SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Blaðsíða 38
38 6. desember 2009 Friðrik Pálsson, eigandi Hótels Rangár, í Afríku. Kofastemningin er allsráðandi. Húsgögnin frá Simbabve. P hileas gamli Fogg þótti frækinn að ferðast umhverfis jörðina á áttatíu dögum. Ekki þótti okkur Ragnari Axelssyni ljósmyndara það merkilegt afrek í vikunni þegar við stungum við stafni í öllum heimsálfunum sjö – á nokkrum mínútum. Nú halda les- endur sjálfsagt að ég sé endanlega geng- inn af göflunum. Svo er ekki. Þetta er í raun og veru hægt – þannig lagað séð. Menn þurfa bara að renna austur á Hótel Rangá, þar hafa nefnilega verið teknar í notkun sjö nýjar svítur sem eru, eins og lesendum býður væntanlega í grun, helg- aðar heimsálfunum. Þessi frumlega hug- mynd er runnin undan rifjum Björns Er- ikssonar hótelstjóra en þá Friðrik Pálsson, eiganda hótelsins, langaði að innrétta nýju svíturnar samkvæmt til- teknu þema. „Þegar fyrir lá að svíturnar yrðu sjö fór ég að velta tölunni fyrir mér. Ég hugsaði meðal annars um vikudagana og syndirnar sjö. Það hefði orðið athygl- isvert þema,“ segir Björn og hlær. Snemma datt hann þó niður á heims- álfurnar. „Ég vildi hafa svíturnar per- sónulegar og einstakar. Hvað er þá betra en að tileinka þær heimsálfunum? Þemað greip mig strax og á tveimur andvöku- nóttum tókst mér að útfæra hugmyndina í megindráttum og sannfæra Friðrik um ágæti hennar,“ segir Björn sem er sigldur maður, hefur komið til 82 landa og allra heimsálfa nema Suðurskautslandsins. „Ætli ég hafi ekki varið upp undir þriðjungi ævi minnar á hótelherbergjum og hef því ágætan samanburð. Ég hellti mér bara út í þetta,“ segir Björn sem þáði ráðgjöf víða að, m.a. frá ungum banda- rískum hönnuði, Olgu Rei, sem unnið hefur fyrir hið nafnkunna tímarit Vogue. Friðrik og smiðirnir sem unnu verkið létu heldur ekki sitt eftir liggja. Engar teikn- ingar eru til af svítunum, en ákvarðanir um útfærslur voru oftar en ekki teknar í kaffitímum og á stuttum verkfundum. Blærinn var Birni hugleikinn og ákvað hann því að nota einvörðungu efni sem kæmi frá viðkomandi heimsálfu. Þar kom netið í góðar þarfir. Allt var pantað gegn- um það. Björn tók heldur ekki það sem hendi var næst en hann fór gaumgæfilega gegnum hundruð hluta áður en hann valdi þá réttu. „Smám saman gekk þetta upp. Við erum raunar ennþá að nostra við smáatriði, núna er ég að rita sögu hvers herbergis fyrir sig og finna viðeigandi tónlist. Hugmyndin er að fólk fái tónlist- ina í æð þegar það gengur yfir þröskuld- inn. Það ætti að fullkomna upplifunina.“ Eiffelturn Íslands Þeir Rangármenn hafa leitað álits víða og meðal annars fengið nokkra erlenda sendiherra í heimsókn. Björn segir þá undantekningarlaust hafa verið hrifna af svítunum. „Raunar eru viðtökur á einn veg. Enginn gestur hefur kvartað ennþá og yfirleitt er fólk himinlifandi. Talar jafnvel um að koma fljótlega aftur og gista í nýrri heimsálfu. Einn gestur gekk svo langt að kalla svíturnar Eiffelturn Íslands. Hástemmdara verður hólið varla,“ segir Björn. Sem stendur eru heimsálfusvíturnar aðeins sex, Evrópa er eftir. Björn og Frið- rik halda að sér spilunum þegar hana ber á góma en upplýsa að þemað verði ís- lenskt. „Reyndar er svítan reykvísk eins og er,“ segir Björn glottandi. „Fokheld.“ Þeir félagar segja verkefnið hafa verið gríðarlega skemmtilegt en kostað mikla vinnu. Og því lauk á heppilegum tíma – „fimm mínútum fyrir hrun“. „Við vorum að panta húsgögn og aðra hluti í gríð og erg síðari hluta ársins 2007 og fram á sumarið 2008 en kláruðum svíturnar rétt áður en kreppan skall á. Við vorum stál- heppnir.“ Möguleikar í ferðaþjónustu Hótel Rangá er fjögurra stjörnu lúx- ushótel, staðsett mitt á milli Hellu og Hvolsvallar. Útsýni frá hótelinu er fagurt, Hekla blasir við til norðurs, síðan er fjallahringurinn til austurs og norðaust- urs, í suðaustri trónir svo Eyjafjallajökull og Vestmannaeyjar í suðri. Hótelið hóf starfsemi sína fyrir tíu árum en hefur verið byggt í sex áföngum. Þar er nú 51 herbergi. Friðrik Pálsson segir hótelrekstur eiga ágætlega við sig enda þótt hann hafi „dottið inn í þetta fyrir hálfgerða til- viljun“. Hann lítur á ferðaþjónustu sem vaxtarbrodd í íslensku atvinnulífi. Frið- rik starfaði lengi í sjávarútvegi og segir margt líkt með þeirri atvinnugrein fyrir þrjátíu til fjörutíu árum og ferðaþjónust- unni nú. „Ferðaþjónustan er ung at- vinnugrein á Íslandi og að mínu viti hugsa menn ennþá óþarflega mikið um mikla fjölgun ferðamanna í stað þess að leggja meiri áherslu á eðlilegan fjölda og að bjóða upp á stöðugt aukna þjónustu og gæði sem fólk er tilbúið að borga fyrir. Ís- lensk ferðaþjónusta á að geta haft góðar tekjur án þess að hvolfa yfir sig ferða- mönnum, við þurfum að vanda okkur,“ segir hann. Að dómi Friðriks ræður grunngerðin á helstu ferðamannastöðum landsins ekki við fleiri gesti á stuttu sumri. Nefnir hann í því sambandi Gullfoss, Geysi, Þingvelli og Landmannalaugar. „Við verðum að bjóða upp á fleiri kosti. Eftir kynni mín af ferðamönnum undanfarin sex ár stendur eitt orð upp úr: Víðerni. Mikill meirihluti erlendra gesta kemur hingað til að sleppa við biðraðirnar og kraðakið sem ein- kennir heimkynni þeirra. Þeir vilja fara sinna ferða, frjálsir og óháðir.“ Að dómi Friðriks er landið okkar stöð- ugt að verða áhugaverðari kostur fyrir erlenda ferðamenn. „Ísland er gimsteinn sem ótrúlega fáir vita um. Við munum aldrei hafa bolmagn til að auglýsa á stærstu sjónvarpsstöðvum heims eins og ýmsar aðrar þjóðir, en á netinu getum við unnið stórvirki og svo verðum við að geta stólað á orðsporið til að „selja“ landið. Besta auglýsingin sem við getum fengið er að þeir sem héðan fara séu ánægðir með dvölina.“ Þessi pæling tengist gæðahugsun órofa böndum. „Íslendingar eru ennþá hræddir við verðlagninguna. Það er að mínu viti misskilningur, Ísland á að vera dýrt land. Framtíð íslenskrar ferðaþjónustu hverfist um gæði og þjónustu. Eftir því fylgir verðið. Margir ferðamenn greiða fúslega fyrir gæði.“ Friðrik er afar ánægður með staðsetn- ingu Hótels Rangár. Það sé hæfilega langt frá flugvelli en um leið finnist fólki það vera statt úti í sveit. „Flestir sem sækja okkur heim eru hingað komnir náttúr- unnar vegna.“ Friðrik rekur einnig hálendismiðstöð- ina Hrauneyjar sem oft er nefnd „Dyrnar að hálendi Íslands“ enda við eitt fjöl- breytilegasta og eldvirkasta hérað lands- ins. Hann segir miðstöðina njóta vaxandi vinsælda en stutt er að fara í dagsferðir og skoða margar af helstu náttúruperlum hálendisins. Þar er líka lúxushótelið Hót- el Háland. Óþrjótandi afþreying Erlendir gestir sækja Ísland sjaldnast heim til að sitja heima á hóteli og Friðrik segir Hótel Rangá búa svo vel að afþrey- Umhverfis jörðina á nokkrum mínútum Hótel Rangá hefur tekið í notkun nýjar svítur sem helgaðar eru heimsálfunum. Verkefnið einkennd- ist af metnaði en allt innviði var sótt til viðkomandi heimsálfu og nostrað við hvert smáatriði. Markmiðið var að hafa svíturnar einstakar. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Ljósmyndir: Ragnar Axelsson rax@mbl.is Suðurskautið er vitaskuld kuldalegalegasta svítan. Ferðalög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.