Skólablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 15

Skólablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 15
Þordís Þorvaldsdottir. r/S\ C ~f A 'v V ^ AjxJv í>r>\ DD\J JN M Svo mun dugnaði stjornar Tonlista- klúbbsins fyrir að þakka, að nemenduni Menntaskólans gafst hinn 5» &&g nóvember- mánaðar tækifæri til að hlýða á tvo snjalla tónlistarmenn. Ég á við fiðlutónleika,sem hr. Björn ólafsson hélt með aðstoð dr.V.v. Urbantsitch. Björn ölafsson er okkar fær- asti fiðluleikari,og gátu allir þeir, sem hlýddu á hljómleikana, sannfærzt um það af eigin raun. Dr. Urb. er mjög fær píanó- leikari og aðstoðaði Björn með hinni mestu snilld. Það var- ánægjulegt að sjá", hve vel nemendur sóttu þessa tónleika. Monn mættu stundvíslega og fylltu öll sæti í hatíða- salnum. Listamennirnar voru hylltir ákaflega, þegar þeir komu inn, en það hafði láðst að loka gluggunum, svo að Björn Ólafsson varð að byrja á því að biðja um að gluggunum yrði lokað, og síðan hofust tónleikarnir. Fyrsta lagið, sem þeir léku, var sónata eftir Guiseppe Tartini. Tartini (1692-1770) var ítalskur. Þessa sónötu, sem hann kall- aði "II Trillo del Biavolo" eða "djöfla- trilluna", dreymdi hann að djöfullinn hefði leikið fyrir sig. Þegar hann vaknaði reyndi hann að spila hana niður aftur, og árangurinn heyrðum við hjá Birni. - Wæst voru sex þjóðlög útsett af Helga Palssyni. - Þar er víst í uppsiglingu nytt tonskald, sem sagt er, að muni vera tölu- vert sérstæður sem tónskáld. - Menn þekktu sum laganna, t.d. "Tunnan valt" og "Latum af hárri heiðarbrún", Þriðja verkið var "Introduction et Rondo Cappricio" op. 28 eftir franska tón- skáldið C. Saint-Saé'ns. Það lag þekktu víst flestir ,og ætla ég ekki að faranein- um orðum um það. Björn lék lagið af hinni mestu snilli, eins og hans var von og vísa, og undirspilinu var borgið í höndum dr. Urb. Síðasta verkið á efnisskránni var fiðlukonzert op. 64 eftir Mendelsohn- Bartholdy, sem hét fullu nafni Jakob Lud- vig Felix Mendelsohn, - en það kemur ekki málinu við. Fiðlukonzert þessi er í fjor- um þáttumj Allegro molto appasionato eða hratt andante eða rolega Allegretto eða hratt Allegro molto vivace eða mjög hratt og mjög fjörlega. Þetta er mjög fallegt verk og var leikið af hinni mestu snilld. Nemendum hefir farið mjög fram i svokallaðri kon- zertmenningu, fra þv£ er irni Kristjáns- son vígði flygilinn fyrir þremur árum,því að nú klappaði enginn of snemma eða milli kafla í laginu. íheyrendur klöppuðu lista- mönnum óspart lof í lófa, og fengu að launum eitt aukalag. Var það "Perpetunum mobile", sem eg veit ekki, eftir hvern var. Nafnið mun óþarft að skýra út, þvi að menn bæði sáu og heyrðu, hvað það þyddi. - Var þessu lagi ákaft fagnað. Það er ein- læg óska okkar nemendanna, að okkur gef- izt aftur tækifæri til að hlyða a leik slíkra listamanna, og fyrst stjorn Ton- listaklúbbsins var svona dugleg að fá þa Björn, treystum við henni til að fara aftur á stúfana, áður en langt um líður, og fá fleiri slíka listamenn til að leika fyrir okkur. Það myndi áreiðanlega verða til að auka áhuga nemenda fyrir góðri tón- list, sem er æðst allra lista. Því miður er áhuginn meðal nemenda á störfum Ton- listaklubbsins ekki nægur, ef dæma skal eftir síðasta konzertkvöldi hans þann ~» des., en þá mættu 30 áheyrendur. Fyrst ég er komin út í þessa sálma, get ég ekki stillt mig um að tala dálítið nánar um þetta, Verkin, sem leika átti, voru "Fiðlukonzert" og "SÓnata pathetigue" eftir Beethoven. Þegar klukkan var 9 voru aðeins1 öfaar hærður mættar og þegar kon- zertinn hófst var það aðeins JO manns, sem tímdi að eyða sínum dyrmæta (?) tíma í að hlusta a verk meistarane Beethovens. Þetta finnst mer alveg háborin skömm.Fyrst nemendur' geta alltaf verið að þykjast hafo yndi að goðri hljomlist,hversvegna í óeköp' unum nota þeir þá ekki tækifærið til að hlusta, þegar þeim býðst það? Eg stla ekki að fjölyrða frekar um þetta, en eg vona, að næst, þegar klubburinn ætlar að hafa tonleika,muni nemendur sjá soma sinn í því að mæta vel og stundvísl.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.