Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 12
^ULllJEMSWKTXíOW- Ekki alls fyrir löngu barst mér í hendur fyrsta skólahlaðið, sem komið hefur út á þessum vetri. Eitstjóri þess'er,eins og flestum er kunnugt, Irni Guðjónsson. Af því að eg hjost við því, að blað þetta mundi vel skrifað, margt fróðlegt og skemmtilegt í því, hyrjaði ég að lesa það, jafnskjótt og óg náði í það. i fremstu síðu blaðsins, það er að segja þeirri, sem nokkurt lesmál er í, er nokkurs konar for- spjall ritað af ritstjóranum. Þar segir hann meðal annars, að ekki hafi verið hjá því komizt að hirta nokkrar skammargrein- ar í hlaðinu, vegna þess að efni þeirra greina muni hafa legið svo þungt á höfund- unum að nauðsynlegt væri að retta þeim hjalparhönd, ef verða mætti til þess, að þeir gætu fundið ró eftir að hafa skriftað ena væru greinarnar um vandamál skólalífs- ins (tekið óhreytt upp hér). Við þessu var auðvitað ekkert að segja nema íslenzkukennarar skólans kynnu að finna eitthvað athugavert við íslenzku- kunnáttu þessa 6. bekkings. En ég las meira en þessa grein. Þegar ég fletti við þessu hlaði og leit á 4. síðuna, sá ég feitletraða fyrirsögn greinar, sem nefnd- is-t Þroskastig, og var eftir sjálfan ''höf- uðpaurinn", Arna Guðjónsson, í þessari grein gerir hann meðal annars að umræðu- efni fyrsta fund Framtíðarinnar, þar sem eg hafði framsögu um herstöðvarmálið. Segir hann þar, að ég hafi algerlega hrugðizt því hlutverki, sem mér hafi verið falið, ræðan hafi verið illa undirbúin og alls ekki um herstöðvarmálið, en aðallega adeila a ríkisstjórnina og það sem hún hafi tekið sér fyrir hendur, "Nysköpun atvinnuveganna". Ég varð nokkuð hissa á þessu,því að það^er einkennilegt af manni, sem er rit- stjori skólahlaðsins að far að skrifa um mal, sem hefur verið tekið fyrir á fundi og rætt þar. Það vita þeir líka, sem voru a þossum fundi, ao árni Guðjónsson var þar staddur, og einkennilegt kann það að virðast að hann skyldi eklci hafa gagnrýnt ræðu mína þar, fyrst það hefur þó legið honum mjög á hjarta, eins og hann gefur, í skyn í forspjallinu. Ég hýst við því, að vel fari á að láta þann, er ritaði fundar- gerð þessa fundar og sennilega er flokks- hróðir árna, vitna á móti honum, en í fundargerðinni segir, að ég hafi rætt all ýtarlega gang herstöðvarmálsins, hreyting- artillögur, sem hafi komið fram við samn- ingsuppkast Ólafs Thors og afgreiðslu þess. Ekki er þess getið, að ég hafi minnzt á "Nýsköpunina", enda er það ein- tómur uppspuni, að ég hafi gert hana að umræðuefni. Hitt er svo annað mál, að ég er nokkuð jafn trúaður á kenningu hihlí- unnar um sköpun heimsins og auglysinga- skrum íhaldsmanna og kommúnista um hina "Nyju sköpun" á fslandi. Rettilega getur Arni þess í greininni að ekki hafi nema 30 manns sótt fundinn. Það er því auð- sætt, að hann hefur skrifað þvætt-ing þennan í skjóli þess, að hinir mörgu,sem ekki sottu þennan fund, sem var mjög illa auglýsturö hlytu að trúa cllu, sem um hann væri logið. Grein þessi lýsir mjög vel drenglyndi höfundarins og þroskastigi hans. Það er auðvitað kappsmál hvers og eins að þroskast andlega eins og honum er unnt, En menn leita til þess ýmissa ráða, árni Guðjónsson hefur tekið það ráð að ganga í Æskulýðsfylkingu Reykjavíkur og njóta þeirrar uppfræðslu, sem þar er á boðstólum. Hvað hann hefur þroskast með þessu móti, her greinin glöggt vitni um. Hann er auðsjáanlega búinn að ná því þroskastigi, sem lærifeðurnir í Æskulýðs- fylkingunni ætlast til, að allir nemendur þeirra nái.En þegar ^eir eru þess "um- komnir" að vinna á moti hetri vitund og farnir að nota þau^meðul, sem vafasamt er.; að séu leyfileg frá siðferðilegu sjónar- miði til þess að klekkja á andstæðingum sínum, þá fyrst eru þeir búnir að ná þroskastigi árna Guðjónssonar. Skúli Benediktsson.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.