SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Qupperneq 33
29. nóvember 2009 33
Veiðibækurnar hans Bubba
Bubbi segir að gefnar hafi verið út nokkrar „flottar“
veiðibækur og að Björn Blöndal fari fremstur í
flokki. „Þingmaðurinn Stefán Jónsson skrifaði Roð-
skinnu, Með flugu í höfðinu og Lífsgleði á tréfæti.
Guðmundur frá Miðdal skrifaði frábæran texta í
bókinni Fjallamenn, sem eru æviminningar. Stefán
Jón Hafstein hefur sett saman fína bók um veiði og
Kristján Gíslason skrifaði gríðarlega flottar bækur.
Víglundur Möller er kannski lýrískasti höfundurinn,
ásamt Birni Blöndal. Hann skrifaði ritstjórnargreinar
í Veiðimanninn í þrjá áratugi og þau skrif eru mörg
hver algjört listaverk. Það væri hugmynd að safna
því albesta saman og gefa út á bók, því hann var
gríðarlega vel lesinn og greindur maður og mjög
pennafær. Síðan eru bækur Guðmundar Daníels-
sonar afar skemmtilegar, svo sem Dunað á eyrum.
Ásgeir heitinn Ingólfsson skrifaði eina flottustu bók
um laxveiðiá sem hefur verið skrifuð á Íslandi, en
hún er um Elliðaárnar. Auðvitað gleymi ég ein-
hverjum og sleppi öðrum, en þetta eru þeir sem
hafa kveikt í mér.“
Stíg inn í óttann
Abyssinía faðmar blaðamann með löppunum og hleypur svo yfir
lyklaborðið á tölvunni, skrifar „111111 cv“, hvað sem það nú
þýðir.
„Hann er egypskur,“ segir Bubbi Morthens, grípur köttinn og
tyllir honum á axlirnar, þar sem hann unir sér best. „Hann er
með lága mjálmtíðni, en gríðarlega grimmur og forvitinn,“ bætir
hann við, skenkir blaðamanni kaffi upp á gamla móðinn og
kann skýringar á því: „Kaffið úr kaffikönnum getur orðið svo
leiðigjarnt.“
Svo heldur spjallið áfram.
„Ég skammaði þingmann um daginn, sem sagðist hafa byrj-
að að reykja daginn sem hrunið varð. Ég sagði við hann: „Það
er versta afsökun sem ég hef heyrt; einmitt þá áttu að vera
sterkastur!“ Þegar ég lenti í skilnaði eftir 19 ára hjónaband, þá
var ég sterkastur. Maður á að rísa í ósigrinum, alveg sama
hvað á bjátar, og alltaf að stíga inn í óttann. Ég er svo skrif-
blindur, að á skalanum 1-10, þá er ég 10, eins blindur og nokk-
ur getur verið. Ég skrifa þannig texta að ég einn skil hann. Svo
þarf Hrafnhildur að lesa hann yfir og svo Silja [Aðalsteinsdóttir].
Bókin er nákvæmlega eins og ég skrifaði hana, en textinn
skilst ekki fyrr en einhver sem þekkir mig hefur farið yfir hann;
þannig hafa allir ósigrar mínir orðið sigrar.“
– Þú hikar samt ekkert við að skrifa bækur?
„Það þvældist fyrir mér í mörg ár. Ég þorði það ekki, óttaðist
viðtökurnar. En tók loks ákvörðun um að skrifa smásögurnar,
Að kasta flugu í straumvatn er að tala við Guð. Ég var með hnút
í maganum, en allt í einu áttaði ég mig á því, að þetta væri
hægt. Í raun ætti ég að halda námskeið fyrir lesblint og skrif-
blint fólk, sýna fram á hversu langt er hægt að ná, ef maður
stígur inn í óttann. Bara það að árita bók er átak fyrir mig, því ég
þarf að gera það eftir minni. Ég er með ljósmyndaminni og bjó
mér til kerfi með liti á öllum stöfunum, a er grænt, á er blátt, b
er gult, c er skærgult og svo framvegis. Ef ég man ekki hvaða
staf vantar, þá leita ég að litnum: „Jú, ypsilon er silfrað með
svartri rák.“ Þannig klórar maður sig í gegnum erfiðleikana.
Þetta loðir samt ennþá við mig. Ég kvartaði undan Jóhönnu
og ríkisstjórninni á Facebook, hjá Hrannari [B. Arnarssyni], að-
stoðarmanni forsætisráðherra, og lenti ég í ritdeilu við mann,
sem hellti yfir mig svívirðingum, af því að ég gat ekki stafsett
rétt! Ég skrifa óhikað, því flestir hafa skilning á því, en að sama
skapi býr maður í þjóðfélagi, þar sem hreintungustefnan jaðrar
við ofbeldi og kúgun, bæði gagnvart börnum og fullorðnum. Það
þekkist ekki í nokkru öðru ríki, til dæmis, að dægurlagatextar
þurfi að vera þríliður tvískiptur, eða með stuðlum og höf-
uðstöfum, þannig að meira að segja íslenskir popparar óttast
tungumálið. Ég tel það stóra skýringu á því hversu margir skrifa
á ensku. Menn óttast tungumálið í stað þess að elska það.
Þetta hrjáði mig helvíti lengi, þar til ég áttaði mig á því, eftir að
hafa skrifað fyrstu bókina með hjálp Silju, að mér voru allir vegir
færir, ef ég steig inn í óttann.“
Morgunblaðið/Kristinn
þeir eru ánægðir svo lengi sem veiðist. Svo veiddu þeir
líka lax í Aðaldal. Í rauninni rakti ég upp þennan vef og
það hófst allt á því að ég ætlaði að athuga með þetta
veiðiheimili, en varð sentímental og skrifaði ástarsögu
Páls og Lissýjar.“
Hann hugar aftur að brauðinu.
„Ég held að við Einar Falur höfum náð að koma frá
okkur veiðibók sem er dálítið sér á báti í þessari flóru hér
heima. Ég leyfi mér að vona það.“
– Verður framhald á?
„Ja-á,“ segir hann hikandi. „Ég er að gæla við þá hug-
mynd, sem er gríðarlegt nördaverkefni, að skrifa sögu ís-
lenskra kvenna í laxveiði. En hvað verður, veit nú eng-
inn,“ byrjar hann að söngla fyrir munni sér. „Vandi er
um slíkt að spá. En eitt er víst að ákaflega verður gaman
þá.“
Hann sker í brauðið.
„En ég mun halda áfram að skrifa um veiði. Þar hef ég
fundið mína hillu. Mér finnst veiðibókmenntir gríðarlega
skemmtilegt fyrirbæri.“
Hann stráir salti yfir brauðið.
„En þær eru svo miklu meira en bara sögur af stórum
löxum, því veiði er lífsstíll – og veiði er að geta hrifist af
lyngi, blómum og fuglum, að sitja kyrr á bakkanum og
dásama birtuna. Veiði er að hlusta á ána og reyna að skilja
mál hennar. Veiði er hlátur með félögunum. Þannig að
veiði er svo margt margt fleira, en bara að kasta. Svo er
veiði mjög búddísk íþrótt, að kasta flugu er einskonar
hugleiðsla, að kasta einn með sjálfum sér, fí-í, fí-í, eins
og heyrist þegar flugunni er kastað, einbeitingin er algjör
og afslöppunin. Þó að hver taug sé þanin til hins ýtrasta,
þá er það samt hvíld frá vinnunni. Og á árbakkanum
opnast óravíddir hugans – þar rakna upp vandamálin,
lausnirnar koma á færibandi og þar streymir sköpunin
fram, svo sem að búa til tónlist. Veiði er fyrir mér óend-
anleg uppspretta – það að skilja náttúruna.“
Hann hefur sett brauðið í ofninn og er kominn á flug.
„Laxá í Kjós talar allt annað tungumál en Laxá í Aðaldal
eða Vatnsdalsá. Fjöllin eru öðruvísi, vindurinn, tónninn í
ánni, árbotninn og bakkinn, fossarnir. Ef menn setjast
niður og anda rólega í smátíma má heyra það, stundum
spriklandi kátínu árinnar og spölkörn neðar verður hún
hæg og ljóðræn, dimmur tónn í henni. Þetta upplifir
maður allt með því að nota eyrun – og svo þarf að trúa!
Það verður að trúa á ævintýrið, en ekki týna því í sjálfum
sér. Ef ég veiði með strákinn staðhæfi ég að það séu
skrímsli í áni, laxar svo stórir að enginn geti nokkurn
tíma veitt þá, ég segi honum frá laxamóðurinni, sem
passi upp á laxana sína, og Alþingi dýranna. Þetta snýst
ekki um að borga 70 þúsund á dag í ána. Ég veit um einn
sem hafði ekki efni á að veiða lax, svo konan hans stakk
upp á því að hann hætti að reykja. Hann gaf lítið fyrir það
og reykti áfram tvo pakka á dag. Svo konan hans reiknaði
út kostnaðinn við reykingarnar, kom í ljós að það voru
fjórir dagar í toppá, og vinurinn hefur ekki tekið smók
síðan. Sumir koma í ána og eru í spreng frá fyrstu mín-
útu, en þeir veiða því miður með röngum áherslum, því
meira sem maður rembist, því minni er árangurinn. Það
sagði Muhammad Ali. Ég veit ekki hvort hann hafði það
eftir Genghis Khan. En þetta er málið – sá sem er afslapp-
aður og einbeittur nær árangri, en þeim mistekst, sem
þvingar hlutina í sínum eigin vilja.“
Það logar glatt í kamínunni, Bubbi heggur sjálfur eldi-
við úti í skúr, ilmur af brauði fyllir vitin og á tússtöflu í
eldhúsinu stendur „Fallega konan mín“. En hún horfir á
teiknimynd með börnunum í næsta herbergi.
„Hvert erum við komnir?“ spyr Bubbi.
– Við erum fínir.
„Ókei, flott.“
Að síðustu handleikur Bubbi box með veiðiflugum
hnýttum af Pétri Steingrímssyni í Nesi „flugnahöfð-
ingja“. Mest veiðir hann á Black and blue, Sally og Nig-
hthawk. „En mig langar að prófa klassíska Blue doctor.“
Blaðamaður hefur orð á því að þetta séu listgripir.
„Veiðin er listgrein,“ segir hann. „Hún minnir á jap-
anskar sverðlistir. Og svo er hún „macho“ í kvenleika
sínum, þessi staða karlmannsins með örþunnt prik að
kasta flugu út í á – það gerist vart kvenlegra: fí-íss, fí-
íss.“
Hér er hann með 15 punda lax sem tók á Kirkjuhólmabroti.
Bubbi togast á við stóran lax á Skriðuflúð á Nessvæðinu.
Morgunblaðið/Einar Falur
Bubbi Morthens við heim-
ili sitt í kvöldkyrrðinni
með Meðalfellsvatn og
fjöllin í baksýn.