SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Blaðsíða 12

SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Blaðsíða 12
12 6. desember 2009 U ndanfarið hef ég verið að velta því fyrir mér hvernig þau Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Stein- grímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hafa breyst, gjör- breyst, við það að setjast í þá stóla sem þau nú sitja í og deila og drottna úr. Ekki síst hef ég velt því fyrir mér hvort þau trúi því í raun og veru að íslenska þjóðin sé með eitthvert gull- fiskaminni sem mér var einhvern tíma sagt að næði þrjár sekúndur aftur í tímann. Skyldu þau trúa því að við munum ekki lengur hvernig þau, þessir tveir alþingismeistarar í málþófi, töfðu störf hins háa Alþingis þing eftir þing, ár eftir ár, langt umfram aðra stjórnarandstöðuþingmenn? Steingrímur hefur fyrir löngu áunnið sér titilinn ræðukóngur Al- þingis og enginn kemst með tærnar þar sem hann hefur hælana í þeim efnum og Jóhanna sem stjórnarandstöðuþingmaður átti það til að tala svo lengi á þingi að þingheimur velti því alvarlega fyrir sér hvort hún þyrfti aldrei að fara á klósettið! Þessi sömu tvö, sem nú hafa setið á ráðherrastól í tíu mánuði, ráðast nú hart á stjórnarandstöðuþingmenn og saka um málþóf þegar stjórnarandstaðan hefur viljað ræða og ræða í þaula það graf- alvarlega mál sem undanfarna mánuði hefur skyggt á öll önnur mál, hvort sem er á þingi eða almennt í þjóðfélaginu, og þar vísa ég vitanlega til Icesave-málsins. Ráðherrarnir gefa ekkert fyrir rökstuðning virtra lagaprófessora og hæstaréttarlögmanna fyrir því að halda megi því fram að verði frumvarp ríkisstjórnarinnar um Icesave og ríkisábyrgð að lögum sé verið að skerða fullveldi ríkisins umfram það sem stjórnarskrá okkar Íslendinga heimilar. Þeir sem halda þessu fram eru ekki ómerkari menn en þeir Sig- urður Líndal og Stefán Már Stefánsson lagaprófessorar og hæsta- réttarlögmaðurinn Lárus L. Blöndal eins og lesa mátti í grein þeirra hér í Morgunblaðinu sl. miðvikudag. Fyrirvararnir frá því í sumar eru að engu orðnir og samt eru þau Jóhanna og Steingrímur enn við sama heygarðshornið. Icesave skal samþykkt. Svo er haft í hótunum undir rós eins og Steingrímur gerði ítrekað í fjölmiðlum fyrr í þessari viku og bar við því að ekki væri hægt að skýra úr ræðustól á Alþingi hvaða skelfingar steðjuðu að landi og þjóð væri frumvarpið ekki samþykkt snemmendis, helst strax í gær. Þá virðast þau Jóhanna og Steingrímur ekkert gefa fyrir það að 25 þúsund Íslendingar hafa nú þegar skorað á manninn sem býr á Bessastöðum að synja Icesave-lögum staðfest- ingar verði frumvarpið á annað borð að lögum. Fróðlegt verður að vita hvað forsetinn telur rétt að gera komi til þess að hann eigi að staðfesta lögin. Þá mun nú heldur betur reyna á forsetann því synji hann staðfestingar kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu um lögin, sem að líkindum yrðu kolfelld, og þá gilda lögin með fyrirvörunum, sem samþykkt voru á Alþingi í sumar, á ný. Því miður tel ég litlar líkur á því að frumvarpið verði ekki að lög- um. Ég segi því miður fyrir okkur skattgreiðendur þessa lands, því miður fyrir skattgreiðendur Íslands í framtíðinni, börnin okkar, barnabörnin og barnabarnabörnin. Það gæti verið umhugsunarefni fyrir þau Steingrím og Jóhönnu að velta því fyrir sér hvað barnabörn þeirra, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn munu segja í framtíðinni og hvaða spurn- inga þau munu spyrja þegar þau komast á skólaaldur og fara að læra Íslandsögu fyrrihluta 21. aldarinnar. Gera þau sér kannski í hugarlund að afkomendur þeirra muni þurfa að lesa það í kennslu- bókum um þá tíma sem við nú lifum að það sé einkum og sér í lagi þessum sérstaka afa, langafa, langalangafa, Steingrími J. Sigfús- syni, og þessari ömmu, langömmu, langalangömmu, Jóhönnu Sig- urðardóttur, að kenna að afkomendur þeirra, eins og aðrir Íslend- ingar framtíðarinnar, þurfi að búa við kröpp kjör, jafnvel mjög kröpp kjör? Verður kannski söguskýring framtíðarinnar sú að for- sætisráðherra Íslands og fjármálaráðherra, þau Jóhanna Sigurð- ardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, hafi misst sjónar á því meg- inhlutverki sínu að gæta hagsmuna lands og þjóðar í nútíð og framtíð? Munu sagnfræðingar framtíðarinnar reyna að varpa ljósi á það hvers vegna þessi tvö gerðust svo ótrúlegar undirlægjur gagn- vart Bretum og Hollendingum að Íslendingum hefði verið meiri akkur í því að fá þá tvo drjóla, Darling, fjármálaráðherra Breta, og Bos, fjármálaráðherra Hollands, til þess að gæta íslenskra hags- muna? Kallast það að gæta hagsmuna þjóðar í nútíð og framtíð að samþykkja drápsklyfjar skulda á íslensku þjóðina sem saklausir Ís- lendingar og ófæddir og þess vegna enn saklausari Íslendingar tóku engan þátt í að stofna til? Ég held ekki. Hvernig mun sagan dæma þau? Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is 7.00 Einar Mar vaknar til barnanna, Steingríms Marar sem er tveggja ára og Sólveigar Marýjar sem er sjö ára. „Við hjónin sameinumst um að koma öllum á lappir og það getur oft verið mikið fjör og barningur. Fyrsti klukkutíminn fer í að gera alla klára fyrir leikskóla og skóla en konan sér um að skutla börnunum. Þegar þau þrjú eru farin út huga ég að sjálfum mér; fer í sturtu og borða morg- unmat.“ 9.00 Bókabúð Máls og menn- ingar er opnuð og vinnudag- urinn hefst. „Ég og Jón Ellert Lárusson verslunarstjóri förum yfir það sem er framundan um daginn. Það er mikið um atburði hér í búðinni, sérstaklega í des- ember með tilheyrandi upp- lestrum og útgáfuhófum en ég sé um skipulag þeirra viðburða. Þennan dag er Súfistakvöld um kvöldið svo við hugum að því að setja bækur þeirra rithöfunda sem þar lesa upp úr bókum sín- um á tilboð auk annarra bóka. Ég sé um að panta inn vörur og bækur fyrir verslunina og það tekur talsverðan tíma dags- ins hjá mér enda fylgja því heil- mikil samskipti við forlögin og aðra birgja. Oftast geri ég þetta á morgnana. Því miður fer allt of mikill tími í þetta því mér finnst skemmtilegast að standa í búð- inni og afgreiða.“ Seinnipart dags fæ ég hins vegar að sinna viðskiptavin- unum og það er heilmikið að gera. Vænst þykir mér um það þegar fólk biður um ráðlegg- ingar og það er sérstaklega mik- ið um það núna í jólagjafa- vertíðinni. Þegar viðskiptavinirnir lýsa fyrir mér bókasmekk Sigga frænda finnst mér mjög gaman að geta bent þeim á einhverja bók sem ég held að frændinn kunni að meta. Því legg ég upp úr því að lesa mikið og kynna mér þessa vöru sem ég er að selja.“ 15.30 Matarhlé eru ekki á ákveðnum tímum hjá Einari. „Ég fer einfaldlega í mat ef ég er mjög svangur. Það er oftast um þrjú, fjögurleytið. Ég bý svo vel að það er afskaplega gott kaffi- hús í vinnunni þannig að ég get skutlast upp og fengið mér góða samloku. Ég þarf því ekki að fara langt eftir mat. Ég ætla mér hins vegar að skjótast heim í mat milli klukkan sex og átta en einhvern veginn tefst ég því ýmis verkefni bíða. Þennan dag fer ég því ekkert heim.“ 20.00 Súfistakvöldið hefst og Einar er kynnir kvöldsins. „Þetta er frábært kvöld og ágæt- lega mætt. Þarna mæta Elías Snæland Jónsson, Anna Björns- dóttir og Gunnlaugur Júlíusson og lesa upp úr sínum bókum auk þess sem Hjörleifur Valsson leikur á fiðluna sína. Það er ótrúlega gaman að geta tekið þátt í svona skemmtilegum við- burði og verið samt í vinnunni.“ 22.00 Súfistakvöldi lýkur og búðinni er lokað. „Þá dríf ég mig heim. Ég er auðvitað örþreyttur og búinn að missa af því að kyssa börnin mín góða nótt. Ég kíki samt aðeins inn í herbergi til þeirra og smelli kossi á sof- andi kinnar. Ég leggst svo upp í sófa og sofna aðeins yfir sjón- varpsþætti sem konan mín er að horfa á. Þar dotta ég í hálftíma þar til hún hnippir í mig og segir kominn tíma til að fara í hátt- inn. Lúrinn hefur tekið úr mér mestu þreytuna svo ég tek bók Vilborgar Davíðsdóttur um Auði djúpúðgu með mér í rúmið og les í tvo tíma, eða þar til ég lýk við hana, áður en ég sofna.“ Dagur í lífi Einars Marar Þórðarsonar bóksala Einar Mar Þórðarson nýtur sín innan um bækurnar og viðskiptavinina. Morgunblaðið/Golli Vill helst afgreiða Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Listmunauppboð í Galleríi Fold Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu fer fram mánudaginn og þriðjudaginn 7. og 8. desember, kl. 18.15 báða daganna í Galleríi Fold við Rauðarárstíg Verkin verða sýnd í Galleríi Fold: sunnudag kl.12–17 (öll verk), mánudag kl. 10–17 (öll verk), þriðjudag kl. 10–17 (verkin sem ekki eru boðin upp á mánudag) Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Af gefnu tilefni bendum við á að öll verk eru skoðuð af sérfræðingum til að koma í veg fyrir að falsanir rati á uppboðið N ína Tryggvadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.