SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Blaðsíða 27

SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Blaðsíða 27
6. desember 2009 27 voru mjög spenntir og hugsuðu: Mikið langar mig til að vera með þessari, hún hlýtur að vera æðisleg í rúminu. Þórir var aldrei hræddur við mig, hann hafði verið í námi í Manchester og vissi ekki hver ég var. Við hittumst fyrst í sam- eiginlegu kaffiboði. Hann horfði á mig, fannst eins og hann hefði séð mig áður og spurði: Ertu að norðan? Nei, svaraði ég. Það varð þögn í herberginu, enginn vildi segja honum hver ég væri. Við sáumst aftur á kökubasar hjá Kristni- boðssambandi Íslands. Svo eitt kvöldið gekk ég inn á Blúsbarinn og þar var minn maður að spila. Ég sat þar allt kvöldið með stíft augnsamband. Þenn- an mann ætlaði ég að ná í. Það gekk eftir. Ég sæki það sem ég vil. Þetta var árið 1994, við eigum saman dóttur og erum mjög ánægð með líf okkar.“ Þú leitaðir þér hjálpar þegar þú átt- ir í erfiðleikum í einkalífi og starfar við að hjálpa öðrum. Sumum finnst að þeir séu að viðurkenna að þeim hafi mistekist ef þeir leita sér aðstoðar hjá utanaðkomandi einstaklingi. „Það er eðlilegt og heilbrigt að leita sér hjálpar. Mér finnst það styrkleiki fremur en veikleiki. Og þeim sem koma til mín finnst það líka. Í nánum samskiptum reynir á fólk. Því sterkari böndum sem þú tengist manneskjunni því meira máli skiptir hún þig. Það er eðlilegt að stundum komist maður í þrot og þá á maður að leita sér hjálp- ar.“ Ekkert kynlíf án tilfinninga Ertu sammála því að kynlíf án ástar sé innantómt? „Ég held að það sé ekki hægt að lifa kynlífi án tilfinninga. Ef maður gerir það er maður vélmenni. Fyrr í vikunni var ég að tala við mann sem spurði heilmargra spurninga og þar á meðal hvort hann ætti að fara út í skyndi- kynni. Þetta orð skyndikynni er dálítið misskilið. Flestir sem leita eftir kynlífi eru að leita eftir tengslum við aðra manneskju, en það er alveg óvíst hvort það leiðir til ástar. Maður getur ekki lifað kynlífi án kennda eða tilfinninga, maður hlýtur að finna til hrifningar eða unaðar yfir góðri snertingu. Skyndikynni á ekki við ætlun, heldur útkomu.“ Hefurðu í starfi þínu séð mikla óhamingju í samskiptum fólks? „Já, en samt meiri hamingju en óhamingju. Og ég hef séð hvað fólk er sterkt inn við beinið. Það kemur mér endalaust á óvart og gleður mig. Þegar fólk hefur opnað á hlutina ræður það miklu betur við þá en það sjálft ímyndaði sér. Óhamingju sé ég helst í sambandi við kynlífsáráttu sem stundum er talað um sem kynlífsfíkn. Þar er yfirleitt um að ræða karlmenn sem hafa ekki lært að mynda fullburða tengsl. Þeir eru alltaf að leita að þessari góðu tilfinn- ingu, sem þeir fá aldr- ei, og þess vegna sogast þeir æ meir inn í óhamingju. Í gegnum kynlífið leita þeir að aðdáun og vilja þannig fá staðfestingu á því að þeir séu frábærir. Þeir fá aldrei nóg og eru því vansælir.“ Hvað er það besta við starf þitt? „Það sem mér finnst svo heillandi við kynverund er að hún snertir kjarn- ann í okkur, það að vera fölskvalaus, einlægur og berskjaldaður. Allt þetta er svo ólíkt því sem hefur verið mest áberandi undanfarin ár í þjóðfélagi sem var fullt af sýndarmennsku og upp- blásnu gervisjálfi. Mér finnst afar gef- andi að vera í starfi þar sem ég hjálpa fólki við að eiga fölskvalaus samskipti. Það eru einmitt slík samskipti sem við hljótum öll að vera að leita að.“ Jóna Ingibjörg Það er ekki hægt að vera kynfræðingur og vera púrítanskur. Óhamingju sé ég helst í sambandi við kynlífsáráttu sem stundum er talað um sem kynlífs- fíkn. Þar er yfirleitt um að ræða karlmenn sem hafa ekki lært að mynda fullburða tengsl. Þeir eru alltaf að leita að þessari góðu tilfinningu, sem þeir fá aldrei, og þess vegna sogast þeir æ meir inn í óhamingju. Í gegnum kynlífið leita þeir að aðdáun og vilja þannig fá staðfestingu á því að þeir séu frá- bærir. Þeir fá aldrei nóg og eru því van- sælir. Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.