SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Blaðsíða 32

SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Blaðsíða 32
32 6. desember 2009 F yrir tveimur vikum birtist frétt í Morgunblaðinu, skrifuð af Agli Ólafssyni fréttastjóra, sem þekkir vel til landbúnaðar, þar sem fram kom að kúabúin í landinu væru mjög skuldug og að fjármagnskostnaður sérhæfðra kúabúa hefði hækkað um 319% á síðasta ári. Ástæðan væri sú að margir bændur hefðu tekið erlend lán til fjárfest- inga í nýjum fjósum.° Framfarir í byggingu og rekstri fjósa hafa verið ævintýralegar á undanförnum árum og áratugum og ekki minni en í byggingu og rekstri fiskiskipa eða t.d. í prentun dagblaða. Í öllum tilvikum er um að ræða fjárfestingu í nýrri tækni sem hef- ur það að markmiði að skila betri fram- leiðslu og auðvelda vinnu þeirra sem að henni starfa. Sjómennskan hefur orðið auðveldari með þeirri nýju tækni sem rutt hefur sér til rúms í fiskveiðum. Prentun Morgunblaðsins auðveldari með nýrri og fullkominni prentvél, sem blaðið tók í notkun fyrir nokkrum árum, og fjósa- mennska er orð sem hefur fengið nýja merkingu með þeirri nýju tegund fjósa sem komið hafa til sögunnar á und- anförnum árum og mjaltaþjónunum, sem þeim fylgja. Fjós eru skemmtilegur vinnustaður en þar fer jafnframt fram frumframleiðsla á einni mikilvægustu fæðutegund lands- manna. Hagkvæmur rekstur fjósanna er jafnframt forsenda fyrir umfangsmikilli úrvinnslu í vinnslustöðvum landbúnaðar- ins og lykilþáttur í rekstri matvöruverzl- ana og stórmarkaða. Þess vegna eru fjósin, stór og smá, einn af grundvallarþáttunum í atvinnulífi landsmanna. Lausagöngufjós voru komin til sög- unnar á sjötta áratug 20. aldarinnar og umræður um kosti þeirra og galla fóru fram í blöðum og tímaritum sem gefin voru út um landbúnaðarmál. Sumarið 1955 skoðaði ég stórt fjós á Skáni í Svíþjóð sem að vísu byggðist ekki á lausagöngu en tvennt vakti sérstaka athygli: annars veg- ar vélræn hreinsun flóra sem fram fór á nokkurra mínútna fresti (og nú er orðin algeng hér) og hins vegar hreinlæti sem var til algerrar fyrirmyndar þar sem vatni var sprautað á veggi og gólf með reglulegu millibili en hvort tveggja var klætt með einhvers konar gúmmíefnum. Með þess- um hætti var fjósið nánast tandurhreint öllum stundum. Þegar nútímaleg fjós eru skoðuð á Íslandi í dag skortir að mínu mati einna helzt á að náðst hafi nægi- legur árangur í hreinlæti. Þegar ég skoða slík fjós nú verður mér alltaf hugsað til þessa fjóss á Skáni forðum daga. Það ætti að vera hægt að ná betri árangri í hreinlæti í ís- lenzkum fjósum þótt sums staðar sé það til fyrirmyndar. Tæknilegar framfarir í skipulagi og byggingu fjósa hafa verið örar á rúmlega hálfri öld. Um miðja 20. öldina voru kýr yfirleitt handmjólkaðar þótt mjaltavélar væru að ryðja sér til rúms. Svo tóku mjaltavélarnar yfir. Í kjölfar þeirra komu mjaltagryfjur, sem eru víða í fjósum nú, en síðustu árin hafa mjaltaþjónar rutt sér til rúms. Þeir hafa veitt kúabændum frelsi sem þeir höfðu ekki áður þegar þeir voru bundnir við mjaltir snemma að morgni og um kvöldmatarleyti. Nú halda sumir því fram að þau vanda- mál sem sumir kúabændur eiga við að stríða vegna mikilla fjárfestinga í nýjum fjósum séu til marks um að of langt hafi verið gengið í tæknivæðingu kúabúa og færa má rök að því að fjárhagsleg afkoma fjósareksturs sem byggist á mjaltagryfjum sé sízt verri en þeirra sem byggjast á mjaltaþjónum. Snýst þetta ekki fyrst og fremst um að bændur hafi fengið ranga ráðgjöf hjá fjármálafyrirtækjum sem hafa ráðlagt þeim að taka erlend lán í stað inn- lendra þótt tekjur þeirra séu í innlendri mynt en ekki erlendri? Hitt er svo annað mál að í mörgum til- vikum er framleiðslugeta fjósanna og mjaltaþjónanna meiri en viðkomandi kúabú þarf á að halda. Alveg með sama hætti og hægt væri að prenta mun fleiri blöð í prentsmiðju Morgunblaðsins en gert er. Það er víðar en í fjósum sem fram- leiðslugetan er ekki fullnýtt! Þess vegna er það áleitin spurning hvort næsta skref í frekari hagræðingu í íslenzk- um landbúnaði á ekki einmitt að vera að nýta betur þau nútímalegu fjós sem byggð hafa verið upp á undanförnum árum. Að bændur sem reka kúabú en hafa ekki byggt upp slík fjós og hinir sem það hafa gert semji sín í milli um að kýrnar verði hýstar og mjólkaðar á þessum mikilvirku framleiðslustöðvum. Það mundi auka hagkvæmni í rekstri beggja aðila. Kunnugir menn í sveitum segja að þótt fjárhagslegu rökin fyrir þessu fyr- irkomulagi séu augljós komi sveitarígur í veg fyrir að það verði að veruleika. Slíkur rígur er ekki bundinn við sveitir. Það hef- ur frá upphafi verið fjárhagslega hag- kvæmt fyrir útgefendur bæði Morg- unblaðsins og Fréttablaðsins að prenta síðarnefnda blaðið í prentsmiðju Árvakurs hf. þótt það hafi ekki verið gert. Hvort sem um er að ræða fjósarekstur eða blaða- rekstur er það að lokum hinn fjárhagslegu veruleiki sem knýr menn til samstarfs. Kúabændur á Íslandi hafa sýnt að þeir eru framsæknir þótt ég kunni að vísu ekki að meta hugmyndir sumra þeirra um að flytja inn norskar kýr en það er önnur saga. Þeir sem fylgdust með dauðateygjum sauðfjár í mæðiveikinni eru tortryggnir á slíkar hugmyndir. Uppbygging nútíma- legra fjósa með mjaltaþjónum er mik- ilvægur þáttur í því að gera mjólk- urframleiðsluna eins hagkvæma og kostur er. Thor Jensen hefði verið fljótur að til- einka sér þessa tækni á Korpúlfsstöðum. Bændur eiga ekki að láta hinar talandi stéttir í Reykjavík, sem skilja ekki mik- ilvægi fjósa sem framleiðslueiningar í grundvallaratvinnuvegum þjóðarinnar, kaffæra sig með tali. Þeir eiga að snúa vörn í sókn í krafti nútímavæðingar í búrekstri svo að sveitir landsins blómstri á ný. Fjós eru mikilvæg framleiðslueining Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is É g vil ekki að hann deyi. Geriði það, ekki láta hann deyja!“ biður tárvot táningsstúlka meðan hún horfir angistarfull á unnusta sinn alblóð- ugan á sjúkrabörum. „Hann deyr ekki. Þeir munu gera allt sem í þeirra valdi stendur,“ segir vinkona hennar hughreystandi. „En þeir finna engan hjartslátt,“ heldur stúlkan áfram. Það er vonleysi í röddinni. „Hafðu ekki áhyggjur. Hann verður fluttur með þyrlu,“ segir vinkonan. „Ég verð að fara með honum.“ Ótti táningsstúlkunnar, Patty Bredehoft, reyndist því miður ekki ástæðulaus. Unnusti hennar, hinn 18 ára gamli Meredith Hunter, lést af sárum sínum. Andartökum áður voru Hunter og Bredehoft í góðri sveiflu uppi við sviðið á tónleikum The Rolling Stones á Altamont-kappakstursbrautinni í Kaliforníu. Ekkert var þeim fjær en dauðinn. Ást og áhyggjuleysi hippatímans svifu yfir vötnum. Ekkert átti að geta farið úrskeiðis. En það lá eitthvað í loftinu þetta kvöld. Skyndilega reyndi hópur tónleikagesta, þeirra á meðal Hunter, að komast upp á sviðið. Áhlaupið var illa séð og hópur Vít- isengla, sem önnuðust öryggisgæslu á tónleikunum, gekk á milli og hrinti fólkinu til baka. Æsingur greip um sig og einn Vítisenglanna tók um höfuð Hunters og sló til hans. Hann hrökklaðist inn í mannfjöldann. Mick Jagger, söngvari The Rolling Stones, varð var við átökin, stöðvaði hljómsveitina um stund og bað tónleika- gesti um að róa sig niður. Síðan taldi hann í næsta lag, Under My Thumb. Bredehoft reyndi að hafa hemil á unn- usta sínum og þrábað hann að fylgja sér til baka. En það varð engu tauti við hann komið. Hunter var í mikilli geðs- hræringu og dró skammbyssu úr pússi sínu. Vítisengl- arnir urðu þess varir og einn þeirra kastaði sér yfir hann og lagði til hans með hnífi. Þessi atburðarás náðist á myndband en verið var að taka tónleikana upp vegna heimildarmyndar um The Rolling Stones, Gimme Shelter. Ekki er vitað hvers vegna Hunter og Vítisenglunum lenti saman en sumar heimildir herma að „Englarnir“ hafi haft samband þeirra Bredehofts í flimtingum. Hunter var þeldökkur en Bredehoft ljós á brún og brá. Jagger sá að ekki var allt með felldu, stöðvaði tón- leikana aftur og óskaði eftir lækni og sjúkrabíl. Hunter var fluttur alblóðugur á brott en var úrskurðaður látinn áður en hann komst á sjúkrahús. Krufning leiddi í ljós að hann hafði verið stunginn fimm sinnum. Talsvert magn met- amfetamíns var í blóðinu. Stónsararnir vissu ekki ná- kvæmlega hvað hafði gerst og ákváðu að halda tónleik- unum áfram til að koma í veg fyrir uppþot. Raunar fullyrðir einn Vítisenglanna, Sonny Barger, að hann hafi hótað Keith Richards gítarleikara lífláti héldi sveitin ekki áfram að spila. Engin vitni voru að því. Hljómsveitin var ekki upplýst um dauðsfallið fyrr en eftir tónleikana. Alan Passaro, 21 árs gamall liðsmaður Vítisengla, var ákærður fyrir verknaðinn. Hann bar við sjálfsvörn og var sýknaður á grundvelli upptökunnar, þar sem Hunter sést draga upp byssuna. Lífi Passaros lauk einnig með voveif- legum hætti en hann fannst látinn í vatnsgeymi sextán ár- um síðar með tíu þúsund dali í vasanum. Aldrei var sann- að hvort dauða hans bar að með saknæmum hætti. Skömmu eftir andlát Hunters höfðaði móðir hans mál á hendur The Rolling Stones og krafðist 500.000 dala í skaðabætur. Málinu lauk með dómsátt og greiðslu frá hljómsveitinni upp á 10.000 dali. Mikið hefur verið rætt og ritað um dauða Merediths Hunters gegnum tíðina og ganga sumir svo langt að full- yrða að gjörningurinn hafi markað endalok hippa- hugsjónarinnar og sakleysisins. orri@mbl.is „En þeir finna engan hjartslátt“ Á þessum degi 6. desember 1969 Vítisengillinn Alan Passaro stingur grænklæddan Meredith Hunter til bana. Patty Bredehoft stendur varnarlaus hjá. Hunter var í mikilli geðs- hræringu og dró skamm- byssu úr pússi sínu. Vít- isenglarnir urðu þess varir og einn þeirra kastaði sér yfir hann og lagði til hans með hnífi. Meredith HunterMick Jagger
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.