SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Blaðsíða 50

SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Blaðsíða 50
50 6. desember 2009 Þ að er mikið gler í þessu húsi, sumum þótti það of mikið. Nær öll hliðin sem snýr í sólar- og út- sýnisátt er úr gleri,“ segir Manfreð Vilhjálmsson arkitekt. Hann tekur á móti blaðamanni á heimili sínu, Smiðshúsi á Álftanesi, en það teiknaði Man- freð og byggði fyrir sig og konu sína, Erlu Sigurjóns- dóttur, og börnin sem urðu fimm. Þetta er þekkt hús, stílhreint og fallegt, teiknað og byggt á árunum 1959 til 1962, í samvinnu við Guðmund Kr. Kristinsson, sem byggði sér áþekkt hús við hliðina. Helsta nýjungin á þeim tíma fólst í uppbyggingu húsanna en steypa var notuð í undirstöður, norðurhlutinn hlaðin úr gjall- og vik- ursteini, allt annað var úr léttum efnum. Útsýnið er glæsilegt af Álftanesinu þennan snjóbjarta dag í vikunni, sólstafir stingast niður í Keili. „Það er lítið um glugga á norðurhliðinni. Húsið er eins og hross í haga sem snýr afturendanum upp í vindinn,“ segir Manfreð og brosir. Hann útskýrir einfalt grunnplan hússins. Opið eldhús er fyrir miðju og til annarrar handar stofa og borðstofa og leikstofa fyrir börnin hinum megin. Að austanverðu eru barnaherbergin en að vestan hjóna- og bókaherbergi; við norðurvegginn eru snyrtingar og geymslur. „Ég var rétt rúmlega þrítugur þegar ég teiknaði þetta hús,“ segir Manfreð. Faðir minn, Vilhjálmur Jónsson, var smiður og hann byggði húsið með mér, og hafði gaman af þótt hann hafi ekki fengist við neitt þessu líkt áður. Hann var verklaginn og útsjónarsamur, og var ekkert að draga úr þessari „vitleysu“ í stráknum.“ – Dreymdi þig strax um að teikna þitt eigið hús? „Auðvitað dreymdi mig um það. Sumpart fyrir að þetta er tilraunahús. Okkur Guðmundi fannst að ef við ætl- uðum að gera tilraunir við húsahönnun ættum við að gera tilraun á okkur sjálfum,“ segir hann og kímir. „Nú búum við hjónin hér ein. Það fer vel um okkur, þetta er ekki of stórt; og hér viljum við vera meðan stætt er.“ Þetta voru vörður í sögu bensínstöðva hér Manfreð hefur á löngum starfsaldri teiknað margar merk- ar byggingar sem setja svip á umhverfi okkar. Hans stærsta og kunnasta verk er sjálfsagt Þjóðarbókhlaðan en meðal opinberra bygginga hans má nefna Árbæjarkirkju, Tjaldmiðstöðina í Laugardal, Kirkjugarðshúsið í Hafn- arfirði, Kröflustöð, Skálholtsskóla og Stórutjarnaskóla. Þá hefur hann teiknað rómuð einbýlishús; auk Smiðshúss má nefna hús Kristjáns Davíðssonar listmálara við Barða- vog og húsið að Mávanesi 4 í Garðabæ. Þau verk Manfreðs sem fyrst vöktu athygli voru bens- ín- og nestissölur Nestis í Fossvogi og við Elliðavog, frá árunum 1957 - 58, og síðar Veganesti á Akureyri. Þetta voru tímamótaverk í íslenskum arkitektúr vegna óhefð- bundins efnisvals og hins létta yfirbragðs. Manfreð segir að vissulega hafi þetta þótt nýmóðins byggingar og um þær var nokkuð fjallað í evrópskum fag- ritum. Nú hafa allar þessar bensínstöðvar verið rifnar. „Ég verð að viðurkenna að mér þykir nokkuð dapurlegt að það sé búið að rífa þetta. Ég veit ekki hvað á að líkja því við...“ Hann hristir höfuðið. „Kannski þarf að segja fólki að byggingar geti verið merkilegar.“ – Þessar byggingar stóðu of stutt. „Ég er sammála því. Það hefði verið fengur í því að láta þær standa áfram, ekki bara vegna þess að ég teiknaði þær. Þetta voru vörður í sögu bensínstöðva hér.“ Tenging húss við umhverfið er mikilvæg „Ég hef viðhaft þau sjónarmið að setja mig eins vel inn í hvert verkefni og ég hef getað,“ segir Manfreð. „Hvort sem á að teikna íbúðarhús, skóla eða brú. Maður verður að kynna sér vel um hvað er beðið. Það gerir starfið skemmtilegt og lifandi. Ég hef ekki teiknað mjög mörg einbýlishús en í þeim tilvikum verð ég eiginlega heimilisvinur. Ég vil kynnast fólkinu vel til að skynja viðhorf þess til hlutanna, á hverju það hefur áhuga. Það hjálpar mikið. Síðan reyni ég að fella teikningarnar að hugmyndum þess. Ég kynni mér þarfir fólksins, fjölda herbergja og slíkt, en síðan er það mitt að skrifa reseptið! Ég hef alltaf fundið fyrir miklu trausti fólksins sem ég teikna fyrir og það hefur skipt mig máli. Síðan ráða aðstæður á hverjum stað miklu um útkomuna. Sum einbýlishúsanna sem ég hef teiknað eru nokkuð lík, en önnur alls ekki. Tenging hvers húss við umhverfi sitt er mjög mikilvæg. Ég hef aldrei spurt fólk hvort það vilji byggja í ein- hverjum ákveðnum stíl. Í skóla var ég ekki alinn upp í neinni stíldýrkun. Nöfn á stílum koma oft til eftirá, og þá frá listfræðingum og fagmönnum á því sviði.“ Manfreð segist aldrei hafa gert mun á verkefnum út frá umfangi. „Mér finnast lítil verkefni ekkert síður skemmtileg en stór – og kannski eru þau litlu skemmtilegri því þau taka fyrr af! Þjóðarbókhlaðan tók til að mynda svo langan tíma í byggingu að það tók á. Maður reynir bara að halda sjó. Ég hef verið heppinn hvað það varðar að ég missi aldrei áhugann á verkefnum, þótt þau dragist. Í þessu fagi er þolinmæði dyggð.“ Byggingarlistin hefur verið nokkuð útundan Manfreð telur nokkuð skorta á fræðslu um byggingarlist hér landi, meðal annars í fjölmiðlum. Arkitektúr Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ég hef verið heppinn Manfreð Vilhjálmsson er einn kunnasti arkitekt þjóðarinnar og á dögunum kom út falleg bók þar sem fjallað er um feril hans. Í samtali segir hann að mikilvægt sé að benda fólki á það sem vel er gert, annars læri það ekki að meta gæði. Mávanes 4, Garðabæ, 1964 / 1985. Þetta er eitt kunnasta verk Manfreðs. Lítil skil eru milli íbúðar og garðs. Árbæjarkirkja, 1974-1985. Manfreð hannaði innréttingar í kirkjuskipinu. Veganesti á Akureyri, 1961. Bensín- og nestissala sem er nú horfin. Léttbyggð þjónustuskýli undir þakskyggni. Kirkjugarðshús, Hafnarfirði, 1976-1985. Kyrrlát bygging við kirkjugarð. Lesbók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.