SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Síða 22

SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Síða 22
22 29. nóvember 2009 Á slóð hrefnunnar Blaðamaður fylgdist með líf- inu um borð í hrefnubátnum Jóhönnu í fyrsta „búmtúr“ vertíðarinnar, enda gafst nóg svigrúm til skrafs við áhöfn- ina. En ljósmyndirnar eru frá túrnum vikuna áður og þær segja sína sögu. É g hafði svo miklar áhyggjur af þér, að ég kom með nestisbox,“ segir mamman ofurelskulega við stálpaðan pilt á bryggjunni. Svo brosir hún og veit sem er, að þetta fer óstjórnlega í taug- arnar á syninum. Svo stekkur hann um borð í snurvoð- arbátinn Jóhönnu, en framundan er sigling á hrefnu- slóðum. „Það spáir verra á morgun,“ segir skipstjórinn Karl Þór Baldvinsson skipstjóri. Þá veit maður að fólk býr við óhamda náttúru, að spáð er í veðrið. „Við tökum tvær ef það er útlit fyrir brælu.“ Hvalaskoðun Þetta reynist vera síðasti hrefnuveiðitúrinn, en alls veidd- ust 67 hrefnur á Jóhönnu í sumar. Af því fóru um 60 tonn á innanlandsmarkað, en um 11-12 tonn fara til Japans. „Neyslan hefur aukist mikið innanlands,“ segir Karl Þór. „Yngri kynslóðirnar eru að koma sterkar inn á grillmark- aðinn. Þetta var mest selda kjötið í Krónunni nokkrar vikur í sumar. Veitingahús hafa líka bætt hrefnu á mat- seðilinn hjá sér og hún er vinsæl hjá útlendingum. Það helst í hendur við aukninguna í hvalaskoðun.“ Feðgarnir Úlfar Eysteinsson og Stefán sonur hans af Þremur frökkum eru með í för og hefur Stefán tekið að sér að elda plokkfiskinn. „Við fáum haug úr hvalaskoðuninni beint í hvalkjötið hjá okkur,“ segir hann. „Það er hægt að matreiða hrefnuna hvernig sem er,“ bætir Úlfar við. „Við höfum grillað hana, borðað hana sem súshí, gert gúllas og lagað Bolognese-spagettí. En kúnstin er alltaf sú sama – aldrei að fullelda hana. Það á við um öll sjávarspendýr og fugla. Maður borðar þá léttsteikta. Ef kjötið verður gráleitt, þá þarf að halda áfram að sjóða það í einn og hálfan tíma. Hvalur verður seigur og þurr ef hann er fulleldaður. Þess vegna er hann bestur bleikur.“ – Sagðirðu ekki einhvern tíma að þumalputtareglan væri 38 sekúndur á annarri hlið á grillinu og 32 á hinni? spyr blaðamaður. „Jú, jú, það passar,“ segir hann og hlær. „Að vísu voru það 36 sekúndur á fyrri hliðinni. En það breytir ekki miklu. Það verður að segja þetta þannig að fólk skilji það. Ef ég hefði sagt hálfa mínútu á hvorri hlið, þá hefði eng- inn fest það í minni.“ – Hvað eru þá sneiðarnar þykkar? „Það er miðað við sentímetra. Svo er hægt að matreiða hlussustykki, brúna það á pönnu og setja í ofn í 7-8 mín- útur.“ Úlfar lítur út um gluggann. „Jæja, nú förum við að sjá eitthvað. Það er kominn fugl. Og rigning.“ Hrefnan Það reynist úfnari sjór en á horfðist. Og þá er erfitt að fylgja hrefnunum eftir. Í raun er aðferðin við veiðarnar er sú sama og á nítjándu öld. Það er maður uppi í mastrinu á útkíkkinu og ef hann sér hrefnu blása, stökkva eða velta sér, þá kallar hann til skipstjórans sem stímir þangað. Þegar sést til hrefnunnar í annað skipti hafa menn átt- að sig á hvaða stefnu hún tekur og sigla í kjölfarið. Ef vel tekst til er hún í skotfæri þegar hún kemur næst upp á yf- irborðið, en oft stendur eltingarleikurinn lengi yfir. En í úfnum sjó er erfiðara að fylgjast með því hvar hrefnunni skýtur upp aftur og átta sig á stefnunni. Einfaldlega vegna þess að hún sést illa. Þess vegna er sjaldnast farið út nema við kjöraðstæður og helst í lygnum sjó. Það eru því áhyggjuhrukkur á enni skipstjórans. En umræðurnar eru áfram fjörugar í stýrishúsinu og þar kveður nokkuð að Úlfari, sem nefndur hefur verið sendiherra hvalsins og státar af því að hafa gefið hálfri Veiðar Pétur Blöndal pebl@mbl.is Ljósmyndir: Arnar Þór Guðmundsson

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.