SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Blaðsíða 8
8 6. desember 2009
B
ál brennur í garðinum hjá Tiger Woods. Bál sem þessi
frægasti íþróttamaður heims kveikti sjálfur. Viðbrögð
hans við vánni verða seint vottuð af brunaliðinu en í stað
þess að lauga lóðina í vatni greip Woods til olíunnar. Sull-
aði yfir eldinn. Hvað átti hann svo sem að gera, gætu menn bent á,
brunahaninn við húsið er bilaður?
Fyrir viku lék allt í lyndi hjá Woods – alltént út á við. Hann er
af mörgum talinn fremsti íþróttamaður heims, fæddur til að sigra
og fumlaus í öllum sínum aðgerðum. Ímynd hans var líka óblettuð
utan vallar. Woods var nánast holdtekja hins fullkomna. Enginn
maður í íþróttasögunni hefur verið betur til þess fallinn að vera
fyrirmynd hinnar tápmiklu æsku, nema ef vera skyldi Michael Jor-
dan.
Síðan féll kusk á hvítflibbann. Í upphafi átti Woods raunar
samúð heimsins. Hann hafði ekið á brunahana og tré í götunni
heima hjá sér og hlotið áverka. Eiginkona hans, Elin Nordegren,
dró hann hálfrænulausan út úr bílnum. Fjölmiðlar fundu þó
snemma fnyk af málinu? Hvers vegna slasaðist Woods svona mik-
ið? Áreksturinn var minniháttar. Hvað var hann að þvælast klukk-
an hálfþrjú að nóttu og hvers vegna var Nordegren á vettvangi með
golfkylfu?
Halda ber því til haga að atburðarásin þessa örlagaríku nótt er
afar óljós en kenningar um hjónaerjur hafa fengið byr undir báða
vængi. Woods hefur þó harðneitað því að Nordegren hafi valdið
honum áverkunum. Aldrei hafði borið skugga á hjónaband Woods
og Nordegren en eftir uppákomuna fóru sögusagnir um hjúskap-
arbrot kylfingsins eins og eldur í sinu um heimsbyggðina. Er hann
nú grunaður um að hafa haldið framhjá spúsu sinni, ekki bara með
einni konu heldur þremur. Að minnsta kosti. Ein kvennanna, Jai-
mee Grubbs, hefur raunar stigið fram fyrir skjöldu og upplýst að
hún hafi haldið við Woods í hálft þriðja ár. Sambandinu á að hafa
lokið í október síðastliðnum. Hinar tvær, Kalika Moquin og Rachel
Uchitel, hafa ekki gengist við ódæðinu og sú síðarnefnda raunar
vísað öllum ásökunum til föðurhúsanna.
Hefði átt að „stíga inn í fréttina“
Sjálfur birti Woods yfirlýsingu á heimasíðu sinni sl. fimmtudag þar
sem hann viðurkenndi að hafa brugðist fjölskyldu sinni og kvaðst
iðrast mistaka sinna inn að hjartarótum. Bað hann um tilfinn-
ingalegt svigrúm til að græða sárin með sínum nánustu.
Ímyndarfræðingar eru á því að þarna hafi Woods skriplað á sköt-
unni. Í stað þess að klóra yfir slóð sína af veikum mætti hefði hann
átt að „stíga inn í fréttina“ af fullum þunga og játa á sig framhjá-
hald í svo mörgum orðum. Þannig hefði hann afvopnað fjölmiðlana
í eitt skipti fyrir öll – og slökkt bálið. Almannatengillinn Gene Gra-
bowski bendir Woods á að taka sér spéfuglinn David Letterman til
fyrirmyndar. Þegar sögur um framhjáhald hans gengu fjöllunum
hærra fyrr á þessu ári játaði hann syndir sínar opinberlega – og
gerði jafnvel góðlátlegt grín að sjálfum sér. Þannig kom hann á
augabragði í veg fyrir að einkalíf hans tröllriði fjölmiðlum, einkum
gulu pressunni, svo vikum og mánuðum skipti. „Alþýðan fyr-
irgefur margt en frábiður sér yfirhylmingar,“ segir Grabowski í
samtali við AP-fréttastofuna.
Annað gott dæmi er körfuboltamaðurinn Kobe Bryant. Þegar
kona nokkur bar honum kynferðislega misnotkun á brýn um árið
steig hann tárvotur fram og viðurkenndi hórdóm. Bryant gekkst
hins vegar ekki við ásökunum konunnar um valdbeitingu og málið
dagaði uppi. Í dag er það gleymt og grafið, alltént er keppnistreyja
með nafni og númeri Bryants sú söluhæsta í heiminum.
George Merlis, sem starfar sem ráðgjafi fyrir fræga fólkið vestra,
tekur í sama streng og Grabowski. „Ég ráðlegg fólki alltaf að koma
hreint fram og slá á vangaveltur með staðreyndum. Vangaveltur
hafa nefnilega þann leiða vana að breytast með tímanum í stað-
reyndir,“ segir hann í samtali við AP.
Tiger Woods er undir feldi. Augu alheimsins hvíla á húninum,
eins og í Höfða forðum. Hans er valið. Mun hann gangast við
breyskleika sínum eða leyfa heimili og orðspori að brenna upp til
agna?
Tígur
hnígur
Tiger Woods
með kusk á
hvítflibbanum
Hjónakornin Elin Nordegren og Tiger Woods á góðri stundu. Þau hafa beðið um næði til að greiða úr sínum málum.
ReutersVikuspegill
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Cadillac Escalade-bifreið Woods þarf á viðhaldi að halda.
Rachel Uchitel Jamiee Grubbs
Kalika Moquin
Alþýðan
fyrirgefur
margt en
frábiður sér
yfirhylm-
ingar.
Svo sem nafnið gefur til kynna er
Elin Nordegren sænsk í húð og
hár. Fædd í Stokkhólmi á nýárs-
dag 1980. Foreldrar hennar eru
stjórnmálamaðurinn Barbro Holm-
berg, sem var ráðherra í rík-
isstjórn Svíþjóðar á árunum
2003-06, og útvarpsmaðurinn
Thomas Nordegren.
Elin Nordegren gat sér ung orð
sem fyrirsæta í heimalandinu en
hélt ásamt tvíburasystur sinni,
Josefin, sem au pair til Bandaríkj-
anna árið 2001. Gættu systurnar
bús og barna sænska kylfingsins
Jespers Parneviks sem kynnti El-
inu fyrir Tiger Woods. Ef marka
má ummæli hans í fjölmiðlum í
vikunni iðrast hann nú þeirra
gjörða sinna.
Nordegren og Woods gengu í
heilagt hjónaband á Barbados fyr-
ir rúmum fimm árum. Frumburður
þeirra, dóttirin Sam Alexis, kom í
heiminn sumarið 2007, og son-
urinn Charlie Axel kom til skjal-
anna í febrúar á þessu ári.
Árið 2006 birti írska blaðið The
Dubliner nektarmyndir sem áttu
að vera af Nordegren en reyndust
vera af allt annarri konu. Hún
höfðaði mál á hendur blaðinu og
fór með sigur af hólmi.
Ráðherradóttir
frá Svíþjóð
SNILLDARJÓLAGJÖF
HLEÐSLUTÆKI
15% jólaafsláttur
af þessum frábæru tækjunum
12V 3,6A 12V 0,8A
12V 4A
Nýtt