SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Blaðsíða 42
42 6. desember 2009 H vað á fólk að gera í því svokallaða siðmenntaða samfélagi sem við búum í, þegar yfir hellist af ógnarþunga heiftarlegt greddukast? Kannski á versta tíma og á versta stað. Ef viðkomandi á maka getur hann vissulega hringt í hann og komið á skyndifundi. Eða reynt að halda í sér þar til hann hittir maka sinn seinna og þá svalað fýsnum sínum á honum. En hvað með hina einhleypu sem ekki geta gengið að ein- hverjum vísum í þessum efnum? Og hvað ef þetta gerist þar sem engin leið er að komast í burtu, til dæmis á fundi í vinnunni (flestir eyða jú lunganum úr deginum í vinnunni). Hvað skal þá til bragðs taka? Það er ekkert grín að vera staddur á grafalvarlegum fundi og geta með engu móti haldið einbeitingu vegna fýsnar sem bankar upp á af slíkum krafti að engin leið er að stoppa nema með einu móti: Svölun. Konur sem vegna aðstæðna þurfa að fela að þær eru í meira lagi eðlunarfúsar það augnablikið, eru betur settar en karlar að því leyti að það sést ekki svo glögglega utan á þeim. Þótt þær iði kannski í sætunum og frygðin skíni í gegnum fyrir- lestrasvipinn, þá er ekki hægt að herma það svo glatt upp á þær. En karlagreyin geta með engu móti þrætt fyrir holdris sem teygir buxur óeðlilega mikið út fyrir neðan beltisstað. Ég man eftir manni sem fór mjög reglulega á klósettið í vinnunni og hristi fram úronum, til þess eins að geta einbeitt sér í starfi, slíkur var þrýstingurinn sem stundum er kallaður BFG (brundfyllisgremja). BFG leggst á konur ekki síður en karla, þótt þær séu vissu- lega ekki með yfirfulla punga. BFG hjá konum mætti kannski kalla FÞ: Fyllingarþörf (þær verða að fáana fyllta). Þegar fyrirbærin BFG og FÞ fá ekki eðlilega útrás í mjög langan tíma samfleytt, getur það brotist út í mjög slæmri geðvonsku og viðbúið að illgjörn hvæs og hverslags hreyt- ingur berist frá þeim sem er illa haldinn. Allt getur farið upp í loft í næsta nágrenni við viðkomandi, hvort sem það er heima, í vinnunni eða á opinberri samkomu. Það er því bráðnauðsynlegt að finna lausn á því hvernig skal losa um losta sem læsir klóm í fólk og gerir það friðlaust og óstarfhæft. Það er full ástæða til að taka alvarlega þessa baráttu gegn dýrslegum hvötum, því hún getur verið harður slagur. Séð hef ég konu gnísta tönnum og ríghalda sér í skrif- borðsbrún í baráttu sinni við löngun til að skella sér klofvega á vinnufélaga sinn í næsta bás. Viðurkennd siðferðileg viðmið samþykkja því miður ekki að gripið sé til næsta vinnufélaga sem er í kallfæri og biðja hann vinsamlegast um að koma af- síðis um stundarsakir svo hægt sé að létta aðeins á þörfinni. Eða hnippa í girnilegan sessunaut á siðprúðri samkomu og misnota hann í rúmlega eitt sjóðheitt augnablik. En þótt okkur leyfist ekki að vera þau dýr sem okkur lang- ar stundum mest til að vera, þá mætti kannski nota eitthvert kerfi til að fá það fólk til að rata saman sem hefur sameig- inlegar langanir á sömu stundu. Þannig mætti spara tíma, því sumt þolir alls enga bið. Mér skilst að samkynhneigðir einhleypir karlar í útlandinu hafi komið sér upp einhvers konar GPS-tæki, sem geri það að verkum að hægt er að fá upplýsingar um staðsetningu á manni sem er á lausu og með standpínu á sama tíma og mað- ur sjálfur. Fólk slær þá inn helstu upplýsingar um sjálft sig og á hvaða sviðum langanir og áhugamál liggja. Ef þetta passar vel við einhvern í gagnagrunninum, þá birtast upplýsingar á skjánum: Á ákveðnum stað er maður sem passar við þig og langar það sama og þig núna. Hvílík blessun væri svona tæki fyrir alla einhleypa, af báðum kynjum. Í bráða-greddukasti væri hægt að hleypa klárnum strax og vinnufriður kæmist á. Standpínu- staðsetningar- tæki Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is Gatan mín T inna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson fluttu í húsið sitt á Grettisgötunni árið 1981 ásamt tveimur ungum sonum sínum. „Húsið er reisulegt í grunninn, burð- arstoðirnar voru fluttar inn tilsniðnar frá Noregi árið 1903, og húsið reist á hlöðnum grunni, en á þeim tíma voru lóðir við Grettisgötu og Njálsgötu að byggjast upp.“ Lengst af bjuggu í húsinu tvær fjöl- skyldur og á þriðja og fjórða áratug síð- ustu aldar, eða í „kreppunni“, voru þar heimilisfastir allt að tuttugu manns. Síðar þjónaði húsið ýmsum tilgangi, þar hafði Skógrækt ríkisins sínar fyrstu skrifstofur, þar var um tíma lyfjafyrirtæki og lög- fræðistofa, svo eitthvað sé nefnt. „Þegar við keyptum húsið hafði það verið sam- býli skólafólks eða einskonar „kommúna“ um tíma og var eiginlega komið í nið- urníðslu. Við réðumst þó aðeins í minni- háttar viðgerðir til að byrja með, en eftir að hafa búið í húsinu í fimm ár ákváðum við að ráðast í gagngerar endurbætur,“ segir Tinna. „Við lögðum talsvert upp úr því að láta gamla stílinn halda sér en rifum þó frá húsinu gamla „bíslagið“ og byggðum nýja forstofu og nýj- an stiga milli hæða, auk þess sem við endurnýj- uðum allt járn og ýmist tréverk. Atgangurinn var svo mikill þegar aðgerðir hófust undir stjórn Egils og föður hans Ólafs, að ég opnaði beinlínis út í him- inblámann, þegar ég ætlaði að koma mér niður af efri hæðinni þennan morgun, stigahúsið, stiginn og allt sem honum fylgdi var horfið eða orðið að spýtnabraki.“ Tinna segir að þau hafi búist við að þau þyrftu ekki að flytja út nema í örfáar vikur en þetta hlóð utan á sig, eins og vill verða þegar gert er við gömul hús. „Við bjuggum í sjö mánuði hjá foreldrum Egils, áður en við gátum flutt inn í húsið aftur.“ Hún segir að það sem hafi heillað þau við eignina var stað- setningin og möguleikarnir sem fólust í húsinu og lóðinni. Lóðin sé talsvert stór með skjólgóðum suð- urgarði og 80 fm bakhúsi. „Garðurinn heillaði, þó hann væri í mikilli órækt og Egill sá möguleika á að breyta bakhúsinu í stúdíó sem gekk síðar undir nafninu Grettisgat. Þar hafa bæði Þursaflokkurinn og Stuðmenn tekið upp tónlist og raunar ýmsir fleiri. Þarna tók Björk Guðmundsdóttir t.d. upp sína fyrstu plötu.“ Hún segir götuna rótgróna og flest húsin séu frá næstsíðustu aldamótum en mörg þeirra hafi verið gerð upp og lagfærð á umliðnum áratugum og séu til mikillar prýði, þó innan um séu bastarðar, sem brjóti upp samræmið. Á móti húsinu var leikvöllur þegar þau fluttu inn, raunar fyrsti leikvöllurinn í Reykjavík og við hliðina á húsin var bílasala. Þegar bílasalan hætti var leikvöllurinn fluttur yfir götuna og þjónar nú sem leikskólinn Njálsborg. Lóðinni á móti var hinsvegar breytt í bílastæði. „Þarna var áður knattspyrnuvöllur þar sem strákarnir í hverfinu léku knattspyrnu. Félagið hét Grettir og strákarnir í Gretti fengu að sögn stund- um að halda böll á efri hæð hússins okkar við harmonikkuundirleik, í herbergi sem er ca 30 fm að stærð, og varð herbergi sona okkar eftir að við fluttum inn,“ segir Tinna og bætir við að í krepp- unni hafi það þótt fullgóður samkomusalur. Tinna viðurkennir að búsetu í miðbænum fylgi gjarnan ónæði um helgar. „Það er oft talsverður hávaði og fólk rífst hástöfum út á götu þegar það kemur af börunum. Fólk virðist mjög ómeðvitað um að það er í íbúðahverfi þegar það kemur í miðbæinn til að skemmta sér. Það öskrar, brýtur flöskur eða ælir jafnvel í húsasundum. Þetta er auð- vitað ómenning, en við umberum þetta þar sem kostirnir við að búa í hjarta borgarinnar vega þetta upp. Dags daglega er Grettisgatan friðsæl gata, með góðum grönnum og í þægilegri nálægð við mann- lífið í miðbænum. Börnunum okkar fannst líka gott að alast upp við Grettisgötuna. Það var stutt í skóla og ýmsar stofnanir og þjónustu, garðurinn okkar var ágætis leiksvæði, auk þess sem þau nutu þess að leikvöllurinn á næstu lóð var aðgengilegur börnum í hverfinu á kvöldin, um helgar og í sumarleyfum og þau nýttu sér það óspart.“ ylfa@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Ball í barnaherberginu GRETTISGATA Hver fisgata Laugavegur Lindargata Veghúsastígur Skólavörðustígur Kl ap pa rs tíg ur In gó lfs st ræ ti 1 Þjóðleikhúsið Hverfisgötu 19 2 Grái kötturinn Hverfisgötu 16a 3Mokka kaffi Skólavörðustíg 3a 1 2 3 4 Uppáhaldsstaðir Tinnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.