Skólablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 11
- 11 myrti hana jafnvel í huganum, Mer var fró- un í þessu. Þetta er eina astarævintýri lífs míns, og ekkert hefur nokkurn tímann haft eins slæm áhrif á mig. Hið litla sjálfs- traust mitt, sem eftir var, hrundi með því. Ég hvíldi í hyldýpi mannlegrar ein- veru, eg bjó ekki einu sinni lengur við felagsskap þægilegra hugsana. Þær urðu allar andstæðar vilja mínum. ÍTÚ var allt a moti mer. Það eina, sem ég get þakkað föður mínum, var, að hann lét mér eftir þetta orgel, þegar hann dó, og þó þakka ég hon- um ekki. Hvert hefði hann svo scm átt að láta það fafa, ef ekki til mín? Ja, é*g veit ekki. Hvert svo sem. Ég hcf ánægju af orgelinu, þó að ég kunni sem ekkert að spila. já, það er gaman að því. En ég kann að flauta. Það er í raun og veru það eina,sem ég kann. Ef folk hefði getað, þá hefði það sjálfsagt komið í veg fyrir, að ég yrði snillingur að blístra. Ja, það hefði komið í veg fyrir, að ég yrði snillingur. - Og náunginn var nú í fyrsta sinn ánægður á svipinn, þegar hann blístraði lagstúf, máli sínu til sönnunar. Og Jon agent fann, að hann var snillingur, eða hann hlaut að vera það, úr því að hann hafði sjalfur sagt, að hann væri það» Naunginn hætti skyndilega að blístra og varð myrkur £ svip, og Jon agent hólt, að hann væri að verða æstur aftur og stoð því upp, viðbúinn að fara. - fg veit ekki, til hvers ég var að segja þér þetta allt saman. ÞÚ skildir víst ekki baun,hvrð ég var að fara,ekki baun - - öjú, mikil ósköp, - svaraði Jon agent kvíðafullur. íráunginn sneri sér að hefilbekknum, ýtti frá sér spegilbrotinu og tók upp pensilinn og flugvélina og málaði á ny, Ja, ég kann að blístra. - x x x x x Og þegar Jon agent kom út á götuna, fann hann enn betur en áður, að hann var snillingur. Og þó*. Hvern skrambann varð- aði hann um það, hvort.náunginn væri snillingur eða ckki? Og hvað þýddi líka að vera með heilabrot og það um líf og dauða. Líf og dauði. Tveir nágrannar, annar góður og hinn slæmur, Það væri að minneta kosti ekki fyrir sjálfan hann að brjóta heilann um þaö, hvor væri góour og hvor slæmur. Nei, áreiðanlega ekki fyrir hann . Honum væri nær að hugsa um líf og auo. Líf og auður. Þetta var fallegt hugtak, fallegar andstöður. Jón age'nt var hrifinn af þessu með sjálfum cer, Hei, það þýddi ekkert að hugsa um lífið, það myndi þá fara með mann alveg eins og það lysti, og eina ráðið til að sporna við leik lífsins væri að fullkomna sig i verzlunár- og viðskiptaprettum og beita þeim 'svo til að hafa upp fé, því að það væri höfuðandstæðingur lífsins, og með því myndi maður svo leiks á þcssa til- hneigingu lífsins til að fara með mann £ hundana, því.að peningamaðurinn hefði vald yfir lífinu en ekki lífið yfir honum.: Líf og auður voru andstæðingar eins og líf og dauði, eða ö'llu heldur væri um að ræða tvenns konar lif, líf lífsins og líf auðs- ins, annað gott, hitt slæmt, alveg eins og líf og dauði. En hér sagði sig sjálft, hvor væri hinn góði nágranni, Er ekki sigurvegarinn alltaf hinn rétti og hinn góði? Og hvor er hinn eilífi sigurvegari? Var það ekki líf auosins? Ha? JÓn agent var ánægður með útkomuna. Han kom alveg heim við allar hans lífs- reglur. Ja, hann hataði hugaróra. Þeir spilltu fyrir verzlunarspekúlasjóninni, Frh. á bls, 32.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.