SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Blaðsíða 24

SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Blaðsíða 24
24 6. desember 2009 Getur verið að barnið mitt sé lagt í einelti? Því miður er það svo að börn segja ekki alltaf frá séu þau lögð í einelti og er það oft sökum hræðslu við gerandann. Þau óttast að ástandið verði enn verra segi þau frá og eins fyllast þau oft skömm yfir ástandinu. Foreldrar verða því að vera vakandi fyrir hvers konar breytingum og ummerkjum hjá barninu. Ef barnið á erfitt með að útskýra skítug og rifin föt, illa farin námsgögn, mar og sár getur það verið merki um einelti. Eins ef félagsleg hegðun breytist þ.e. ef vinir hætta að leita til barnsins og ef barnið er hrætt við að fara í skóla eða sækja félagstarf. Barn sem lagt er í einelti sýnir oft breytta hegðun á heimili, skapbrestir aukast og eins þunglyndi. Barnið finnur oftar fyrir líkamlegum kvillum og kvartar oftar undan þreytu. Hverjir verða fyrir einelti? Þó að allir geti orðið fyrir einelti er tveimur hópum hættara við því en öðrum, aðgerðarlausum og undirgefnum börnum annars vegar og ögrandi börnum hins vegar. Einkenni barna sem falla í fyrri hópinn eru hlédrægni, viðkvæmni og óöryggi. Strákar í þessum hópi eru ekki líkamlegir jafnokar jafnaldra sinna og þeim þykir ekki gaman að slást. Börn í þessum hópi eiga fáa eða enga vini og eiga auðveldara með að umgangast fullorðna en jafnaldrar þeirra. Hinn hópurinn er ögrandi fórnarlömb eineltis og er 15-20% allra barna sem lögð eru í einelti. Börn í þessum hópi eru skapbráð og reyna að svara fyrir sig en verður lítið ágengt. Þau eru gjarnan talin eirðarlaus, klunnaleg og einfaldlega erfið og fer framkoma þeirra oft í taugarnar á fullorðnu fólki. H ann var alltaf svo kátur og fjör- ugur. Hann var félagslega sterk- ur og svolítill foringi sem hin börnin á leikskólanum sóttust eftir að leika við. Það breyttist allt um leið og hann byrjaði í skóla,“ segir móðir 12 ára drengs sem sætir einelti fyrstu fimm ár grunnskólagöngu sinnar. Strax í sex ára bekk fer drengurinn að hafa áhyggjur af hæð sinni, að hann sé of smá- vaxinn. Hann lítur upp til bekkjarfélaga sem er bæði stærri og sterkari en hann og fljótari að hlaupa. Hann ræðir þó um það við móður sína að sá drengur sé stundum að halda sér föstum, stíga á tær sér og róta í hárinu á honum í frímínútum. Móðirin hefur ekki miklar áhyggjur af því en hlustar samt sem áður á frásagnir drengsins. Eineltið ágerist og upp úr áramótum fer móðirin á fund kennarans til að ræða hvernig taka megi á málunum. Móðurinni finnst kennarinn ekki hlusta á sig og gera lítið úr áhyggjum sínum. Þá ákveður hún að taka sér tveggja daga frí frá vinnu og vera með drengnum sínum í skólanum. „Þá hugsaði ég með mér, það er ekki nema von að honum líði svona illa í skólanum. Það voru slagsmál úti um allt, strákarnir börðust stöðugt um völdin og það ríkti algert agaleysi,“ segir hún um fyrstu reynslu sína af því að fylgjast með bekknum en langt því frá þá síðustu. Einelti af hálfu kennarans „Hann sagði mér nákvæmlega frá öllu en ég mátti samt aldrei vita að hann væri hræddur. Svo þegar hann var kominn í annan bekk fann ég hvað hann var orðinn hræddur og kvíðinn því að fara í skólann,“ segir hún. Hún heldur áfram að mæta skilningsleysi hjá kennaranum og aðgerðarleysi af hans hálfu. Á þessum tíma fer drengurinn hennar að tala um það hversu vondur kennarinn sé við hann, að hann sparki í stólbakið hjá sér og töskuna sína og öskri síendurtekið á sig. Um þetta segir hún. „Ég hafði þá auðvitað áhyggjur af því að hann hagaði sér mjög illa í skólanum en þegar ég gekk á kennarann kannaðist hann ekki við neitt. Sonur minn var svona ögrandi fórnarlamb sem brást allt- af illa við, var reiður og með læti og reyndi að ráðast á gerendurna til baka.“ Seinna fer drengurinn hennar að sækja í félagsskap gerenda sinna til þess eins að verja sig og hann hlýðir skipunum þeirra. Hann óttast mjög að geri hann ekki það sem þeir biðji hann um taki þeir hann fyrir. Hann leitast þó aldrei eftir að hitta þá að skóladeg- inum loknum. „Það var verið að setja húfuna hans í klósettið, gyrða niður um hann og bróka hann (lyfta honum upp á nærbux- unum) ef hann hlýddi þeim ekki,“ segir hún. Á mjög skömmum tíma er drengurinn hennar farinn úr hlutverki þolandans í hlut- verk gerandans og segir móðirin að þá fyrst hafi martröðin byrjað. Fas hans breytist og allt í einu áttar móðirin sig á því að þegar hann stígur út úr bílnum á morgnana tekur hann upp nýtt „töffaralegt“ göngulag og reynir með allri sinni líkamstjáningu að senda frá sér þau merki að ekkert muni bíta á hann. Drengurinn skilur „töffarahlut- verkið“ eftir í skólanum og er sami blíði drengurinn heima fyrir. Skyndilega fer móðirin samt að merkja skapbresti heima við sem ganga fljótlega úr böndunum. „Hann fór allt í einu að taka reiðiköst upp úr þurru. Þetta var ekki hann. Hann varð bara trylltur. Fór kannski inn í herbergið sitt og rústaði það og það var ómögulegt að róa hann. Svo endaði þetta með því að hann fór að hágráta og bað okkur um að hjálpa sér og í verstu tilfellunum kastaði hann upp. Í einu reiðikastinu tók hann upp hníf og hélt hon- um við brjóst sér. Ég komst ekki hjá því að hugsa, þetta er ekki barnið mitt, hann var svo trylltur,“ segir móðirin. Eftir eitt svona kastið sem var með því versta hafa foreldr- arnir samband við barnageðdeild. Þar er þeim ráðlagt að hafa hann heima daginn eftir og hlúa vel að honum. Upp frá því leita þau til sálfræðings og barnalæknis sem vísar þeim svo áfram til barnageðlæknis og þá fyrst fara hjólin að snúast. Betra að vera píndur en að pína aðra „Sjálfsmyndin hjá honum var orðin að engu. Hann bað mig oft um að koma með sér í skólann og ég gerði það stundum. Á þessum tíma var hann orðinn svo mikill gerandi og það var þá sem honum leið sem verst. Hann var orðinn svo uppfullur af kvíða og sam- viskubiti sem endurspeglaðist oft í því að hann ældi bara upp úr þurru. Það var eins og honum þætti betra að þola það að vera pínd- ur en að pína aðra. Hann fékk svo gífurlega sektarkennd og maður sá það þarna hversu mikilvægt það er að gerandinn fái aðstoð,“ segir hún. Í hlutverki gerandans fer sonur hennar að taka húfur af skólafélögunum og henda þeim, kasta snjóboltum í aðra krakka og jafnvel kaffæra þá. „Hann sagði mér alltaf frá öllu sem hann gerði. Ef það var ekki hringt úr skólanum sagði hann mér það á kvöldin áður en hann fór að sofa. Það var eins og hann þyrfti alltaf á einskonar syndaaflausn að halda,“ segir hún um þátttöku sonar síns í eineltinu. Þó að drengurinn sé orðinn gerandi sætir hann enn ofsóknum skólafélaganna sjálfur og er þá oft brotið mjög gróft á honum. „Eitt sinn var hann tekinn og brókaður í matsaln- um fyrir framan alla krakkana og þá var enginn kennari á staðnum. Þá stóðu reyndar bekkjarsystkinin með honum því þau skynj- uðu niðurlæginguna og auðvitað var þetta bara vont fyrir hann líka,“ segir hún um eitt minnisstæðasta tilvikið. Móðirin segir fjórða veturinn þann lang- versta. Þá tekur hún sér tveggja vikna frí úr vinnu til að vera með drengnum sínum í skólanum. „Á þessum tíma var kennarinn alveg á því að sonur minn væri ómögulegur og þeim samdi mjög illa. Kennarinn talaði aldrei við mig af neinum skilningi og ég fékk að heyra það að sonur minn léki sér að því að ergja aðra. En auðvitað langaði hann til að líða vel í skólanum og vildi ekki hafa alla uppi á móti sér. Þetta voru bara orðnar að- stæður sem hann réð engan vegin við. Þessi kennari var ekki slæm manneskja en hafði einfaldlega ekki nokkra stjórn á bekknum. Þá leið kennaranum auðvitað illa og missti stjórn á skapi sínu,“ segir móðirin um stirt samband sitt við kennara sonarins. Þegar móðirin er búin að fylgjast með bekknum í tvær vikur sér hún að það er ekki allt með felldu. Drengirnir eru mjög erfiðir og enn í sömu valdabaráttunni og þegar þeir voru sex ára og stúlkurnar eru uppgefnar á ástandinu. „Seinasta daginn minn í skól- anum taka bekkjarsystur sonar míns mig tali og biðja mig um að vera lengur. Þú veist ekki hvernig hún er þegar þú ert ekki, sögðu þær um kennarann og þá fyrst hugsaði ég; hvers vegna trúði ég syni mínum ekki þegar hann ræddi við mig um samskipti sín við kenn- arann?“ Móðirin segist hafa mætt álíka miklu skilningsleysi hjá skólastjóranum og það er ekki fyrr en hún leitar til námsráðgjafans sem henni finnst vera hlustað á sig innan veggja skólans. „Þegar drengurinn var kom- inn í fimmta bekk fékk hann loksins nýjan kennara og ég ákvað að segja honum alla söguna. Sá kennari var frá upphafi allt öðru- vísi og var tilbúinn að hlusta og skilja. Hann tók drenginn strax að sér og varð vinur hans og vildi greinilega bæta ástandið. Þá fór ým- islegt að breytast innan bekkjarins en auð- vitað lagar enginn svona með því einu að smella fingrum.“ Þegar drengurinn er orðinn gerandi fer móðirin að fá hringingar frá foreldrum þol- anda. Foreldrar eins þolandans sýna mikinn skilning á erfiðleikum þeirra. „Þau hringdu aldrei reið og ásakandi. Töluðu meira um hvað þeim þætti þetta leiðinlegt og við gát- um alltaf rætt málin. Þau buðu mér svo að koma með drenginn minn í heimsókn og leyfa þeim að leika sér saman. Við gerðum það nokkrum sinnum en þröngvuðum þeim aldrei í aðstæðurnar. Í dag eru þeir mjög góðir vinir og saman nánast upp á hvern einasta dag. Það skiptir mjög miklu máli hvernig rætt er um hegðun barnsins við for- eldrið. Ef það er sagt að barnið sé hræðilegt og óþolandi fer foreldrið að sjálfsögðu í vörn og lokar á frekari samskipti,“ segir hún. Móðirin segir að sjálfstyrkingarnámskeið hafi gert kraftaverk og eins samstarfið við barnageðlækninn. „Sjálfsmynd drengsins var í molum og við höfum verið að byggja hana smám saman upp. Maður er náttúrlega bara svo óþolinmóður og langar bara til að geta ýtt á takka til að laga þetta. Hann var svo uppfullur af reiði og honum fannst ger- endurnir ekki eiga neitt gott skilið frá sér al- veg heillengi. En með mikilli hjálp er hann byrjaður að blómstra. Kennarinn hlúir enn svona vel að honum og í dag þykir honum alltaf gaman að fara í skólann.“ Móðirin segir það hafa skipt sköpum hversu mikinn stuðning hún og fjölskylda hennar nutu frá ættingjum og vinum og seg- ir það hafa hjálpað þeim líka að leita til Regnbogabarna. Hún hræðist enn að eineltið taki sig upp aftur enda aðeins eitt og hálft ár síðan það stóð sem hæst. Hún er samt sem áður bjartsýn og þakklát öllum þeim sem hafa sýnt fjölskyldu hennar skilning og hlýju. Ældi vegna kvíða „Það var verið að setja húfuna hans í klósettið, gyrða niður um hann og bróka hann ef hann hlýddi þeim ekki.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.