SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Blaðsíða 6
6 6. desember 2009 Hvað segir niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Sviss um bann við bænaturnum við moskur okkur um beint lýðræði? Þýska vikuritið Die Zeit spurði Micheline Calmy-Rey, utanríkisráðherra Sviss, hvort niðurstaðan bæri takmörkunum beins lýðræðis vitni. Hún svarar því til að mikla áherslu þurfi að leggja á efnislega upplýs- ingagjöf. „Hvað varðar atkvæðið um bænaturnana var þyrlað upp ryki í opinberri umræðu með röngum staðhæf- ingum. Frumkvæðið að atkvæðagreiðslunni kom frá póli- tískum flokki, sem ber stjórnarábyrgð. Það er óvið- unandi.“ Í Die Zeit spyr Markus Horeld blaðamaður hvort menn vilji að kjósendur sem eru óttaslegnir eða í tilfinn- ingalegu uppnámi taki ákvarðanir í mikilvægum málum. Hann svarar því til að þjóðaratkvæðagreiðsla sé helgasti grundvöllur lýðræðislegrar þátttöku, sem ekki megi draga í efa vegna einnar, undarlegrar niðurstöðu: „Þegar nú er varpað fram efasemdum um beint lýðræði og fullyrt að í mikilvægum, þjóðfélagslegum spurningum skorti fólkið hæfni, ber það vitni hroka pólitískrar stéttar og einnig fjölmiðlastéttar, sem annars vegar heldur að hún viti allt betur og hins vegar bregst hvað eftir annað þegar þarf að útskýra betur pólitíkina og það sem að baki býr.“ Hroki hinnar pólitísku stéttar og fjölmiðla Micheline Calmy-Rey, utanríkisráðherra Sviss. Reuters Á kvörðun Svisslendinga um að banna mínarettur við moskur hefur vakið mikil viðbrögð og ólík. Ákvörðunin er niðurstaða þjóðaratkvæðis og voru 57,5% fylgjandi banninu, en 53% kjósenda tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. Frumkvæði að þjóðaratkvæðinu átti Svissneski þjóðarflokkurinn og hefur niðurstaðan gefið hon- um byr undir báða vængi. Næst á dagskrá segir Walter Wobman, sem leiddi frumkvæðið að at- kvæðagreiðslunni, vera bann við þvinguðum hjónaböndum, umskurði og því að konur hylji ásjónu sína með slæðum. Víða í Evrópu fögnuðu flokkar, sem hafa sett málefni innflytjenda á oddinn, niðurstöðunni. „Húrra fyrir Sviss!“ sagði Pia Kjærsgaard, leiðtogi Danska þjóðarflokksins, og kvaðst ætla að knýja fram sams konar atkvæðagreiðslu í Danmörku. Til þess þarf reyndar 60 atkvæði á þingi, en flokkur hennar hefur 25 sæti og vantar því nokkuð upp á. Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins í Hol- landi, sagði að Sviss hefði brotið blað: „Í fyrsta skipti hefur fólk í Evrópu lagst gegn íslamísering- unni.“ Flokkurinn vill banna múslimum að flytja til landsins og að reistar verði fleiri moskur. Sam- kvæmt skoðanakönnunum yrði flokkur Wilders næst stærsti flokkur Hollands yrði kosið nú. Í sambandslandinu Kärnten í Austurríki ríkir nú þegar bann við bænaturnum. Að því stóð flokkur Jörgs Haiders heitins. Arftaki þess flokks, Samtök um framtíð Austurríkis, fagnaði úrslitunum. „Trúfrelsi má ekki ganga svo langt að reisa megi trúalegar byggingar, sem ekki eru kristilegar,“ sagði Gerhard Dörfler, leiðtogi Kärnten. Svipaðrar gleði gætti í herbúðum Norður- sambandsins á Ítalíu. „Fáni hinna hugrökku Svisslendinga blaktir nú yfir hinni nánast ísl- amíseruðu Evrópu,“ sagði Mario Borghezio, fulltrúi flokksins á Evrópuþinginu. Þjóðarfylkingin í Frakklandi skoraði á hinar ráðandi stéttir að „taka mark á ótta almennings í Evrópu“. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hefur einnig verið fordæmd víða. Í Sviss lögðust margir gegn því að tillagan um bannið yrði samþykkt, þar á meðal fulltrúar bæði evangelísku og katólsku kirkjunnar, sem óttast að niðurstaðan auki spennuna í samfélaginu og geri aðlögun múslíma erfiðari. Trúarlegir minnihlutahópar megi nú gera ráð fyrir því að verða misrétti beittir. Svissnesk stjórnvöld voru andvíg banninu og sömuleiðis samtök í svissnesku viðskiptalífi, sem óttast nú að hvatt verði til viðskiptabanns gegn Sviss í arabaheiminum. Svissneska vinnuveit- endasambandið telur að orðspor Sviss sem opið og umburðarlynt land hafi skaðast. Íslamskir leiðtogar hafa fordæmt niðurstöðuna og sagði Ali Gomaa, stórmúfti í Egyptalandi, einn helsti kennimaður múslíma, að hún væri móðgun við múslíma. Í Evrópu hafa flokkar nær miðju harmað niðurstöðuna, þótt t.d. megi í flokki Nicolas Sarkozys, forseta Frakklands, finna stuðning við bann. Bernard Kouchner, utanrík- isráðherra utan flokka í stjórn Sarkozys, var hins vegar ómyrkur í máli: „Þetta er birtingarmynd umburðarleysis og ég fyrirlít umburðarleysi.“ Bænaturninn á mosku Íslömsku menningarstofnunarinnar í Genf er einn af fjórum slíkum turnum í Sviss. Reuters Sviss vekur deilur um trúarbrögðin Jaðarflokkar í Evrópu fagna banni við bænaturnum Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is Stuðningsmenn bannsins gerðu auglýsingaspjöld þar sem bænaturnar stungust gegnum svissneska fánann eins og eldflaugar og fremst var kona hulin svörtum klæðum. Tekið var til þess að svart, hvítt og rautt voru einkennislitir þýskra nasista. Reuters Stenst bannið? Niðurstöðu þjóðaratkvæðis- ins í Sviss um að banna bænaturna þarf nú að taka upp í svissnesku stjórnar- skrána. Ekki er þó víst að bannið taki gildi. Bent hefur verið á að það stangist líklega á við mannréttindasáttmála Evrópu og sáttmála Samein- uðu þjóðanna, sem væru bindandi fyrir Sviss. Á það þyrfti þó að reyna fyrir dómi. Reuters www.noatun.is Veislan hefst í Nóatúni OPAL SEAFOOD BLINIS 20% afsláttur OPAL SEAFOOD GRAFINN OG REYKTUR LAX 15% afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.