SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Blaðsíða 23
6. desember 2009 23
E
ineltið byrjaði strax á fyrsta
degi. Ég gekk inn í bekkinn og
mátti ekki setjast hjá neinum.
Ég mátti ekki vera í röðinni inn í
matsalinn og var útilokuð áður en ég fékk
nokkurt tækifæri til að sýna þeim hver ég
var. Ég hafði hlakkað mikið til að byrja í
skólanum svo þetta voru ansi mikil von-
brigði,“ segir Edda Björk Ármannsdóttir
um upphaf eineltis sem hún leið hvern
einasta dag grunnskólagöngu sinnar.
Edda var alin upp í sveit norður í landi
og sótti heimavistarskóla frá sjö ára aldri.
Hún er elst fjögurra systra og var búin að
læra að lesa og skrifa fyrir sex ára aldur.
Hún hefur aldrei átt í nokkrum erf-
iðleikum með nám en félagstengsl hafa
aftur á móti verið henni afar erfið. Þá erf-
iðleika tengir hún beint við reynslu sína
af einelti í bernsku.
„Þetta byrjaði strax af krafti. Ég fékk að
heyra það hversu ógeðsleg ég væri og að
foreldrar mínir væru jafnvel verri. Það
voru lítil atriði eins og að vera ekki valin í
liðið í leikfimi eða spilunum þeytt á gólfið
ef ég var að leggja kapal. Svo var auðvitað
líkamlegt ofbeldi líka og það voru stund-
um fimm strákar að sparka í mann í
einu,“ segir Edda um eineltið og sársauk-
inn í röddinni leynir sér ekki.
Edda segir að gerendurnir hafi verið
margir en þeir verstu voru fjórir bekkjar-
félagar hennar. Edda segir að sér hafi líka
þótt sárt hversu mörg börn voru áhorf-
endur að eineltinu og skárust aldrei í
leikinn henni til stuðnings. Móðir Eddu
var kennari við skólann og sagði einn
gerandinn ástæðuna fyrir ofbeldinu vera
óvild þeirra í garð móðurinnar. „Mamma
var aðflutt og ekki úr sveitinni og það var
heldur ekkert sérstaklega vel tekið á móti
henni. Ég held líka að það hafi ekki tíðk-
ast þá að foreldrar berðust fyrir rétt-
indum barna sinna innan skólans og þó
að hún hafi reynt eitthvað var það alltaf
án árangurs,“ segir Edda.
Vont að láta sparka í sig en orð meiða líka
Það dró ekki úr eineltinu með árunum og
ef eitthvað var þá ágerðist það. „Það er
vissulega vont að láta sparka í sig og það
er ekki langt síðan ég hætti að bera fyrir
mig hendur vegna snöggra hreyfinga
fólks í kringum mig en orðin meiddu ekki
síður. Sjálfsmyndin er auðveldlega brotin
þegar maður fær að heyra það ár eftir ár
að maður sé fífl, hálfviti og hóra og það
virtist engu breyta að ég var topp-
nemandi. Ég var full af ótta alla daga og
reyndi að forðast strákana eins og ég gat.
Vísvitandi stóð ég ekki nálægt tröppu-
brún þegar þeir nálguðust til að gefa þeim
ekki tækifæri á því að fleygja mér niður.
Þessir strákar rændu of miklu frá mér og
skemmdu of mikið,“ segir Edda sem er
enn bitur út í gerendur sína.
Þar sem Edda var í heimavistarskóla
var hún sjálfkrafa föst í aðstæðunum og
átti sér hvergi griðastað. Hún var í her-
bergi með tveimur öðrum stúlkum. Í þau
fáu skipti sem hún fékk tækifæri á því að
vera ein í herbergi sínu hafði hún gaman
af því að grípa í flautuna og æfa sig. Þá var
nánast undantekningalaust sparkað í
hurðina þar til hún á endanum hætti að
læra á hljóðfærið. Stundum reyndi hún að
flýja aðstæður og leitaði huggunar til
dýranna úti í móa. Oftar en ekki eltu ger-
endurnir hana og ýmist spörkuðu þá í
hundana eða grýttu steinum í hestana.
„Það voru engin takmörk fyrir illskunni.
Mig dreymdi lengi vel um að lenda í al-
varlegu slysi og fá að fara á sjúkrahús,“
segir hún.
Edda ber ekki kala til kennara sinna og
segir þá örugglega hafa verið að reyna að
standa sig. Hún náði góðu sambandi við
þá og átti auðveldara með að ræða við
fullorðið fólk þegar hún var barn en jafn-
aldra sína. Edda glímdi við þunglyndi
mestalla sína grunnskólatíð og áfram
fram á fullorðinsár. Hún segir sjálfsvígs-
hugsanir hafa verið tíðar lengi vel en er
laus við þær í dag.
Of mikil ábyrgð að koma með
barn í þennan heim
Eineltið hætti ekki fyrr en að grunnskóla
loknum þegar Edda flutti í bæinn og fór í
menntaskóla. „Ég mynda enn ekki auð-
veldlega tengsl í dag og á erfitt með að
treysta fólki þó að það hafi gengið betur
með árunum. Það skilja það allir vel ef bíll
með ónýtan gírkassa er óökufær en það er
eins og það sé ekki sami skilningur þegar
manneskjan er brotin. Einhvern veginn
hökti ég samt áfram og er enn með brot-
inn gírkassa,“ segir Edda sem hefur ekki
enn náð að vinna sig að fullu út úr einelt-
inu, nú tuttugu árum síðar.
„Svo kemur maður út úr þessu um-
hverfi og verður ástfanginn en þorir ekki
fyrir nokkra muni að nálgast viðkom-
andi. Ég hef kannski forðast náin kynni
og meðvitað laðast að óaðgengilegum
einstaklingum, stjörnum og jafnvel upp-
skálduðum persónum úr sjónvarpsþátt-
um. Það er fínt fyrir varnarvegginn minn.
Það er ekkert mjög kúl að vera 36 ára en
vera enn þá 15 ára inni í sér. Ég á inni hið
fullkomna samband og ef það kemur þá
er ég til. Ef það kemur ekki þá er ég alveg
sátt við vera minn eigin bóhem,“ segir
Edda sem vill samt sem áður ekki gera
mikið úr sambandsleysi sínu. „Ég sé
heldur ekki sjálfa mig fyrir mér sem
móður því ég vil ekki að barn gangi í
gegnum sama helvíti og ég. Það er of stór
áhætta fyrir mig að taka og ég vil ekki
taka þátt í því að bera slíka ábyrgð að
koma með barn í þennan heim,“ svarar
Edda þegar hún er innt eftir því hvort
hana langi ekki til að eignast barn sjálf.
Edda myndi helst af öllu vilja sneiða hjá
því að fara á æskuslóðir sínar þar sem
ferðir þangað rifja upp sársauka æsk-
unnar. Hún bregður sér þó af og til í
sveitina í heimsóknir til ættingja sem hún
vill halda sambandi við. Hún forðast allar
samkomur þar sem hún gæti átt á hættu
að hitta gerendur sína og vill hún ekkert
af þeim vita.
Finnur fyrir hefndarþrá
„Enn þann dag í dag hugsa ég svona þrá-
hyggjuhugsanir þar sem mig langar til að
hefna mín og ég held að þessi hefndarþrá
sé ekki einstök. Ég geng ekki um reið alla
daga en það koma dagar þar sem reiðin
blossar upp. Það tala margir um það
hversu gott það væri fyrir mig að fyr-
irgefa en ég sé bara ekki tilganginn í því
og mér finnst það bara ekki vera svo ein-
falt. Ég held að það sé mikilvægast að fyr-
irgefa sjálfri mér fyrir að hafa ekki krafist
þess að fara í annan skóla þar sem það var
augljóst að þessir strákar voru staðráðnir
í að kvelja mig,“ segir Edda
Edda gekk menntaveginn eftir að hún
flutti í bæinn. Að loknu stúdentsprófi
flutti hún til útlanda og dvaldist samtals 6
ár bæði í Ástralíu og Danmörku. Hún lauk
svo líffræðiprófi í Danmörku og starfar
nú á tilraunastöðinni á Keldum. Hún er í
leiðsöguskólanum og hefur gaman af því
að ferðast. „Vinnustaðurinn minn og
fjölskylda og fáir en góðir vinir hafa verið
mér ómetanlegur stuðningur og ég stór-
efast um að fólk sem þekkir mig í dag í
vinnu og skóla átti sig á því að ég eigi í
erfiðleikum með félagsleg tengsl því ég er
mjög dugleg að vera ekki feimin. Ég er að
taka út menntaskólaárin núna sem allir
töluðu um að væru skemmtilegasti tími
ævinnar en þá leið mér svo skelfilega og
var svo niðurbrotin að fyrir mér var þessi
tími barátta. Það urðu líka ákveðin þátta-
skil hjá mér fyrir tveimur árum en þá
eignaðist ég vini sem hafa reynst mér
ótrúlega vel enda vandfundnar vandaðari
manneskjur. Systur mínar og börn þeirra
hafa einnig verið mér ómældur stuðn-
ingur en eineltið skemmdi samband mitt
við þær um árabil. Ég er mjög sátt við
sjálfa mig í dag og þann stað sem ég er á í
lífinu en ég hefði alveg viljað hafa leiðina
greiðfærari.“
„Sjálfsmyndin er auðveldlega brotin þegar maður fær að heyra það ár eftir ár að maður sé
fífl, hálfviti og hóra,“ segir Edda Björk Ármannsdóttir sem lögð var í einelti í grunnskóla.
Morgunblaðið/Kristinn
Líður enn fyrir
tveggja áratuga
gamalt einelti
„Það er ekkert
mjög kúl að vera 36
ára en vera
enn þá 15 ára inni í sér.“
Mismunandi gerðir eineltis
Einelti getur birst í margvíslegum myndum. Það getur annars vegar verið
sýnilegt og hins vegar falið. Það getur farið fram á opnum vettvangi eins og
skólalóðinni eða á æfingum og það getur líka verið rafrænt. Gerandinn er oftast
einstaklingur en stundum er um hópeinelti að ræða. Það er mun auðveldara
að grípa inn í þegar einelti er sýnilegt en þegar það er dulið. Sýnilegt einelti er
til dæmis barsmíðar, meiðandi umsagnir og þegar þolandinn er látinn gera eitt-
hvað gegn vilja sínum. Dulið einelti er eflaust það erfiðasta sem þolandinn lendir
í. Þá er þolandinn útilokaður úr hópnum. Ekkert er sagt og ekkert virðist gert en
hlutirnir gerast samt. Þegar slíkt einelti hefur staðið yfir í lengri tíma telur þolandinn sér trú um að eineltið
sé í raun og veru honum að kenna og forðast því vissar félagslegar aðstæður til að komast hjá höfnun.
Hvað þurfa börn að vita um einelti?
Flestir skólar styðjast við einhvers konar viðbragðsáætlun gagnvart
einelti og er þar Olweusaráætlunin bæði algengust og þekktust. Til
þess að börnin séu meðvituð um ábyrgð sína í eineltismálum getur
bæði verið gott fyrir foreldra að ræða opinskátt við börn sín um
einelti og viðbrögð þeirra og eins getur verið gott að gera bekkjar-
reglur með hverjum bekk. Þar væru þær grunnreglur hafðar að
leiðarljósi að við leggðum ekki aðra í einelti og aðstoðuðum aðra
nemendur sem yrðu fyrir einelti. Eins ættum við bæði að bjóða þeim
sem væru útundan að vera með í leikjum og láta foreldra eða starfs-
fólk skóla vita ef við yrðum vitni að einelti eða fréttum af því.