði þau áhrif á mig að ég hét á þeirri stundu, sem ég kynntist henni, að ég myndi aldrei hegða mér svona gagnvart börnunum mínum.“ Lífið hjá ungu hjónunum var því hvorki auðvelt né róm- antískt. Þórunn við píanóið. Ung hjón í Moskvu Bækur Í Íslenska undrabarninu eftir Elínu Albertsdóttur er sögð saga Þórunnar Ashkenazy. Í þeim kafla sem hér birtist segir frá lífi hennar og eiginmanns hennar í Moskvu. kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Þórunn og Vladímir ræða saman um tónlist. Mánuðirnir eftir gift- inguna voru mjög erfitt tímabil fyrir Þórunni og jafnframt fyrir móður Ashkenazy sem hafði helg- að líf sitt uppeldi hans og sá ekki sólina fyrir honum. „Ég, sem útlendingur, var honum ekki samboðin. Ég held reyndar að það hefði verið alveg sama hvaða konu hann hefði kvænst, engin kona var samboðin syni hennar.“ Atlantic cod: Intra-stock diversity and the implications for management Ráðstefna um líffræðilegan breytileika þorsks 10. desember, Sal 132 í Öskju, Háskóla ÍslandsDagskrá 9:00-9:10 Guðrún Marteinsdóttir:Welcome Note 9:10-9:55 JoanneMorgan: Variation within populations of cod in the Newfoundland region 9:55-10:20 Mikko Heino: Life history variation in Atlantic cod along the Norwegian coast 10:20-10:45 Vilhjálmur Þorsteinsson: Temporal and spatial variability in the behaviour of adult cod (Gadus morhua ) in Icelandic waters Kaffihlé 11:05-11:30 Christophe Pampoulie:What do we learn when behavioural and molecular ecology meet? 11:30-11:55 Tim Grabowski: Sympatric divergence in Icelandic cod 11:55-12:20 Bruce McAdam:Morphological markers and the population structure of Icelandic cod 12:20-12:45 Lísa Anne Libungan: Local adaptation and variation in life history reaction norms within the Icelandic cod stock Hádegisverður 14:00-14:25 Jónas Páll Jónasson: Stock vs. environmental effects? Recruitment of gadoids at Iceland 14:25-15:10 Ulf Dieckmann: The overlooked evolutionary dimension of modern fisheries 15:10-15:35 Einar Árnasson: Intense habitat-specific fisheries-induced selection at the Pan I locus predicts imminent collapse of a major cod fishery Kaffihlé 16:00-16:25 Klara Jakobsdóttir: Historical changes in gene frequencies at the Pan I locus in Icelandic cod 16:25-16:50 Guðrún Marteinsdóttir: The hidden variation in the Icelandic cod stock 16:50-17:30 Umræður Ráðstefnan fer fram á ensku og er öllum opin. Sjá nánar á www.marice.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.