SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Blaðsíða 30

SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Blaðsíða 30
30 6. desember 2009 Á róðursmeistarar hafa ár og síð haft það sem meginstef listar sinnar að endur- tekningar einfaldra fullyrðinga verði fljótt ígildi staðreynda. Þegar endur- tekningarnar hafa staðið nægjanlega lengi sé óhætt að fara að tala um hinar alkunnu staðreyndir. Hlust- andinn og lesandinn þekkja stefið, hafa heyrt það oft og „kaupa“ að það sé alkunnugt. Þeim sést yfir að um alkunna fullyrðingu sé að ræða en ekki endilega staðreynd og stundum hafi fullyrðingarnar ekkert með staðreyndirnar að gera. Það er alkunn stað- reynd að þeir sem voru í forsvari fyrir íslensku við- skiptabankana og stærstu sparisjóðina voru ekki jafn snjallir rekstrarmenn og þeir sjálfir og kynning- arfulltrúar þeirra og reyndar ársreikningar og árs- fjórðungsuppgjör gáfu reglubundið til kynna. Um þetta var ekki mikið fullyrt, þvert á móti, en er þó orðin ómótmælanleg staðreynd. En staðreyndasmíðin, sem byggist á síend- urteknum fullyrðingum, gengur út á það að svona hafi óhjákvæmilega farið af því að þáverandi stjórnvöld hafi afhent, sumir segja gefið, vild- arvinum stjórnvaldanna þessa banka og ekkert skeytt um hvort þeir kynnu nokkuð til banka- reksturs eða ekki. Slíkar fullyrðingar eru svo út- breiddar og margendurteknar að sennilega þyrfti kraftaverk til að þær ummynduðust ekki í stað- reyndir. Mikilvægur hluti af hinum ummynduðu staðreyndum er sá að hin svo kallaða einkavæðing hafi í raun verið einkavinavæðing og lítt dulbúin aðferð til að koma íslenskum bönkum í hendurnar á þeim sem óheppilegastir og óhæfastir voru til að reka þá. Því hafi fall bankanna haustið 2008 í raun verið spurning um tíma, spurningin um hvenær en ekki hvort til hrunsins kæmi. Það er að minnsta kosti skondið að þeir sem voru í hvað mestu sam- floti með forráðamönnum föllnu bankanna og fyr- irtækjanna í kringum þá hafa verið framarlega í fullyrðingakórnum og þar með staðreyndasköp- uninni. Hverjar eru staðreyndir málsins? En hvað segja hinar raunverulegu staðreyndir? Standast fullyrðingarnar eða stangast þær á við staðreyndirnar? Hvaða banki féll fyrstur? Það var bankinn Glitnir. Höfðu eigendur þess banka keypt hann af ríkisvaldinu fyrir meðalgöngu einkavæð- ingarnefndar? Hvaða lögmálum laut Spron í þess- um efnum? Og þegar menn hafa meðtekið að ill- fært sé að fella þessi tilvik að fullyrðingaflaumnum er þá ekki rétt að líta aðeins til þess hvernig staðið var að einkavæðingarferlinu sem nú er talið sjálf rót áfallsins. Það vill nefnilega svo til að rækilegar úttektir hafa verið gerðar á þeim ferli öllum. Þær eru mjög ljósar og skýrar. En engu að síður hefur verið mælt með því á þessum vettvangi að slík út- tekt verði endurtekin af núverandi stjórnvöldum, ásamt núverandi ríkisendurskoðun og fjármálaeft- irliti nú þegar þeir sem komu að einkavæðingunni geta ekki verið sakaðir um að trufla slíkar úttektir eða hafa áhrif á niðurstöður þeirra. Margar atlögur voru gerðar að því að einkavæða bankana. Það merkilega er að það gekk illa að fá fjárfesta til að kaupa þá. Fullyrt var af erlendum ráðgjöfum og hugsanlegum kaupendum að íslensk stjórnvöld væru allt of hástemmd um verð á þessari vöru sinni! Þó var það svo að eftir nokkrar atrennur var svo komið að tugþúsundir Íslendinga höfðu eignast beinan hlut í þeim tveimur bönkum sem voru einkavæddir. Þeir sem áttu þessi bréf í nokkur ár en ekki allt til loka högnuðust verulega, bæði með háum arðgreiðslum og sölu bréfanna, sem höfðu margfaldast í verði. Þeir sem keyptu að lokum stærstu hluti eru hins vegar gjaldþrota sumir og margir illa fjárhagslega skaðaðir. Það hafa ekki verið færð nein rök fram fyrir því að aðferðin sem beitt var við einkavæðingu bankana hafi leitt til falls þeirra. Hitt blasir þó við að þeir sem að lokum keyptu ráðandi hluti í opnu útboði reyndust því miður bæði óvarkárir og úr hófi áhættusæknir. En þeir áttu svo sannarlega samleið í þeim efnum með stórum hluta hins alþjóðlega bankakerfis um þær mundir. Ógrynni lánsfjár á lágum vöxtum um langa hríð var jarðvegur þeirrar hegðunar. Ítrek- aðar skulu hér ábendingar um að núverandi stjórnvöld láti gera ýtarlega og faglega úttekt á einkavæðingu hluta bankakerfisins og fái til þess færustu erlendu sérfræðinga sem völ er á. Þær „staðreyndir“ sem út úr slíku koma verða trúverð- ugri og umfram allt gagnlegri en áróðurshjalið hef- ur reynst. Hverjir eru að eignast bankana? Hér að framan hefur verið fjallað um umdeildan þátt fortíðar sem þarf að gera betur upp en gert hefur verið. En svo mikilvæg sem fortíðin er skiptir fram- tíðin meiru og fyrir framtíðina er það núið sem skiptir öllu. Því nú er verið að einkavæða tvo þriðju hluta hins hálfuppreista íslenska bankakerfis. Og það veit enginn hvað í þeirri einkavæðingu felst. Hún fer ekki fram fyrir opnum tjöldum eins og sú fyrri sem mest hefur verið gagnrýnd. Ekki hefur þó skort á fullyrðingarnar frekar en fyrri daginn. En sem betur fer hafa þær innantómu fullyrðingar ekki enn náð því stigi að flokkast sem alkunnar stað- reyndir. Forráðamenn ríkisvaldsins og pótintátar úr virðulegum samtökum hafa fagnað því sem er að gerast í væntanlegu eignarhaldi á bönkunum. Þó viðurkenna þeir í næstu andrá að hvorki þeir né aðrir viti í raun hverjir það séu sem nái tangarhaldi á þessum bönkum. Samt er sagt að helsta fagnaðar- efnið sé það að nú komi öflugir erlendir fjárfestar í fyrsta sinn inn í hið innlenda bankakerfi. Er það svo? Hvað vitum við um það á þessu stigi? Það ganga vissulega fjölbreyttar sögur um það hverjir séu um það bil að eignast drýgstan hlutann af íslenska bankakerfinu.Óvarlegt er að treysta þeim sögugangi öllum og þýðingarmikið er að á daginn komi að ókræsilegustu sögurnar séu úr lausu lofti gripnar. Hverjir eru að eignast bankana? Reykjavíkurbréf 04.12.09
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.