SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Qupperneq 25

SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Qupperneq 25
29. nóvember 2009 25 H ann byrjaði 13 ára til sjós á Draupni frá Hauganesi. „Mér fannst ég nógu gamall, en fékk þó ekki fullan hlut,“ segir Gunnlaugur Konráðsson, önnur skyttan um borð. „En þegar ég var sextán ára var ég farinn að vinna á móti hverjum sem var í öllum verkum – sama hver djöfullinn það var. Allt var unnið með höndunum. Og ég kveið engu eins og því að landa á veturna úr bátnum. Saltað var í landi og svo sem ekkert mál að pikka upp úr lestinni og þaðan upp á bryggju. En að pikka upp á hjólbörur á bryggjunni, keyra þær upp að húsi og sturta þar niður, ætlaði alveg að drepa mann. Það var mikill snjór á þessum árum, í kringum 1960, og maður var þreyttur eftir átökin á sjónum. Og velti því fyrir sér af hverju bómurnar voru ekkert notaðar á bátnum, en ekki var byrjað á því fyrr en um 1964. Það var bylting – að hífa beint úr lestinni upp á bíl og svo var fiskinum bara ekið í hús! En það var ægileg vinnuþrælkun á Árskógsströnd á þessum árum.“ Og pólitíkin skiptist í tvennt. „Pabbi var grjótharður framsóknarmaður, þó að hann væri fúll yfir því að KEA skyldi berjast gegn einstaklingsframtakinu. Ef einhver gerði eitthvað, þá braut KEA það niður. En honum fannst helvíti hart að þegar KEA smíðaði báta, þá hossaði það grjóthörðum íhaldsmönnum.“ Hrefnan föst á bægslinu Gunnlaugur byrjaði fyrir tilviljun á hrefnu árið 1968. „Þá fengum við fyrstu hrefnuna,“ segir hann. „Ég hafði veitt hnísur og höfrunga og fannst fúlt að þurfa að róa allan veturinn, í öllum veðrum, en svo þegar voraði kom Páll heitinn Páls út eftir, úr skrifstofuvinnunni á Akreyri, og skaut eina og eina hrefnu í blíðskaparveðri. Ég bar þetta upp við pabba, hvort við ættum ekki að gera þetta líka, og það tók tvö til þrjú ár að fá karlinn í lið með mér.“ Haustið 1968 voru þeir að leggja net eins og vant var og Gunnlaugur skildi ekkert í því að hann sá ekki baujuna. „Þá var hrefna föst í netinu á vinstra bægslinu, 20 metrum fyrir neðan baujuna, og synti alltaf sama hringinn. Þegar hún kom upp, þá fylgdi baujan á eftir. Við horfðum á þetta og veltum fyrir okkur hvernig í andskotanum við ættum að fara að þessu. Þá vorum við ekki komnir með hrefnubyssuna, en við vorum með höfrungariffil. Í því kom Níels á Hauganesi, þeir vildu sjá hvað væri um að vera, og ákváðu að hjálpa okk- ur.“ Það varð úr að þeir sátu fyrir hrefnunni og skutu hana í hausinn. „Hún rotaðist og við rákum í hana tvo höfrungaskutla, og Níels fjóra til viðbótar, og við létum hana reka á milli bátanna. Við héldum í spotta svo hún sykki ekki, fjórir á öðrum og fimm á hinum, því um leið og hún drepst, þá sekkur hún. Þá vaknaði hún á síðunni. Einhver hrópaði: „Skjóttu í hausinn á henni!“ Og tveir þrusuðu í hausinn, en þeir skutu of framarlega; heilinn liggur aftar. Hún fór að ólmast og við ætluðum ekki að geta hamið hana, en þá öskraði Nilli: „Skjóttu aftar!“ Og þá lá hún.“ Friðunarkjaftæði og Bítlarnir Þetta var nóg til að kveikja í feðgum. „Þegar ég kom í land setti ég mig í samband við Karl heitinn Friðriksson, en konan hans var dönsk. Ég fékk hana til að skrifa fyrir mig til Kongsberg-verksmiðjanna, fékk svar um hæl og hrefnubyssuna vorið 1969. Ég setti hana á bátinn, en það var rólegt framan af. Ég held að ég hafi skotið átta hrefnur fyrsta sumarið, svo fjölgaði þeim í sextán. Lítill markaður var fyrir kjötið og þetta var bara hliðargrein, til að brjóta upp hversdagsleikann á þorskveiðunum. En smám saman hlóð þetta utan á sig og við fórum að velta erlendum markaði fyrir okkur. Við sendum fyrstu prufusendinguna til Japan árið 1976 og ári síðar fór allt á fulla ferð.“ Framan af voru frjálsar veiðar, en árið 1972 sendi sjávarútvegsráðuneytið bréf til Gunn- laugs, bað hann um að gera skýrslu um veiðarnar og sækja um leyfi. „Þá gerðu þrír út í Eyjafirði og tveir í Húnaflóa. Og ásóknin var nú ekki meiri en svo, að það bættist enginn við hópinn. Við gerðum skýrslur í þrjú ár og voru veiðarnar 200 hrefnur á ári, sem varð til þess að Alþjóðahvalveiðiráðið úthlutaði Íslendingum 200 hrefnum. Þetta er ástæðan fyrir því að við teljum okkur eiga hlutdeild í þeim kvóta sem við fengum á þessum tíma, því ef við hefðum ekkert veitt, þá hefðu Íslendingar ekkert fengið.“ Gunnlaugur segir „frið- unarkjaftæðið“ hafa byrjað árið 1968. „Veistu hvernig það byrjaði,“ spyr hann. – Nei, svarar blaðamaður. „Bítlarnir fóru til Indlands árið 1968. Þá rákust þeir á kvikindi sem heitir belja og er al- friðað á Indlandi. Þeim fannst það sniðugt. Þá hafði verið rætt um að hvalur væri ofveiddur í heiminum og þeir stukku á þann vagn. Enn í dag berst McCartney gegn hvalveiðum.“ Það er rétt að margar hvaltegundir höfðu verið ofveiddar, að sögn Gunnlaugs. „Gengið var frá hnúfubaknum fyrir aldamótin 1900 og hann hefur verið friðaður síðan. En hann hefur vaxið og dafnað í heila öld og er að yfirtaka hrefnusvæðin hægt og bítandi. Þeir vinna saman í hópum, 5-6 saman, og það gerir hrefnunni erfitt fyrir. Þeir smala ætinu saman og svo tekur einn gumsið. Hrefnan er hinsvegar einfari og ef dreif er í átunni, þá fær hún ekki nægju sína og fer í fiskinn.“ Hann segir hrefnustofninn of stóran miðað við æti, enda éti hrefnan fyrir allt árið við Ís- landsstrendur. „Hún virðist ekkert éta yfir veturinn. Og er svo mögur stundum á vorin, að það liggur við að hægt sé að telja spjöldin upp úr bakinu á þeim og spikið er bara 2-3 sm. Í september eru þær orðnar sílspikaðar. Það þarf mikið til að fylla þann skrokk.“ Það voru Bítlarnir sem byrjuðu Gunnlaugur Konráðsson hefur veitt hrefnu í fjóra áratugi. Gunnlaugur Konráðsson skytta Afi Gunnlaugs Konráðssonar var Sigurður Sigurðsson frá Brattavöllum á Ár- skógsströnd, annálað hreystimenni. „Einu sinni lá stórt skip undan sand- inum og komst ekki að bryggju,“ segir Gunnlaugur. „Þetta var á árunum 1910-1912 og amma fór með afa að skipinu á árabát með fjórar síldar- tunnur. Þegar þau komu þangað var enginn til að taka á móti tunnunum. Kemur þá ekki Sæmundur á Látrum, sem var í skáldsögu Hagalíns, frægur skipstjóri, en hann var um borð í skipinu, og segir með þjósti: „Hvernig er það, á ekki að koma tunnunum um borð?“ Þá segir afi við karlinn: „Ja, ég skal rétta þér þær ef þú tekur við þeim.“ Svo tók hann síldartunnurnar og rétti þær og hinn tók við þeim. Þetta hafa verið karlar í krapinu! Mamma sagði að þetta hefði verið ótrúlegt, en þarna var hún tíu ára gömul.“ Gunnlaugur er í sagnaham: „Einu sinni fór mamma með honum á sjó út af Sandinum og sagðist aldrei á ævinni hafa orðið eins hrædd. Þau voru að veiða á færi, fengu og óhræsislúða kom upp. Þau sáu ekki hvað hún var stór. Afi fór bara upp í hana með hendina, greip í tálknin og reif hana um borð. Þetta var feill hjá karlinum, því hún spriklaði svo mikið, að hún ætlaði að eyði- leggja bátinn. Og honum gekk illa að drepa hana. Hann hafði ekkert nema önglana og hendurnar. Svo fór að hann lagðist á hana, því hún var svo stór að hann var dauðhræddur um það karlinn að báturinn myndi hristast í sundur. Þetta var lítill árabátur með bönd, ekki merkilegur.“ Ekki er hann búinn enn. „Einu sinni fór mamma með afa inn á Akureyri. Þetta er frægasta sagan sem ég heyrði hana segja og hún er ekki lygi,“ segir hann. „Þeir voru miklir vinir, hann og frægur glímukappi, Jóhannes Jósefsson á Borg. Þau rákust á Jóhannes á Akureyri og hann vildi endilega glíma við afa. Hann var tregur til, karlinn, en svo fór að hann lét til leiðast. Fjöldi manns fylgdist með og svo ruku þeir saman. Og afi tók hann og stakk honum ofan í tunnu. Þetta er alveg satt! Og Jóhannes var svo hrifinn af karlinum að hann vildi fá hann með sér erlendis í sýningarferðir.“ Hann þagnar. „Svo dó afi fyrir sjötugt, lést 63 ára úr lifrarkrabba, þetta mikla hreysti- menni. Það var algengt á þeim árum. En eitthvað hefur það verið sem spillti skrokknum í erfiðisvinnu þess tíma.“ Annálað hreystimenni

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.