Skólablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 3
3.tbl. Desember 1946 22.arg. jólaönnunum er nú" lokið. Enn ein jól höfum við haldið hátíðleg að kristnum sið. Sum okkar hafa haldið jólin hátíðleg í tilefni af fæðingu Jesú Krists. Þeir hafa átt friðsæl, kyrrlát og heilög jol. Aðrir hafa bendlað nafni Jesú við jólin, en þeir hafa ekki haldið jólin í minningu frelsarans. Þeir hafa haldið jólin hátíðleg með glaum og gleði, og engin smaathöfn þeirrá í sambandi við jólin hefur gefið minnsta tilefni til að halda, að þeir sé"u kristnir, eins og þeir láta þó í veðri vaka. Þetta eru fölsk jól. Þeir, sem halda hátíðleg jól undir yfirskini guðhræðslu, hafa vísvitandi blekkt sjálfa sig og aðra. En ef dæma má eftir sögusögnum, þá. lætur Jesú ekki blekkja sig. Enn aðrir halda svo jólin hátíðleg á erm eldri hátt. Þeir fagna hví, að dagur tekur að lengjast. Þeir njóta svo goðs af jolafríi, mat og drykk, og eiga áhyggjulausari jól en hinir, því að þeir eru hvorki að reyna að blekkja sjálfa sig né aðra, - Jolahátíðin mun þannig til komin, að í heiðni var hald- in miðsvetrar hatíð til þess að fagna því, að dagurinn tók að lengjast. Þetta mun hafa verið almenn hátíð og átt snaran þatt í eðli manna. Eftir kristnitöku fór svo að brydda á því að kristnir menn héldu þessa hátíð í tilefni að fæðingu Jesú Krists. Nærri má geta, að þessi breyting í tilefni hátíðahaldanna

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.