SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Blaðsíða 45

SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Blaðsíða 45
6. desember 2009 45 Leikhúsin í landinu www.mbl.is/leikhus Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F Sunnudagur Sigurður Svavarsson lýsir eftir góðu íslensku samheiti yfir non- fiction bækur. Á Norðurlönd- unum er stundum talað um fakta-bækur, en hér á landi er vandræðast með „fræði og bækur almenns efnis“. Það hljóta að leynast drjúgir nýyrða- smiðir í hópi fésbókarvina. Mánudagur Illugi Jökulsson Trésmiðjunni hefur verið lokað, í bili að minnsta kosti. Þriðjudagur Unnur Þóra Jökulsdóttir Trefill kanína er kominn inn úr kuld- anum og í búrið. Hann er búinn að borða 2 gulrætur, eina snakkgúrku og eina brauðsneið. Nú kúrir hann bara sallarólegur og ánægður með lífð. Er það svona sem kanínur vilja eyða ævinni? Miðvikudagur Hrafn Jökulsson Jæja, þá er raf- magnið farið af í Trékyllisvík. Og þar með hitinn. Vindurinn ýlfrar. Þá er bara að bíða þess að batt- eríið í tölvunni lognist út af. Nú vantar bara ísbjörn. Eða draug. Björn Ingi Hrafnsson Húsið sem langalangafi minn, Hákarla- Jörundur, bjó í ásamt fjölskyldu sinni í Hrísey hefur nú verið gert upp. Ljóst að maður verður að kíkja til Hríseyjar næsta sumar á slóðir forfeðranna... pebl@mbl.is Fésbók vikunnar flett F abio Lanzoni fæddist í Mílanó á Ítalíu árið 1959. Hann ákvað snemma að gerast fyr- irsæta og hefur hans helsta að- alsmerki í gegnum tíðina verið kraftalegur líkamsvöxtur og síð- ir, ljósir lokkar. Fabio steig sín fyrstu skref í módelbransanum á Ítalíu en flutti fljótlega til New York, tók þátt í tískusýningum og lék í auglýsingum, m.a. fyrir Gap. Árið 1987 sló hann rækilega í gegn þegar hann birtist framan á kápu ástarsögunnar Logandi hjörtu og eftir það varð ekki aftur snúið – næstu árin prýddi Fabio óteljandi forsíður ástarsagna, yf- irleitt hálfnakinn og með síða hárið flaksandi í vindinum. Fabio ákvað hinsvegar að leggja módelskóna á hilluna árið 1991 og hélt þess í stað til Holly- wood í von um að verða næsti Stallone eða Schwarzenegger. Það gekk ekki eftir svo í staðinn ákvað hann að spreyta sig á því sem hafði gert hann frægan – ástarsögum – nema nú ætlaði hann að skrifa þær. Fabio fórst það vel úr hendi og varð sölu- hæsti karlkyns ástarsagnahöf- undurinn sem skrifaði ekki undir dulnefni. Í kjölfarið gaf hann út geisladisk þar sem hann las upp ástarheilræði með djúpri, seið- andi röddu, kom fram í sjón- varpi, t.d. sápunni The Bold and the Beautiful, sat fyrir á dagatöl- um og lék í rakspíra- og smjör- líkisauglýsingum. Fabio komst svo í fréttirnar ár- ið 1999 fyrir óheppilegt atvik. Honum var boðið í fyrstu ferðina í nýjum rússíbana í skemmti- garði nokkrum en ekki vildi bet- ur en svo að hann fékk gæs á flugi í andlitið. Fabio slapp með blóðnasir en gæsin drapst. Eftir atvikið lét umboðsmaður Fabios hafa eftir sér: „Ímyndið ykkur hvað hefði gerst hefði hann verið með munninn opinn!“ Fabio stofnaði fyrirtæki sem sérhæfir sig í að framleiða teikni- myndir og hannaði kvenfatalínu sem var seld í verslunum Wal Mart í Bandaríkjunum. Hann hefur ekki dregið sig alfarið úr sviðsljósinu, hefur t.a.m. leikið lítil hlutverk í myndunum Dude, where’s my car?, Zoolander og Bubble Boy, komið fram í þátt- unum America’s Next Top Model og Extreme Makeover Home Edition og stýrt þættinum Mr. Romance þar sem leitað var að næsta Fabio. Fabio er enn á lausu en er að leita að réttu konunni. ylfa@mbl.is Hvað varð um ... Fabio? Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is Stormar og styrjaldir - Sturlunga Einars Kárasonar (Söguloftið) Lau 9/1 kl. 17:00 Fös 22/1 kl. 20:00 Sun 31/1 kl. 16:00 Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson (Söguloftið - sýningum lýkur í vor) Fös 11/12 kl. 20:00 leikari benedikt erlingsson Mán28/12 kl. 20:00 Ö Tvær Grímur 2007 - Besti leikari - Besta handritið BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Sun 6/12 kl. 16:00 Lau 12/12 kl. 20:00 Tvær Grímur 2008 - Besta leikkonan - Besta handritið Uppáhald jólasveinanna (Hvíta sal og skála) Sun 13/12 kl. 12:00 U Sun 20/12 kl. 12:00 Pönnukakan hennar Grýlu eftir Bernd Ogrodnik (Söguloftið) Sun 13/12 kl. 14:00 U uppáhald jólasveinanna kl 12 Sun 20/12 kl. 14:00 uppáhald jólasveinanna kl 12:00 Brúðarræninginn (Söguloftið) Fös 15/1 kl. 21:00 U Íslenska óperan 511 4200 | midasala@opera.is Ástardrykkurinn Fös 15/1 kl. 20:00 Gjafakort á Ástardrykkinn - tilvalin jólagjöf! Jólahádegistónleikar Óp-hópsins með Gissuri Páli Gissuarsyni Þri 15/12 kl. 12:15 "Besti skyndibitinn í bænum!" - Birna Þórðardóttir, RÚV Hellisbúinn Fös 11/12 ný aukas. kl. 19:00 Vinsælasti einleikur allra tíma! Hafnarfjarðarleikhúsið 555 2222 | theater@vortex.is Ævintýriðum Augastein (Hafnarfjarðarleikhúsið) Sun 13/12 kl. 12:00 U Sun 13/12 kl. 14:00 Ö Sun 13/12 kl. 16:00 Ö Eingöngu í desember Næstu sýningar sjá á heimasíðu Borgarleikhússins www.borgarleikhus.is 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is HHHHH JVJ, DV „Ástarþökk fyrir ógleymanlegt kvöld“ SA, TMM „Ég skora á fólk að fara í leikhúsið og sjá Jesú litla - kynna sér guðfræði trúðsins og máta við sína.“ GB, Mbl MARÍUHÆNAN Dansleikhús frá Noregi fyrir allra yngstu leikhúsgestina - frá 9 mánaða til 4ra ára AUKA SÝNIN GAR KOMN AR Í S ÖLU! Sýnt aðeins þessa helgi! Laugardag kl. 13:30 Laugardag kl. 15:00 Ö Sunnudag kl. 13:30 Sunnudag kl. 15:00 U Laddi eftir Charles Dickens 6. desember kl. 14 & 17 Örfá sæti laus 13. desember kl. 14 Laus sæti 20. desember kl. 14 Laus sæti Miðaverð er 1.500 kr. Miðasala á midi.is SÍÐUSTU SÝN INGAR!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.