SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Blaðsíða 47

SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Blaðsíða 47
6. desember 2009 47 LÁRÉTT 1. Sér maður k-efni í viðfangsefni. (11) 5. Af hverju eftirmynd af slíkum aðila? (8) 10. Enn hefur klæðin. (9) 11. Sá seinasti drepi ágengan. (7) 12. Spjalla um tré í samtali. (7) 13. Skálar með lofti á Snæfellsnesi. (10) 14. Rómantískar missa tak á kryddi. (8) 16. Rosknar eru líka einhvern veginn erlendar. (7) 18. Hlaupinn í felur í kjarrið. (7) 19. Við veiðidýr semjið þrátt fyrir reiðigirni. (10) 22. Verkstæði sem finnst nálægt snauðum og ein- földum. (7) 25. Heilsubótarmeðferð er beitt á matjurt. (8) 26. Lemur Hannes 8 fyrir að fækka klæðum. (8) 29. Bara öðruvísi röltandi (8) 30. Stór með bor og sérstakt lyf. (8) 31. Daníel og angistin verða sár. (9) 33. Sjá var fanginn með afla. (10) 34. Ja, greiðinn getur stafað af landinu. (10) 35. Skotvopn leikhússtjóra. (10) LÓÐRÉTT 1. Sendi augljósan norður og fæ trúverðugan til baka. (9) 2. Óvitlaust kvæðið dillar að einhverju leyti í ákveðna átt. (11) 3. Er fjöður hjá torveldum? (7) 4. Fá íbúprófen og jagast síðan yfir lofti. (8) 6. Við orku óþekkts kemur samúð. (7) 7. Næstum því ókei með lík þrátt fyrir að þau séu svipuð. (7) 8. Eru nú merar öðruvísi í svona runu? (9) 9. Dönskukennarar án endans fá sætmetið. (8) 15. Bendir á vitranir (5) 17. Prófi nakinn að finna aldin. (8) 20. Taka kind ekki mikið en frekar án deilna. (10) 21. Tindinn torg. (11) 22. Hross sem var kyrrt? (10) 23. Sumarbúðirnar án Arnars snúast ekki um inni- hald. (7) 24. Leysi úr hjálp. (6) 27. Veltandi og dillar nú einhvern veginn. (8) 28. Skrjáf og ergjan gera ákafann. (8) 32. Næ ég egna einhvern en hlýða samt. (5) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðilinn með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausn- inni í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 6. des- ember rennur út næsta föstu- dag. Nafn vinningshafans birtist sunnudaginn 13. desember. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 29. nóvember sl. er Regína Vigfúsdóttir. Hún hlýtur í verðlaun bókina Mannlaus veröld eftir Alan Weisman. JPV gefur út. Krossgátuverðlaun Friðrik Ólafsson er liðsstjóri „Reynslunnar“ sem þessa dag- ana etur kappi við úrvalslið kvenna í Marianske Lazne í Tékklandi, smábæ sem er róm- aður fyrir heilsulindir. Friðrik er að þessu sinni í hlutverki liðsstjóra en Viktor Kortsnoj, Vlastimil Hort, Robert Hubner og Jan Timman heyja keppni á fjórum borðum gegn indversku skákdrottningunni Humpy Ko- neru, Katerinu Lahno frá Úkra- ínu og tékknesku skákkonunni Jönu Jackovu og Önnu Muzyc- huku frá Slóvakíu. Heið- ursgestur er fyrrverandi heims- meistari, Boris Spasskí. Hinir nafntoguðu jaxlar af gamla skólanum eiga við ramman reip að draga; eftir fimm umferðir af átta höfðu konurnar náð öruggri forystu: 11½ : 8½. Margvísleg vopnaviðskipti hafa átt sér stað millum sex- menninganna um áratuga skeið. Sumir hafa háð fleiri en eitt einvígi sín í milli. Þar ber hæst tvö mögnuð einvígi sem Spasskí og Kortsnoj háðu með tíu ára millibili en sigurveg- arinn vann sér þá inn rétt til skora á heimsmeistarann. Spasskí vann í Kænugarði árið 1968 6½ : 3½ en í Belgrad í árs- byrjun 1978 snerist dæmið við og Kortsnoj vann 10½ : 7½. 16 ára Filippseyingur sló út Ivantsjúk og Kamsky Fyrir daga Anand og kínversku skákbyltingarinnar voru Fil- ippseyingar herraþjóðin á skáksviðinu í Asíu. Eftir mikinn uppgang á áttunda áratug síð- ustu aldar var eins og einhver stöðnun tæki við og lítil end- urnýjun átti sér þar til nú að 16 ára Filippseyingur Wesley So kveður sér hljóðs á heimsbik- armóti FIDE sem stendur yfir í Khanty Mansiysk í Siberíu. Slær úr keppni tvo af sigurstrangleg- ustu keppendunum, þá Vasilí Ivantsjúk og Gata Kamsky. Ekki vakti minni athygli hvernig nýjar reglur FIDE um mætingu urðu Kínverjunum Wang Yue og Li Chao að fótakefli í 3. umferð; rétt fyrir umferð virðist Wang Yue hafa „slakað jurt“ til landa síns Li Chao en þar sem þeir stóðu í hvíldarherberginu og svældu hvor sína rettuna var skáklukkan sett í gang. Engin viðvera þýðir tap: þeir féllu báðir úr keppni. Yfir 130 skákmenn hófu keppni á heimsbikarmótinu sem fram fer með útsláttarfyr- irkomulagi. Gaman var að sjá Judit Polgar mætta til leiks. Hún sigraði Rúmenann í Nisipeanu í 2. umferð 4½ : 3½. Svo mætti hún Boris Gelfand. Fyrri kapp- skákinni af tveimur tapaði hún svo ekkert nema sigur dugði. Baráttukraftur hennar í þess- ari mikilvægu skák er athygl- isverður. Kraftmiklir leikir eru 19. g4 og 21. Rf5 en 21. Hxf7 virðist sterkara með hugmynd- inni 21. … Rxd2 22. Rf5! Gelfand er með dágóð færi en flækjurnar eiga illa við hann og þegar hann opnar allt upp á gátt með 27. f5 lifna biskuparnir við, 32. Hg6 er skemmtilegur lokahnykkur. Heimsbikarmót FIDE: Judit Polgar – Boris Gelfand Vínartafl 1. e4 e5 2. Bc4 Rf6 3. d3 c6 4. De2 Be7 5. Rf3 0-0 6. Bb3 d6 7. 0-0 Rbd7 8. c3 a5 9. a4 b5 10. Bc2 Ba6 11. axb5 cxb5 12. Rbd2 Dc7 13. d4 a4 14. Bd3 Hfb8 15. Rh4 g6 16. f4 exf4 17. Rdf3 Rh5 18. Bd2 Rb6 19. g4 fxg3 20. Rg5 Rc4 21. Rf5 Bxg5 22. Bxg5 f6 23. Bh4 gxh2+ 24. Dxh2 Hf8 25. Be2 gxf5 26. Bxh5 fxe4 27. Df4 f5? 28. Kh1! Kh8 29. Hg1 Hf7 30. Bxf7 Dxf7 31. Dh6 Hf8 32. Hg6 – og svartur gafst upp. Eftir þetta var gripið til skáka með styttri umhugsunartíma og þar varð Ísraelsmaðurinn hlut- skarpari. Lokatölur urðu 3½ : 1½ . Helgi Ólafsson helol@simnet.is Friðrik liðsstjóri gömlu meistaranna Skák Nafn Heimilisfang Póstfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.