Skólablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 22

Skólablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 22
KwaW'' - 22 - ÉJS =—= Hvernig er það annars, - finnst ykkur ég vera svo skemmtilegur, að ekki megi spilla þessum dálkum með annarra skrifum? Ég hafði haldið, að það væri öðru nær. Bleksletturnar eru fyrst og fremst ætlaðar til skrifs og ráðagerða um skólans gagn og nauðsynjar, og ég á ekki að vera eini skrifarinn. Ekki trúi ég pví, að menn séu almennt svo áhugalausir um þessi mál, að þeir nenni ekki að velta þeim fyrir sér, - og hvers vegna láta þeir þá ekki álit sitt í ljós? - Ef þið viljið, að Bleksletturnar hatni, verðið þið annað hvort að skrifa Krumma. eða gefa ykkur á tal við hann (rit- nefndin annast milligöngu). - Þetta skulið þið athuga, áður en þið skammizt yfir þynnkunni, og muna að bæta úr, ef þið get— ið. Þakkið annars ykkar sæla, að hafa ekki orðið ykkur til skammar með því að setja hana saman. SELID. Ekkert varð úr selsferðum fyrir jol, Nylega gekk eg því á fund Steingríms Her- mannssonar og innti hann eftir skyringu. Sagðist honum svo frá, að selsnefnd hefði strax tekið að reyna að koma á selsferðum, þegar hun hafði verið kjörin. Talaði hún við rektor, en hann kvað allt vera í hinu hörmulegasta ástandi austur þar og hefði aldrei verið verrai Rafmagnslaust var,því að rafmagnsstöð, sem vélsmiðjan Jötunn setti í tilraunaskyni upp við borholu rltt hjá selinu, var enn ekki tekin til starfa. Hafði rektor samið við forráðamenn þessa fyrirtækis um að fá rafmagn þaðan, því að varahlutir voru ófáanlegir í vindrafstöð- ina og hun oft £ lamasessi. Hitaleiðslan í selið lak, og voru allir ofnar því ætíð fullir af lofti. Auk þess voru rúður og innanstokksmunir brotnir. Er hér var komið málum, ákvað sels- nefndin, í samráði við rektor, að hefja viðgerð strax og rafmagnið kæmi. Það dróst nokkuð, og fóru þá 6 áhugamenn aust- ur í þeim tilgangi að kanna skemmdir,t.d. grofu þeir hitaleiðsluna upp. Síðan gekkst nefndin fyrir því, að allt yrði keypt, sem nota þurfti við viðgerðina. - Raf- magnið komst ekki á fyrr en eftir miðjan nóvemher, og fór þá 5» hekkur D austur. Dvöldust þeir þar í 3 daga og gerðu við allt, Bem þeir höfðu kunnáttu til, og nutu við það aðstoðar tveggja iðnaðar- manna, T.d. var gert við leka á vatns- rörum, og varð til þess að brjóta upp steingólfið í forstofunni, öll heit rör voru einangruð, settar rúður, húnar o.m.fi Ekki var þó unnt að fara strax í selið, því að rafmagnið bilaði, en rektor neitaði um fararleyfi, er það komst í lag. ístæðan var mænuveikifaraldurinn, sem nú geisar, - taldi hann ekki, að nem- endur ættu frekar að ofreyna sig á úti- veru og slarki í selinu, en fimleikum í skólanum. Ekkert er enn raðið um fyrirkomulag selsferðanna, þegar þær hefjast, en Stein- grímur kvaðst þo búast við, að þær yrðu með líku sniði og áður. Ekki verður hjá því komizt, að töf sú, sem orðið hefur á selsferðum í vetur, leiði til nokkurra heilabrota um gildi þess fyrir nemendur. Upphaflega mun hafa verið til þess ætlazt, að farið yrði með heila bekki austur til kennslu, einkum í náttúrufræði. Þetta strandaði þo að mestu á erfiðleikum af völdum stríðsins, og hafa nemendur síðan mest notað selið til skemmtiferða um helgar. Ekki held ég, að gildi ferða þessara hafi verið útivera sv¦ sem af þeim leiddi, heldur það, að þær efldu kynningu nemenda og veittu þeim kærkomna tilbreytingu fra bóklestri.Hinu ber þó ekki að neita, að gildi sumra þessara ferða er í meira lagi vafasamt -

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.