SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Blaðsíða 41

SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Blaðsíða 41
6. desember 2009 41 Æringinn er grafið ærkjöt sem hefur verið framleitt sem forréttur frá árinu 1998. Hangikjötið íslenska hefur í aldaraðir þótt hinn mesti herramannsmatur hjá háum sem lágum. Engin breyting hefur orðið þar á en undanfarin ár hafa kjöt- framleiðendur þróað nýjar aðferðir við að meðhöndla kjötið, samhliða þeim hefð- bundnu. Meðal þeirra er Fjallalamb á Kópaskeri sem flestir tengja kannski fyrst og fremst við Hólsfjallahangikjötið sívinsæla. Fyrir utan það reykja Fjallalambsmenn m.a. veturgamalt kjöt og þaðan af fullorðnara og ekki má gleyma sérverkaða hangilær- inu. Það er af veturgömlu fé, en reykt tvisvar sinnum meira en venjulegt hangikjöt. Þeir sem þekkja til segja best að borða sérverkaða kjötið hrátt og sér slíkum krásum æ oftar bregða fyrir á jólahlaðborðum eða fjölskylduveislum yfir hátíðirnar. Þá sækja forréttir Fjallalambs stöðugt í sig veðrið. „Höfðinginn okkar fær í raun sömu meðhöndlun og hangikjötið en hann er úr veturgömlu sauðafillé,“ segir Björn Víkingur Björnsson, fram- kvæmdastjóri Fjallalambs. Æringi þeirra Fjallalambsmanna er hins vegar ekki reyktur heldur grafinn, en eins og nafnið bendir til er þar á ferð- inni ærkjöt. „Við byrjuðum með þann forrétt árið 1998. Fyrstu árin jókst salan á honum og öðrum forréttum okkar hægt og sígandi en fyrir jólin í fyrra stökk þetta svo upp á við, það var gríðarleg eft- irspurn.“ Nýjasta afurðin er svo Fjallabitinn. „Þetta er hálfþurrkað kjöt, svokölluð öl- pylsa sem er skorin niður í þunnar sneið- ar,“ segir Björn Víkingur. Erlendis þekk- ist að narta í slíkar pylsusneiðar með bjór. „Fjallabitinn er ekki saðsamur heldur virkar svolítið eins og harðfiskur – það er rosalega gott að narta í hann meðan verið er að bíða eftir aðalrétti.“ Freisting Frónbúans Höfðingjar og Æringjar Fáir drykkir eru jafn tengdir aðventunni og jóla- glögg enda ákaflega notalegt að ylja sér á heitum drykk í vetrarkuldunum sem fylgja þessari árstíð. Glöggið má hafa bæði áfengt og óáfengt og er oft hægt að kaupa sérstakan grunn fyrir glöggið í versl- unum fyrir jólin. Í eftirfarandi uppskrift er þó glöggið gert frá grunni en hún er upprunalega kom- in frá Árna Þorsteinssyni framreiðslumeistara. 1 flaska rauðvín 1 appelsína 15-20 negulnaglar ½ vanillustöng 1 dl sykur Hellið víninu í pott. Stingið negulnöglunum í app- elsínuna og leggið í pottinn og látið malla um stund. Bragðbætið með vanillu og sykri. Glöggið er best rjúkandi heitt. Drykkur vikunnar Jólaglögg Jólaglögg má bæði bera fram í glösum eða bollum. Morgunblaðið/Golli Þegar baka á hnoðað deig er mik- ilvægt að smjörið eða smjörlíkið sé kalt en ekki mjúkt. Þurrefnin eru ým- ist sett á borð eða í skál og smjörið eða smjörlíkið er mulið saman við. Athugið að hnoða því ekki saman við, síðan fer oftast egg og einhver annar vökvi saman við og þá er deig- ið hnoðað. Ef notað er lint smjör eða smjörlíki þarf meira af hveiti svo að þið ráðið við deigið og kökurnar verða ekki eins og þær eiga að vera. Í sumum uppskriftum er talað um að skýra smjörið, þá er átt við að smjörið sé brætt við lágan hita, því hellt í skál og látið storkna. Þá sest á botninn á skálinni vatn og salt, sem síðan er hnoðað saman við smjörið. Þetta á t.d. við Bessastaðakökur. Gætið þess að fylgjast vel með ofninum þegar smákökur eru bak- aðar. Stundum þarf að snúa plötunni og einnig að taka sumar kökur af fyrr en aðrar. Þetta á ekki bara við um gamla ofna. Þótt gefinn sé upp ákveðinn bökunartími getið þið ekki alveg treyst á að hann sé réttur. Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, skólastjóri Hússtjórnarskólans. Húsráð Margrétar Enn af bakstri nýtt kortatímabil kr. pk.998 Grillaður kj úklingur, 2 l Pepsi eða P epsi Max kr. kg Ungnauta p iparsteik1749 verð áður 3 498 50%afsláttur í pk! 4 í pk! 2 400 grömm FP súkkula ðikremkex 300 g 249kr.pk. Panesco Ba guette389kr.pk. FP ávaxtak aramellur489kr.pk. FP frosin jarðarberog hindber48 9kr.pk. Njótum aðventunnar saman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.