SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Qupperneq 32
32 29. nóvember 2009
Íslandi, frá árinu 1712. Ég held, að öðrum íslenskum ám
ólöstuðum, að engin önnur eigi svona fallega sögu.“
Hann smyr eggjarauðu með örlitlu vatni á deigið. „Þá
færðu skorpu og lit,“ segir hann blaðamanni. „Ég baka
eiginlega allt brauð hérna.“
Svo brosir hann.
„Ég frétti líka af því, að fyrsta veiðiheimilið hefði verið
að Halldórsstöðum, og sankaði að mér efni frá Safnahús-
inu á Húsavík og ungri stúlku, sem átti óbirta ritgerð um
Lissý. Ég kafaði dýpra og dýpra í söguna og komst að því
að þetta væri sennilega með fallegri ástarsögum sem ég
hef kynnst.
Páll Þórarinsson, fæddur árið 1852, hleypti heimdrag-
anum og fór til Skotlands að læra sauðfjárrækt, sem var
alls ekki sjálfgefið á þessum tíma. Á leiðinni gisti hann á
gistihúsi í Leith og heyrði litla stúlku syngja. Hann spurði
hana nafns og hún sagðist heita Elizabeth Grant, en að
hún væri kölluð Lissý. Hann bað hana um að hjálpa sér
með enskuframburð, hann var 27 ára og hún 7 ára, og svo
fór hann til náms á skosku heiðarnar. Þegar hann kom til
baka gisti hann aftur hjá Grant-fjölskyldunni og stúlkan
spurði hvort hann vildi verða pennavinur sinn. Tíu árum
seinna flutti hann hana sem brúði sína til Íslands. Það er
Lissý Þórarinsson og hún varð goðsagnakennd vera í
Laxárdalnum, bæði fyrir það að vera útlensk og að koma
með framandi menningu í dalinn, eins og matseld, og
hún tók líka píanó með sér, sem var flutt á hestum. Svo
hafði Guð gefið henni undurfagra rödd, þannig að hún
söng í brúðkaupum og gerði þau stærri og fegurri, söng í
jarðarförum og þvoði augu fólksins, og söng í afmælum
og gerði þau skemmtilegri. Hún lést árið 1962, en Páll árið
1948, þannig að hún var ekkja í fjórtán ár. Það sást vel í
áttræðisafmæli hennar hversu dáð og elskuð hún var, en
þá orti Jón Haraldsson bóndi á Einarsstöðum í Reykjadal:
Lengi mun hróður um Lissýjar nafn
verða Laxdælum uppspretta dýr.
Í söngvunum gaf hún þeim göfginnar safn
er geymir minningin skýr,
með tónum hún opnaði töfraborg
þar sem talað er alheims mál.
Gígjan hennar í gleði og sorg
gæddi allt lífi og sál.
Þetta er fegurð! Enda hafði hún gríðarleg áhrif. Faðir
hennar var veiðivörður í Skotlandi og líklega hefur hug-
myndin komið þaðan, að hún og Páll fengju til sín erlenda
veiðimenn, verksmiðjueigendur og aðra burgeisa, sem
komu á Halldórsstaði og bjuggu þar. Lissý fékk sér hjálp-
arkonu, sem eldaði mat og þvoði fötin þeirra, og fjöl-
skyldan flutti úr sínum hluta hússins, þetta var tvíbýli, og
bjó í tjöldum á túninu og í útihúsum. Það var myljandi
urriði í Laxárdalnum og ánægðir veiðimenn kvarta ekki,
B
ubbi Morthens stendur úti á pallinum við
Meðalfellsvatn, en í því veiddi hann fyrsta lax-
inn sex ára gamall. Þá kom hann iðulega með
fjölskyldunni daginn sem skólanum lauk á vor-
in og sneri aftur fyrsta skóladag á haustin. Nú veiðir hann
með krökkunum á bát úti á vatninu og það er ósvikin
veiðivon, því Bubbi þekkir alla veiðiblettina.
„Ég hef alltaf leitað á þennan stað,“ segir hann, „jafn-
vel þegar ég var í ruglinu. Þá lokaði ég mig af hérna í
nokkrar vikur.“
Hann lítur í kringum sig.
„Ég hef alltaf sótt í fjöllin.“
Erindi heimsóknarinnar er að ræða bókina Áin, þar
sem Bubbi fjallar um Nessvæðið í Laxá í Aðaldal og Einar
Falur Ingólfsson gæðir textann lífi í ljósmyndum. En það
er ekkert venjulegt við þessa veiðibók; ekki frekar en
annað sem Bubbi tekur sér fyrir hendur. Bókin er ást-
arsaga.
„Ég skrifa hana sem ástarsögu,“ segir hann. „Ég reyni
líka að ná til þeirra sem hafa engan áhuga á veiði. Þetta er
ástarjátning mín til árinnar, ástarsaga Páls Þórarinssonar
og Lissýjar á Halldórsstöðum, og síðan eru viðtölin ást-
arsögur – fólk sem tjáir ánni ást sína, þannig að bókin er
ástarsaga. Ég uppgötvaði þetta í Ýdölum þegar ég sá alla
sem keyptu bókina og sögðust þó aldrei veiða – þetta
væri bara falleg bók. Þá rann upp fyrir mér að ástarsögur
ná út fyrir rammann. Ég held að þessi bók, án þess það sé
klisja, sé hreinræktuð ástarsaga.“
– Þá hlýt ég að spyrja, hvernig kynntust þið?
„Það hafði verið reynt að koma á deiti lengi, en ég var
tregur í taumi,“ segir Bubbi mildilega. „Haraldur Eiríks-
son, vinur minn hjá Stangveiðifélaginu, sagði að ég yrði
að koma á Nessvæðið, laxarnir væru svo stórir, og ég lét
tilleiðast árið 2007.“
– Þið eruð nýbúin að kynnast!
„En ég hef veitt frá barnsaldri,“ tekur hann fram, fer
inn í eldhúskrókinn, sækir deig og hnoðar það á borð-
stofuborðinu. „Ég er að baka brauð, franskt baguette,“
skýtir hann inn í til skýringar og heldur áfram: „Ég hef
veitt í öllum þessum ám, Hofsá, Kjósinni og allt það, en
um leið og ég sá veiðistaðina á Nessvæðinu, ána og um-
hverfi hennar, þá vissi ég að ástin hefði orðið á vegi mín-
um. Maður veit aldrei hvenær það gerist, ekki frekar en
þegar ég hitti Hrafnhildi. Ég hélt að ég væri bara að fara í
eina ána í viðbót, en svo setti ég í skrímsli – yfir þrjátíu
punda lax! Og ég gerði mér grein fyrir því, að ég væri
kominn í á, sem ætti engan sinn líka, hvað varðar laxa-
stofn og fegurð, og hugsaði með mér: „Vá, ég er kominn
heim. Ég þarf aldrei að veiða í neinni annarri á, bara þess-
ari.“ Og ég var gjörsamlega sáttur við þessa tilfinningu.“
– Svo heyrðirðu sögu árinnar?
„Já, ég tók snemma eftir því að leiðsögumennirnir á
bátnum notuðu annað tungutak, töluðu um að fylgja og
kölluðu sig fylgdarmenn. Það rann upp fyrir mér að orðið
hefur sennilega verið notað frá því fyrstu veiðimennirnir
komu, þegar Þorgrímur Pétursson fylgdi Charles H.
Akroyd niður að á. Svo heyrði ég að Hjálmar á Tjörn hefði
verið fylgdarmaður við ána. Ég vissi hvílík goðsögn hann
var og uppgötvaði að ég stóð í sömu sporum og hann,
þegar hann landaði 30 pundaranum og 34 pundaranum –
það hríslaðist um mig sæluhrollur.
Ég kynnti mér líka Steingrím Baldvinsson á Nesi,
kennara, bónda, veiðimann, fylgdarmann og héraðs-
höfðingja. Hann var auðvitað þjóðkunnur hagyrðingur
og eftir hann er flottasta ferskeytla sem ég hef heyrt, en
hann orti hana skömmu fyrir andlátið:
Fiskur er ég á færi í lífsins hyl.
Fyrr en varir kraftar mínir dvína.
Djarfleg vörn mín dugir ekki til.
Dauðinn missir aldrei fiska sína.
Þetta fer á legsteininn minn!“ Bubbi skellihlær. „Þetta
er svo mikill snilldarkveðskapur.“
Hann brýtur egg í skál.
„Og hann varð fyrir þeirri náð, 4. júlí árið 1968, á milli
21 og 22 að kvöldi, að deyja á bakkanum við Skriðuflúð er
hann hjálpaði erlendum veiðimanni að landa stórlaxi.
Það er einungis í grískri goðafræði sem menn fá svona
dauðdaga og svo má kannski rekast á það í Íslendinga-
sögunum. En fyrir innblásinn veiðimann og skáld, þá er
þetta næstum því sönnun á því að drottinn sé til, að leyfa
manni að deyja á uppáhaldsveiðistaðnum sínum í júlísól
– þetta er auðvitað draumadauðdagi!“
Hann hrærir í egginu.
„Og ég fór að sanka sögum að mér. Völundur Her-
móðsson lagði mér lið, einn af höfðingjum árinnar, sem
býr á bakkanum og er mikill grúskari. Hann gróf upp
óendanlega mikinn fróðleik, sem ég nota í bókinni, þar á
meðal fundum við elstu rituðu heimildir um stangveiði á
Það markaði upphafið að miklu
ævintýri þegar Bubbi Morthens
tókst á við „skrímsli“ í Aðal-
dalnum fyrir tveimur árum.
Hann beið lægri hlut í þeirri
rimmu, en sneri ósigrinum í
sigur eins og oft áður í sínu lífi.
Pétur Blöndalpebl@mbl.is
Ástarsagan
í lífi Bubba