SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Blaðsíða 15
6. desember 2009 15
hafa sjónskertan nemanda í tímum. Þeir höfðu allt á
hornum sér sem var algjör óþarfi þar sem ég hafði
komið mér upp námstækni sem virkaði ágætlega. Skól-
inn gaf mér eiginlega aldrei séns og ég hætti eftir árið.“
Sjóninni hefur hrakað
Sveinn segir sjóninni hafa hrakað með aldrinum. Hann
hefur aldrei getað tekið bílpróf en er duglegur að
ferðast á tveimur jafnfljótum eða með strætó. Þá nýtir
hann sér leigubílaþjónustu fyrir blinda og sjónskerta.
„Það er mjög gott að hafa aðgang að þeirri þjónustu. Ég
hef takmarkaða trú á blindrahundum í svona litlu sam-
félagi, þurfi ég að fara langa leið hringi ég bara á leigu-
bíl. Sú þjónusta er niðurgreidd af hinu opinbera. Ég
held að vinir mínir hjá Hreyfli móðgist ekkert þótt ég
segi að þeir séu besti blindrahundurinn,“ segir Sveinn
sposkur.
Hann gengur mikið með Trýnu sína og enda þótt hún
sé ekki þjálfuð fyrir sjónskerta segir Sveinn hana hjálpa
sér að rata heim, einkum þegar farið er að skyggja. „Ég
sé sama og ekkert í myrkri.“
Ég sit á að giska hálfan annan metra frá Sveini í stof-
unni og spyr hvort hann sjái mig. „Já, ég geri það. Samt
ekki betur en svo að þú gætir hæglega ullað framan í
mig án þess að ég fattaði það,“ svarar hann og hlær.
Sveinn gengur í öll helstu verk. „Ég kaupi í matinn
og mun halda því áfram meðan ég kem ekki heim með
þvottaefni í staðinn fyrir seríós. Ég skúra líka gólfin en
er hættur að geta þvegið þvott. Við fengum okkur nýja
þvottavél og ég sé ekki nægilega vel til að læra á hana.
Það kemur ekki að sök, það sér bara einhver annar um
þvottinn.“
Hann hlær dátt.
Óttast ekki neitt
Sjóndepran háir ekki Sveini þegar hann skrifar nótur en
hann útilokar ekki að það geti gerst þegar fram líði
stundir. „Enginn veit hvernig þetta kemur til með að
þróast. Þegar ég var yngri var mér sagt að sjónin myndi
ekki versna meira. Annað hefur komið á daginn. Það
skyldi þó aldrei fara svo að ég gæti ekki skrifað tónlist.“
Spurður hvort hann óttist það svarar Sveinn án þess
að hika: „Ég óttast ekki neitt. Það er mannskemmandi
að lifa í ótta. Satt best að segja velti ég þessu ekki fyrir
mér.“
Sveinn kveðst ekki sjá eftir því að hafa hætt í fjöl-
braut á sínum tíma, tónlistin átti þegar hug hans allan.
„Ég fékk snemma mikinn áhuga á tónlist. Það var hins
vegar dýrt að senda barn í tónlistarskóla á þessum tíma
þannig ég byrjaði á því að mennta mig sjálfur í tón-
fræðum. Allir nemendur í Breiðagerðisskóla fengu að
læra á hljóðfæri nema þeir sem voru í tossabekkjunum.
Það þótti mér mikið óréttlæti,“ segir Sveinn og minnist
þess að hafa kennt vinkonu sinni að halda á fiðlu. „Hún
hafði ekki hugmynd um hvernig hún ætti að bera sig að
en ég hafði kynnt mér það í þaula.“
Svo sem tíðkaðist fór Sveinn ungur að vinna á sumrin
og þegar hann var þrettán ára notaði hann spariféð sitt
til að hefja tónlistarnám, fyrst í Tónlistarskólanum í
Reykjavík og síðan Tónlistarskóla Sigursveins D. Krist-
inssonar. Hann byrjaði að læra á píanó en skipti fljót-
lega yfir í klassískan gítar. Ástæðan var einföld, Sveinn
hafði ekki efni á öðru hljóðfæri.
Lagði gítarinn á hilluna
Um tvítugt hélt hann utan til Kaupmannahafnar í gít-
arnám og var þar um tveggja ára skeið. Er leið á námið
var nemendum skipt í tvo hópa eftir áhugasviði, annars
vegar þá sem þóttu efni í gítarkennara og hins vegar þá
sem þóttu efni í einleikara. „Ég var í seinni hópnum og
þurfti fyrir vikið að spila og æfa mig gríðarlega mikið,
allt að níu tíma á dag. Sannleikurinn er hins vegar sá að
gítarinn átti aldrei sérstaklega vel við mig og þarna
gerði ég mér endanlega grein fyrir því að mig langaði
ekki að verða gítarleikari. Ætli aðalskýringin hafi ekki
verið sú að það er ekki til nægilega mikið af góðri tón-
list fyrir gítar. Margt af því er vissulega hljómfagurt en
ofboðslega léttvægt. Ég prófaði um tíma að spila á lútu
en það átti ekki heldur við mig. Ég lagði því hljóðfærin
á hilluna og ákvað að fylgja hjartanu – gerast tónskáld.“
Sveinn sneri heim og hóf tónsmíðanám hjá Atla
Heimi Sveinssyni við Tónlistarskólann í Reykjavík.
Hann kveðst hafa verið „óreglulegur nemandi“, eins og
ævinlega, og Atli Heimir og Jón Nordal hafi þurft að
beita skrifstofu skólans fortölum til að halda honum á
skrá. „Það hentaði mér betur að gera þetta á mínum
forsendum en skólans. Skólar eru fínir fyrir fólk sem
hefur lítinn aga en ég þarf ekki nauðsynlega á þeim að
halda. Ég hef enga þörf fyrir að veifa prófgráðum fram-
an í fólk. Ég vil bara skapa.“
Hafandi sagt þetta leggur Sveinn áherslu á, að hann
hafi farið gegnum allt þjálfunarferlið.
Þolinmæði og agi
Hann segir tónsmíðar eiga ákaflega vel við sig. Þær séu
skemmtileg blanda af sköpun, grúski og jarðbundinni
þjálfun. „Tónskáld þarf að búa yfir mikilli þolinmæði og
aga.“
Hann kenndi um tveggja ára skeið í Húnavatnssýslu
og stundaði um elið mikið sjálfsnám. „Það var
skemmtilegur tími en hugurinn leitaði út. Ég sótti því
um meistaranám við Konunglegu akademíuna í Lund-
únum. Mér skilst að 1.500 manns hafi sótt um tvö laus
pláss, allt kolbrjálað lið, næpuhvítt í framan,“ segir
hann og brosir, „og ég fékk annað plássið. Það stóð hins
Morgunblaðið/Ómar
Sveinn Lúðvík Björnsson tónskáld í stofunni
heima í Grafarvoginum. Ofan á píanóinu er
mynd af systur hans sem fórst. Grammófón-
inn góða fékk Sveinn í antíkbúð á Spáni.
Ég kaupi í matinn og
mun halda því áfram
meðan ég kem ekki
heim með þvottaefni í staðinn
fyrir seríós.