SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Blaðsíða 36
36 6. desember 2009 Í tilefni af 150 ára afmæli Einars H. Kvarans 6. des- ember ætla afkomendur hans að afhenda þjóðdeild Landsbókasafnsins bréfasafn Einars, en í því eru 300-400 bréf og ýmsir aðrir munir, sem aldrei hafa komið fram. Þá verður opnuð sýning á völdum munum úr safninu 10. desember og sama dag verður ráðstefna í Borgarleikhúsinu, en Einar samdi leikrit og vann með Leikfélagi Reykjavíkur á sínum tíma. „Þetta eru bréf til Einars Hjörleifssonar Kvarans og nokkur bréf frá honum sjálfum,“ segir Guðrún Kvaran, sonardóttir Einars. „En mest eru þetta bréf til hans frá fjölda fólks af ýmsu tilefni, fjölskyldubréf og bréf stjórn- málalegs eðlis, samskipti við aðra rithöfunda og sam- skipti við fólk sem tengdist Sálarrannsóknarfélaginu.“ – Hvaðan koma bréfin? „Mikill hluti þeirra var upphaflega í eigu afa míns, Ein- ars Einarssonar Kvarans, og síðan gengu þau til föður míns, Böðvars. Þau voru áfram í húsinu. Okkur kom saman um það systkinunum, sem eigum þetta núna, að gefa safninu þetta, þannig að fólk gæti haft gagn og gam- an af þessu. Svo komu nokkur bréfanna frá Gunnari, syni Einars Hjörleifssonar, og hans fólki.“ – Ekkert af þessu er opinbert? „Nei, safnið er nýtt að því leyti, að ekkert hefur verið fjallað um þau, svo ég viti til, og enginn leitast eftir þeim. Það eina sem ég man eftir var að ég fékk ljósrit af bréfum sem Valtýr Guðmundsson skrifaði og tengdust svoköll- uðu Nóbelsverðlaunamáli og gaf kennara mínum í ís- lenskudeild, svo hann hefði frá fyrstu hendi hvernig Val- týr hefði séð málið fyrir sér, og það var notað í kennslunni, en ekkert af þessu hefur farið út fyrir það.“ – Og þó hefur komið út ævisaga Einars? „Já, en eftir því sem ég best veit, þá hafði Gils Guð- mundsson aldrei nokkurn tíma samband við föður minn til að kanna hvort hann hefði nokkur bréf. Hann hefði getað bætt töluverðu í ævisöguna, ef hann hefði haft þessi gögn.“ – Eru einhver bréf í uppáhaldi hjá þér? „Það eru helst bréf sem tengjast fjölskyldunni, sem ég kynntist betur í gegnum bréfin, til dæmis frá Hjöleifi Einarssyni, föður Einars. Og af því að ég lærði íslensk fræði, þá hef ég gaman af bréfum frá Matthíasi Joch- umssyni, Einari Benediktssyni og Valtý Guðmundssyni. Öll eru þau áhugaverð, hvert á sinn hátt. Svo gaf pabbi mér þessa litlu kompu hér og ég hélt mikið upp á hana. Þar hefur Einar H. Kvaran skrifað uppköst að ræðum og ljóðum. En mér finnst hún betur geymd hér en uppi í hillu hjá mér. Ég get alltaf komið hingað og strokið henni þegar með þarf.“ – Haldið þið einhverju eftir? „Nei, við létum allt fara. Ef fleira kæmi í leitirnar, þá færi það beint hingað. En við vitum ekki um neitt annað en þetta. Þetta var allt í þessum sama kassa.“ – Hvað varstu gömul þegar þú last fyrst í gegnum bréfasafnið? „Ætli það hafi nú verið fyrr en ég var í menntaskóla, en svo sökkti ég mér í það strax eftir að ég kom í Háskólann. Þá fór að læra íslensk fræði og fannst þetta óskaplega merkilegt, las í gegnum öll bréfin, skráði hjá mér það sem ég taldi að gæti komið að gangi, ef ég skrifaði ein- hvern tíma um Einar Hjörleifsson, sem ég hef ekki gefið frá mér enn. En nú get ég komið upp á handritadeild ef ætla einhvern tíma að gera það að veruleika. Það eru því yfir fjörutíu ár frá því ég fór að lesa þetta fyrst.“ Guðrún Kvaran og Bragi Þ. Ólafsson skoða bréfasafnið. Yfir 40 ár frá því ég las bréfin fyrst Margt er bitastætt í bréfasafni Einars H. Kvaran, sem afhent verður þjóðdeild Landsbóka- safnsins 10. desember, en þar á meðal eru bréf frá þjóðskáldum og stjórnmálamönnum um helstu baráttumál þess tíma. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Elskulegur pabbi minn óstjórnlegur órói gripið mig; jeg hef þá ekki getað haldizt við inni, ekki getað verið kyr í mínum stað. Og þess á milli hef jeg verið „stupid“. Engin ný hugmynd hefur flogið í hug minn, naumast nokkur hugsun, sem kalla má því nafni. Jeg hef bara fundið að lá yfir mjer eitthvað ósegjanlega, ólyftanlega þungt, og stundum hefur mjer ekki verið al- gjörlega ljóst, hvað það var. Jeg hef til engrar ánægju fundið, engrar tilhlökkunar, engrar löngunar, nema þeirrar að deyja, og vera laus við þetta alltsaman. Jeg elskaði hana vafalaust eins mikið og mjer er unnt að elska. Jeg orti einu sinni um hana: Allt það langbezta; er ann jeg, allt í hjarta þjer fann jeg; öll þau fegurstu kvæði, sem kann jeg, kveð jeg að eins um þig.“ „Hve gerði hann þó lífið ljúft og nýtt.“ Handrit Einars að ljóð- inu Drengurinn minn, sem hann orti eftir fráfall sonar síns. Ráðstefna um Einar H. Kvaran verður haldin í Borgarleik- húsinu á sunnudag kl. 13:30 undir yfirskriftinni „Skáldið og brautryðjandinn“. Ragnar Arnalds fyrrum ráðherra mun fjalla um braut- ryðjandann Einar H. Kvaran, Guðrún Kvaran, prófessor við HÍ, um rithöfundinn og ljóðskáldið, Birgir Guðmundsson, lektor við HA, um blaðamanninn, Sveinn Einarsson, fyrr- um þjóðleikhússtjóri, um leikhúsmanninn og Pétur Pét- ursson, prófessor við HÍ, um spíritistann Einar H. Kvaran. Leikarar frá Borgarleikhúsinu munu lesa upp úr verkum Einars og Ólöf Arnalds frumflytja lag við eitt ljóða Einars H. Kvaran. Á ráðstefnunni mun Gunnar Eyjólfsson lesa áður óbirt bréf, sem Einar skrifaði frá Kanada til föður síns, Hjörleifs Einarssonar, 28. desember árið 1887, en þar skýrði hann honum frá því að hann hefði misst son sinn og eig- inkonu. Hér birtist útdráttur úr bréfinu, sem lesið verður í heild sinni á ráðstefnunni: „Elskulegur pabbi minn. Síðast þegar jeg skrifaði þjer hafði jeg helzt að segja þjer frá láti Einars míns litla. Jeg hef annað enn meira að segja þjer nú í sömu áttina. Þann 21. f.m. fylgdi jeg kon- unni minni út í kirkjugarðinn, til að leggja hana við hliðina á barninu okkar. Það er fljótsögð sagan af sorg minni. Þ. 15. nóv. varð Mathilde ljettari að sveinbarni. Allt gekk ágætlega, henni heilsaðist framúrskarandi vel. En að kveldi þ. 17. greip hana sóttveiki. Við hjeldum það væri að eins mjólk- urkalda og vorum óhrædd. En það var skarlatssótt, að lík- indum blönduð barnsfarasótt, og aðfaranótt hins 20. kl. 3, var hún liðið lík. Svona fór það. Jeg hafði verið heppinn í einu í lífinu, heppinn í konuvalinu – ef til vill heppnari en jeg strangt tekið átti skilið. Og svona fór um hana. Ástæða til að vera ánægður með tilveruna! Ekki satt? Jeg veit, pabbi, að þú hefur reynt margskonar sorg í líf- inu, smáa sorg og stóra sorg, stingandi sorg og nagandi sorg. En jeg veit ekki, hvort þú hefur reynt neitt, sem er al- veg líkt þessu. Þetta kom svo óvænt. Hún var svo ung og í raun og veru svo hraustbyggð, þó hún opt væri lasin. Þetta kom bókstaflega eins og þruma úr heiðskýru lopti. Þó það sé gömul og slitin samlíking. Og mjer finnst enn hálft í hvoru það vera draumur. Jeg hef síðan verið eins og lamaður. Stundum hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.