SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Blaðsíða 43

SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Blaðsíða 43
6. desember 2009 43 M argar ástæðar eru nefndar þegar rætt er um að Pre- cious: Based on the Novel „Push“ by Sapphire, nái inn á endastöðina á meðan kvikmynda- verðlaunavertíðin stendur yfir eftir ára- mótin. Fyrst og fremst er hinni hæfi- leikaríku Mo’Nique spáð velgengni í flokknum Besta leikkona í auka- hlutverki, en þessi „litla“ mynd hefur vakið feiknaathygli bæði jákvæða og neikvæða á þeim fáu vikum sem hún hefur verið í dreifingu í Vesturheimi. Efnið er harla óvenjulegt en hún fjallar um vandamál þeldökks undirmálsfólks í Harlem, þar sem táningurinn Precious (Gabourey „Gabby“ Sidibe), er fyr- irferðarmestur. Precious er ófrísk að öðru barni sínu og ólæs offitusjúklingur að auki. Hún er sýkt af alnæmi, lætur sig dreyma um að vera grönn, hvít stúlka sem á sætan hvítan kærasta. Óvænt fær hún boð um að setjast á skólabekk og nýtt tækifæri til að ná einhverjum tökum á lífinu. Sem sagt ekki hin dæmigerða, hvítþvegna að- alpersóna á nokkurn hátt heldur fórn- arlamb flests þess sem Draumaverk- smiðjan sniðgengur að öllu jöfnu. Precious var forsýnd á Sundance- hátíðinni fyrr á árinu og þá var mikið rætt um sterk atriði sem fékk áhorf- endur til að standa á öndinni og sama er uppi á teningnum núna, þegar myndin er komin í dreifingu. Það er einkum lykilatriði myndarinnar með aðalleikkonunum tveim, Sidibe og Mo’Nique í hlutverki mæðgnanna. Frammistaða þeirra var m.a. ástæða þess að dreifingaraðilar bitust um myndina, sem endaði í höndum Lions- gate. (Verður frumsýnd innan tíðar hérlendis, líklega á vegum Græna ljóss- ins.) Myndin er sögð óvenjulega skýlaust skrifuð með heilsteyptum og trúverð- ugum persónum sem gefi raunsæja inn- sýn í fjölskyldulíf almennings í fátækra- hverfi þeldökkra. Til viðbótar við offituna, þungunina og ólæsið á Precio- us við margt annað böl að stríða. Hún hefir mátt þola kynferðislega og tilfinn- ingalega misnotkun af foreldrunum, verið hornreka á jaðri þjóðfélagsins uns kemur að hinni nýju von sem vaknar þegar skólagangan hefst. Precious hefur talsvert verið borin saman við The Color Purple (’85), eftir Spielberg, með Ophru Winfrey. Í báðum myndunum margnauðga feður dætrum sínum; Báðar hafa myndirnar mátt þola gagnrýni fyrir að fara ómjúkum hönd- um um hegðun þeldökkra karla. Hvað dómharðastur er Armond White, for- maður Samtaka kvikmyndagagnrýnenda New York (the New York Film Critics Circle.) Hann segir myndina fulla af óskammfeilinni kynþáttamismunun, þjóðfélagslega „hrollvekju.“ (Í Precious, er m.a. atriði þar sem stúlkan stelur fjölskyldupakkningu af djúpsteiktum kjúklingabitum og úðar þeim öllum í sig.) Sannkölluð „klansman fantasy“, segir hann. Það er ekki óvanalegt að al- varlegir gagnrýnendur sniðgangi mynd- ir sem þeir telja að sýni of neikvæða hlið á blökkumönnum. Sagður stinga höfðinu í sandinn Þessar raddir eru í minnihluta, m.a. má lesa grein eftir Latoya Peterson, sem annast Racialcious.com, þar sem hann bloggar um krossgötur kynþátta og poppmenningar og telur White vera úti á þekju hvað snertir viðhorf hans til boðskapar Precious. Stingi höfðinu í sandinn. „Gagnrýni Whites er skrifuð með þá skoðun að leiðarljósi að það sé aðeins ein ásættanleg lýsing á lífi og kjörum þeldökkra, efnalítilla hópa. Hann fletur út lífsreynslu okkar hinna þeldökku og ber með því á móti mann- gæsku okkar.“ Svo mörg eru þau orð frú Peterson og ljóst að jafn eldfimt efni og Precious fjallar um er til þess fallið að valda deil- um. Það sem skiptir mestu máli er að myndin fjallar á hreinskilinn og trú- verðugan hátt um kröpp kjör þjóð- félagshóps sem örsjaldan birtist á hvíta tjaldinu. Auk Mo’Nique, sem leikur svarkinn, móður Precious, fara m.a. þeir ágætu söngvarar, Mariah Carey og Lenny Kravitz með stór hlutverk í þess- ari annarri mynd leikstjórans Lees Daniels (Shadowboxer ’05). Það var sannarlega tími til kominn að Banda- ríkjamenn skyggndust inn um sótugar rúður fátækrahverfa stórborga sinna þó að sannleikurinn sé ekki sagna bestur. Fjallað er á hreinskilinn og trúverðugan hátt um kröpp kjör þjóðfélagshóps sem örsjaldan birt- ist á hvíta tjaldinu. Mo’Nique er spáð velgengni í flokknum besta leikkona í aukahlutverki. Hin óvæga og eldfima Dýrmæt: Byggð á sögunni Push eftir Sapphire. Munið þennan óvenjulega titil því þjóð- félagsádeilu leikstjórans Lees Daniels er spáð velgengni á verðlaunahátíðum í vetur. Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is Föstudagur 11.12. kl. 24 Stöð 2 Tyrknesk/þýsk bíómynd frá 2007. Tyrkneskur maður fer til Istanbúl að finna dóttur fyrrver- andi kærustu pabba síns. Gestir RIFF þekkja þessa mynd að góðu einu undir nafninu Him- inbrúin og var hún valin ein besta mynd ársins 2007. Nýj- asta mynd Faith Akin er gagn- rýnin á trúarkreddur á borð við kvenfyrirlitningu sem að óbreyttu verður eilífur ásteytingarsteinn og þrándur í götu eðlilegra sam- skipta þjóða. Mikilvæg, ómiss- andi og fróðlegt innlegg í um- ræðuna.  saebjorn@heimsnet.is Fyrir handan – (Himinbrúin) (Auf der and- eren Seite) Sunnudagur 6.12. kl. 21.05. RÚV Ný, þýsk/frönsk sjónvarpsmynd sem vakið hefur mikla athygli og fengið góða dóma er saga Klars- feld-hjónanna: Serge, sem var franskur, og Beate, sem var þýsk. Þau koma lögum yfir stríðs- glæpamenn nasista, m.a. Klaus Barbie, Slátrarann frá Lyon, sem þau eltu til Suður-Ameríku og fengu framseldan eftir 12 ára bar- áttu við yfirvöld. Forvitnileg og mik- ilvæg. Leikstjóri: Laurent Jaoui. Aðalleikarar: Franka Potente, Yvan Attal og Hanns Zischler. Mannaveiðar – (La traque)Laugardagur 5.12. kl. 22.35. Stöð 2 Merk, sannsöguleg mynd um þeldökkan blökkupilt, Antwone Fisher, sem fæddist í fangelsi og ólst upp við afleit kjör. Síðar fór hann á sjóinn og þaðan í örygg- isvörslu og var jafnan á ystu nöf gagnvart umhverfinu. Seint og um síðir fékk hann stuðning og varð ljóst hversu miklar hremmingar hann mátti þola. Antwone hefur nú komið lagi á líf sitt og hefur skap- að sér nafn sem handritshöfundur í Hollywood. Vel gerð af Denzel Washington og með Derek Luke í titilhlutverkinu. Ein af myndum árs- ins 2002. Myndir vikunnar í sjónvarpi Antwone Fisher Kvikmyndir Nýr bæklingur! www.baendaferdir.is Sp ör eh f. s: 570 2790 A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.