SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Blaðsíða 20

SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Blaðsíða 20
20 6. desember 2009 leikur hann?“ En kjarni málsins er sá, að Einar sit- ur hér í dag, við erum að tala saman og fyrir mér er Einar í grænu peysunni sögumaðurinn í myndinni. Það er Einar í núinu. En hitt er hvernig Einar getur orðið ef hann fellur.“ „Það var heppni... eða já, lán í óláni, að þið skylduð ná mér,“ segir Einar Pálmi. „Við ætluðum að gera öðruvísi mynd, en heim- ildarmynd er þannig að veruleikinn kemur upp í hendurnar á manni og myndin verður ekki öðru- vísi en heimildin,“ segir Einar Már. „Við ætluðum að skoða ýmsa staði sem orðið hefðu á vegi hans, bæði þegar hann leitaði hjálpar og þegar hann sökk djúpt, en svo var þetta útkoman. Við vönd- uðum okkur og bárum það svo undir nafna. Og kjarninn er ekki sá að sýna hve illa er komið fyrir drykkjumanni, heldur muninn á þessum tveim mönnum, Einari sem er í lausninni, eins og við segjum, og hinum.“ – En af hverju tókst þú að þér þetta efni? „Mér var boðið að gera þessa heimildarmynd,“ segir Einar Már, örlítið hikandi, „ég hef fjallað mikið um þessi mál og svo er ég sjálfur í liðinu.“ Þeir hlæja báðir. „Þökkum liðið,“ segir Einar Pálmi. „Alkóhólismi hefur alltaf leitað á mig sem um- fjöllunarefni,“ heldur Einar Már áfram. „Þannig var það líka á meðan ég drakk sjálfur, eftir- minnilegar persónur hafa skapast með þeim hætti, til dæmis afinn í Fótsporum á himnum. Síðan missti ég sjálfur tök á áfengisneyslunni og leitaði mér hjálpar, sem gaf mér enn dýpri sýn á þennan vanda.“ Hann brosir út í annað. „Ég tekst á við þennan tíma í ljóðabókinni Ég stytti mér leið framhjá dauðanum og skáldsögunni Rimlar hugans. Segja má að myndin sé að tölu- verðu leyti framhald af þessum verkum. Ég hef áður skrifað handrit að kvikmyndum, er skrifaður einn fyrir Englum alheimsins og skrifaði Börn með 14-16 ára stúlkur ófrískar inni á Vogi, en for- dómarnir eru slíkir, að enginn talar um það. Ef til vill af því að veislan er að vera í vímu um helgar, jafnt hjá fjölmiðlafólki sem stjórnmálamönnum, og því erfitt að fjalla um þetta. Mér finnst það skrýtið að læknar skuli ekki viðurkenna þennan sjúkdóm, eins og sykursýki eða aðra sjúkdóma, því ég hef farið í meðferð með skurðlæknum og þingmönnum, og veit að alkóhólismi fer ekki í manngreinarálit.“ – En hann lýsir sér öðruvísi. „Já, fylgikvillarnir eru auðvitað aðrir, klukkan sjö á föstudegi dettur maður ekki í sykursýki, öf- ugt við áfengi eða annað sterkara. Og maður særir ekki ástvini sína með því að vera sykursjúkur eða rænir skartgripaverslun með insúlínsprautu. En það er enginn sjúkdómur eins.“ Lán í óláni – Þið unnuð ekki deildina? „Nei, stóri sigurinn var að koma aftur á fót knattspyrnuliði, fá 40 til 50 stráka, nýkomna úr grenjunum á Hverfisgötu, úr harðri neyslu vímu- efna, til að mæta á æfingar, spila leiki, halda hóp- inn í rútunni, borða og grilla saman. Sigurinn var að fá þessa stráka til að koma úr hryllilegum kringumstæðum inn í normið. Þeir voru fullir sektarkenndar, ótta, kvíða, samviskubits; það biðu þeirra jafnvel dómar og fjölskyldurnar voru tvístraðar. Þeir mættu upp í Egilshöll, stuð í stuð, bakvörðurinn skuldaði kannski einhverjum úr liðinu pening, en það vannst sigur! Það var sterk upplifun að sjá þennan stóra hóp þjappast inn í gamla áhugamálið sitt. Þarna voru strákar sem hefðu farið alla leið í landsliðið ef ekki hefði verið fyrir þennan sjúkdóm, höfðu til þess alla hæfileik- ana og taktana.“ Einar Már sest við borðið og segir um nafna sinn, sem fellur í myndinni, en náði sér svo vel á strik á nýjan leik: „Það hafa margir spurt: „Hver H eyrðu, myndin er vel gerð, en auðvit- að er þar sumt sem ég hefði ekki viljað upplifa,“ segir Einar Pálmi Árnason um heimildarmyndina Sigur í tapleik, sem sýnd verður í Sjónvarpinu á þriðjudagskvöld. Myndin er úr smiðju Einars Más Guðmundssonar og fjallar um lífið í kringum fótboltalið SÁÁ. Og Einar Pálmi datt inn í myndina þegar hann tók að sér þjálfun liðsins í utandeildinni, en hann þjálfaði alla yngri flokka KA í mörg ár. Tvístraðar fjölskyldur „Ég var spurður hvort ég væri tilbúinn að taka að mér þessa stráka,“ segir hann. „Og þegar tökur hófust á heimildarmyndinni fengu þeir brennandi áhuga á mér, þessir höfðingjar, eftir að hafa kynnst mér og minni sögu. En auðvitað er myndin fyrst og fremst um unga drengi, sem hafa farið í harða neyslu vímuefna og eru að koma sér aftur á réttan kjöl. Hún sýnir að til er leið út úr þessu. En þetta er ekki kennslumyndband fyrir stórklúbba í evrópskri knattspyrnu,“ segir hann og hlær. – Þú lætur í þér heyra á hliðarlínunni. „Já, já, ég spilaði auðvitað mikið, upp alla yngri flokkana, en drakk mig svo út úr íþróttinni, eins og þessir ungu menn gerðu líka. En á þeim tíma var ekki komið SÁÁ. Ég fór að þjálfa þegar ég hætti að sparka, þá ungur maður á miðjum þrítugsaldri, og þjálfaði í töluverðan tíma. Þorvaldur Örlygsson var hjá mér frá því hann var gutti þar til hann undirritaði samning við Forest. Og svo ég komi því nú að fyrir Guðjón Þórðarson vin minn, þá var kjarninn í liðinu sem vann eina Íslandsmeist- aratitil KA, árum saman hjá mér í yngri flokk- unum.“ – Hvenær fórstu fyrst í meðferð? „Ég fór á Silungapoll, 24 ára gamall. Það þótti ungt þá.“ – Og er ungt? „Það þykir það ekki í dag, því miður. Við erum Morgunblaðið/Árni Sæberg Alltaf þessi stórkostlega von Sigur í tapleik nefnist heimildarmynd sem sýnd verður í Sjónvarpinu á þriðjudag, en þar fjallar Einar Már Guðmundsson um lífið í kringum knattspyrnulið SÁÁ og baráttuna við Bakkus, meðal annars með því að fylgja eftir þjálfara liðsins Einari Pálma Árnasyni. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Einar Pálmi og Einar Már ræða sigrana í líf- inu, líka í ósigrunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.