SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Síða 54
54 29. nóvember 2009
Í
upphafsljóði hins fyrsta af þremur hlutum þess-
arar viðamiklu ljóðabókar, Vegur minn til þín, er
sleginn tónn sem ómar í verkinu öllu; það er
hugsun um dauðann:
Komið er haust í hjarta mitt
senn hættir það að slá,
bregður fyrir bliki
af brýndum ljá
…
Í bókinni nálgast skáldið dauðann, og um leið
óstöðvandi gang tímans, á ýmsa vegu. Í ljóðinu „Loka-
ferð“ er ljóðmælandi „Einn í fjörunni, horfi til hafs /
og held úr nausti“. Í „Blómstrið eina“ er fjallað um það
þegar gengið er „undir efsta dóm“, en þá „fylgir þess-
um dómi ógnarefi / ósköp þín og dauðans krepptur
hnefi“, og í „Nýtt landnám“ lætur ellilífeyrisþeginn,
sem getur „alls ekki lengur staðið jafnlengi og áður / í
straumnum miðjum“, bera sig út í sólina því nú fer „að
grána í rót og grunur hans fylgir / farfuglahópi sem
flýgur með minningar / hans yfir hafið // og hann fel-
ur anda sinn þeim sem sólina / skóp, jörð og upp-
himin“.
Vegur minn til þín er verk fullþroskaðs skálds sem
hefur afar sterk tök á ljóðmálinu. Lesendur sem fylgst
hafa með skáldskap Matthíasar gegnum tíðina þekkja
hvernig hann notar sér þau form sem hæfa hverju við-
fangsefni; bundið mál eða óbundið, lengri frásagnarleg
ljóð eða knappar hækulegar og tærar smámyndir, eins
og þetta nafnlausa ljóð:
Þegar þú talar
gárast vatn
tímans
orð þín
silungsboðar
í kvöldsólinni
Öll þessi form birtast í þessu verki, en mér er til efs
að lesendur hafi áður lesið jafn áhrifamikið og meitlað
safn kvæða skáldsins.
Mörg kvæðanna spretta út frá kveðskap annarra eða
bókmenntaverkum. Í einu er vikið að umrenningi Bec-
ketts en þar óttast ljóðmælandinn „tíðarandann í víg-
tönnum vatnsins“. Í ljóði er nefnist „Þinn veglausi
vegur, Kerouac“ er „minningin vindbarið / sæluhús á
móskörðum veglausrar / gleymsku“, og í prósanum
„Þél höggr stórt fyr stáli“ er vísað til kunnrar vísu Eg-
ils Skallagrímssonar með sama upphaf; þar er sann-
kallaður heimsósómaskáldskapur um sýkt samfélag
sem er stórt hús þar sem ekki heyrast orðaskil, „hvísl
né pískur, en hurðaskellir öðru hverju, þegar rifizt er
um fé og völd …“
Litir eru sem fyrr ríkur þáttur í ljóðheimi Matthíasar;
litir í persónulegum myndheimi. Í „Einmani“ er sólin
„hvítur dagur á vatni“, annars staðar er þögnin
„marglitt blóm“, fugl „syngur á hvítum vængjum tím-
ans“, og minning um andlát Einars Benediktssonar fer
„hvellgrænu leiftri um barnshuga gamals manns“.
Eins og fyrr er nefnt er dauðinn leiðarminni í þessu
mikla verki, en annað minni og ekki síður áhrifamikið,
er nærvera „músunnar“, huldunnar í lífi skáldsins eða
ljóðmælandans sem birtist aftur og aftur; hún er konan
sem er: „Enn svo ung // með fangið fullt af júníbjartri
/ fjarlægð“, eins og segir í „Stúlkan og fjallið“; í ljóðinu
„Veðramót“ langar ljóðmælandann að lifa „með fiskum
í ánum / fuglum á trjánum // en þó mest af öllu með
þér“, og í „Jafnung og forðum“ er brugðið upp hríf-
andi mynd þar sem ljóðmælandinn fylgist með ástinni
sinni fægja silfrið í gamalli skúffu: „seinna þegar fellur
/ á skjöld minn / kemurðu jafnung og forðum / og
fægir hann / undir kvöldfölum skugga / dauðans“.
Eitt af því sem skapar Vegur minn til þín sérstöðu á
ferli Matthíasar er að Ástráður Eysteinsson, prófessor í
bókmenntafræði, annaðist útgáfuna, auk þess sem
hann ritar eftirmála um verkið og feril Matthíasar og
greinir að auki ljóðheiminn á forvitnilegan hátt. Ást-
ráður segir til að mynda að opinská viðurkenning á
„nærveru og fylgd annarra texta og höfunda hefur sett
mark sitt á skáldskap Matthíasar alla tíð“. Hann segir
Matthías tengja rómantík og módernisma á sérstakan
hátt, og gerir aðra persónu eintölu í ljóðum Matthíasar
að umfjöllunarefni, þetta „þú“. „Lífsförunauturinn,
ástvinan, verður … eins konar miðill í náttúruvitund
skáldsins, og rennur iðulega saman við landið og guð-
dóminn í ljóðum þess …“ Þess sér víða stað í þessari
nýju bók.
Ástráður greinir frá því að ljóðin í bókinni séu úr
handriti sem Matthías lauk við síðasta vetur. „Nokkru
síðar,“ skrifar hann, „fann eiginkona skáldsins, Hanna
Ingólfsdóttir Johannessen, til meinsemdar sem leiddi
hana til dauða á skömmum tíma. Þótt hún sé hvergi
nefnd beinlínis á nafn í ljóðunum er Hanna augljóslega
meginpersóna margra þeirra ljóða sem hér birtast og
um margt megindrifkraftur þess ljóðheims sem hér er
fram borinn.“
Ástráður vill láta koma skýrt fram að ljóðin urðu til
áður en Hanna lést.
Í Bókarauka birtist síðan ljóðið „Tvö ein“ sem Matt-
hías orti eftir andlát Hönnu og Ástráður segir réttilega
„af mjög einkalegum toga“. Þetta er ofur fallegt harm-
ljóð, í raun einstök kveðja og ástarjátning skáldsins til
lífsförunautarins, sem hefst á tileinkun úr Jörð úr Ægi:
„Síðan hefur nafn þitt verið mér ævintýri / og orð þín
sólhvísl á norðufjöllum“, og endar á ljóðlínunum „tvö
ein / hár þitt gáraðist um hendur mínar / eins og vatn
í myrkri“.
Vegur minn til þín er merkilegt og hrífandi verk, án
efa einn af hátindunum á ferli skáldsins.
Undir
kvöldföl-
um skugga
dauðans
Bækur
Vegur minn til þín
bbbbb
Eftir Matthías Johannessen.
Háskólaútgáfan, 2009. 273 bls.
Einar Falur Ingólfsson
Matthías Johannessen. „Vegur minn til þín er merkilegt og
hrífandi verk, án efa einn af hátindunum á ferli skáldsins.“
Morgunblaðið/Kristinn
Ljóð
Ég ætla að byrja helgina á að lesa einhverjar bækur sem hafa komið út
nýlega s.s. Hið fullkomna landslag eftir Rögnu Sigurðardóttur en ann-
ars er ég með of margar bækur á náttborðinu. Á föstudag sit ég yfir
sögusýningunni í Íslenskri grafík í Hafnarhúsinu – þá get ég kannski
lesið eitthvað á meðan. Á leiðinni heim kíki ég á opn-
un í Gallerí Crymogea og fer svo heim að elda salt-
fisk með manninum og börnunum. Á laugardags-
morgun ætlum við fjölskyldan að byrja daginn á
að baka piparkökurnar, fara í göngutúr út á
Hvaleyrarvatn, þá fer ég í vinnustofu Lúka Art &
Design og klára undirbúning fyrir jólamark-
aðinn og pantanir fyrir búðirnar.
Á sunnudag er svo hin hátíðlega að-
venta. Þá set ég aðventuljós út í glugga,
svo fáum við okkur jólate með pip-
arkökunum. Þá förum við fjölskyldan
annaðhvort á Pétur og úlfinn og katta-
dúett í Neskirkju eða í Hafnarborg á
listsmiðju fyrir börnin og rétt rekum
inn nefið á 40 ára afmælissýningu Ís-
lenskrar grafíkur í Norræna húsinu því þar
eru reynsluboltar í grafík til tals. Daginn má
enda með því að fara á Klassík við kertaljós,
tónleika Tríós Reykjavíkur í Hafnarborg.
Helgin mín Gunnhildur Þórðardóttir,
hönnuður og listamaður
Lestur, piparköku-
bakstur og sýningar
Í
háskólum hafa í gegnum árin grasserað alls
konar róttækar fylkingar, sellur og kommúnur
sem oft hafa leitt til blóðugrar byltingar. Hlín
Agnarsdóttir fjallar í skáldsögu sinni, Blómin
frá Maó, um unga norðanstúlku, Sigurborgu Ey-
fjörð, sem gerist baráttukona í „Öreigasamtök-
unum pró Kína, maóistar-lenínistar“ (skamm-
stafað ÖSP m-l) sem berst fyrir kommúnísku
alræðisríki á Íslandi á áttunda áratugnum. Félags-
starfið felst í fundum, útgáfu dreifirita og lestri
áróðursrita, undirbúningi verkfalla og öreigabylt-
ingar en nær hámarki með pílagrímsferð til Kína
þar sem Sigurborg hittir átrúnaðargoðið, Maó sjálf-
an, og örlög hennar ráðast. Þetta er sagan endalausa
af heitri sannfæringu og róttækum skoðunum sem
fara út í öfgar, heilaþvotti og blindri trú á leiðtog-
ann og loks skipbroti þegar hugmyndafræðin rekst
á við veruleikann. Hlín tekur efnið skemmtilegum
tökum en frá þessu tímabili Íslandssögunnar er
nægur efniviður sem hafa verið gerð sáralítil skil. Á
áttunda áratugnum var allt að gerast: kvenfrels-
isbaráttan í algleymingi, hippamenningin á síð-
blómaskeiði, mótmæli við stríðsrekstur Bandaríkj-
anna í Víetnam í fullum gangi og beiskur
sannleikurinn um menningarbyltinguna í Kína að
koma í ljós. Þetta var kraumandi hugmyndapottur
og áhrifin náðu til samfélags, lista og bókmennta;
aldeilis verðugt söguefni sem Hlín tekst á við af
þekkingu, innsæi og nettbeiskum húmor.
Í sögunni eru skemmtilegar persónur sem manni
þykir strax vænt um. Móðir Sigurborgar og amma
eru sannar alþýðukonur sem bera harm sinn í
hljóði, frú Þorbjörg leigusali er kostuleg persóna og
hinn heittrúaði Már formaður er dreginn sundur og
saman í háði. Þegar sá er gállinn á Hlín minnir
kaldhæðnislegur stíllinn helst á íroníu Steinunnar
Sig. og Auðar Haralds. Lýsingarnar á kommúnulíf-
inu, félagsstarfinu og hugsjónunum eru t.d. grát-
broslegar og íronískar fyrir allan peninginn.
Kenningar og hugmyndafræði halda áfram að
steyta á skerjum núna eins og áður. Bankahrunið
fær sinn skammt, í meinlegum tón, enda Sigurborg
loksins orðin alvöru öreigi, atvinnulaus og skuldum
vafinn. Og aurarnir sem Sigurborg erfði eftir ömmu
sína „eru horfnir úr sjóðum Kaupþings og sestir að
á eyjum í Karíbahafinu og dvelja þar í hlýju skatta-
skjóli hitabeltisloftslagsins og munu því þjóna öðr-
um en mér og Jóni í framtíðinni. Bankinn er sem
sagt búinn að selja ömmu sína og mína líka.“
Örlög öreiganna
Bækur
Blómin frá Maó
bbbmn
Skáldsaga
Eftir Hlín Agnarsdóttur. 203 bls.
Ormstunga 2009.
Steinunn Inga Óttarsdóttir
Dómar