Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.04.1960, Qupperneq 3

Skólablaðið - 01.04.1960, Qupperneq 3
RÆM FLUTT VIÐ DIMISSION Ekki alls fyrir löngu sté hopur 150 farþega um borð í gamalt fley, sem virt- ist traustbyggt þrátt fyrir aldurinn. Fæstir vissu, hvert förinni var heitið, enda stóð flestum á sama. Hið eina, sem allir vissu, var, að þeir vildu ut. Og landfestar voru leystar og Ijuflega lét skutan frá landi ut í óvissuna. Hásetarnir tóku til starfa, og stýrimaðurinn ákvað strikið, því að áhöfnin vissi, hvert halda skyldi, þótt farþegar vissu það ekki. Þeir komust samt brátt að því, er þeir fóru að spjalla við hásetana, sem leystu greiðlega úr spurningum þeirra. Skipið átti að sigla ut úr skerp'agarðin- um, unz opið lægi haf fyrir stafni, en meira sögðust þeir ekki vita, enda þotti flest- um farþegunum þetta fullkomið svar. Áhugi þeirra snerist að öðru og þeir gleymdu því brátt, að enginn vissi um ákvörðunarstaðinn. Þetta var hinn fjörlegasti hópur, enda ungur að árum og hafði lítt komizt í kynni við áhyggjur héimsins. Þau skorti algjörlega mikillæti hins reynda og ráðsetta farþega, sem er svo stór upp á sig, að hann lítur ekki við hásetunum, hvað þá að hann gefi sig á tal við þá. Þau voru með nefið niðri í öllu, síspyrjandi og vildu kynnast öllu á skipinu, bæði handtökum og verkum hásetanna og skipinu sjálfu stafna á milli. Hásetarnir kunnu vel að meta þennan áhuga og leystu úr hverri spurningu af mestu lipurð. Af þessu höfðu menn góða skemmtan lengi vel, en þar kom þó, að ýmsum tók að leiðast þófið. Þótti þeim lítt gaman að spjalla við háseta, er nýjabrumið var farið af kynningunni. Þar við bættist, að flestir fengu einhvern snert af sjóveiki, strax og eitthvað fór að hreyfa báru. Menn brugðust misjafnlega við sjóveikinni. Allmargir skriðu þegar í koju og lágu þar sem fastast, unz lægði í sjóinn. Þá fóru þeir á stjá, en höfðu nú brugðið hátterni sínu. Þeir gengu um skipið með svip hins ráðsetta farþega, sem þegar veit það, sem hann fýsir, um skip, og biðu þess nú óþreyjufullir, að skipið næði landi. Hinir voru þó miklu fleiri, sem sjóuðust brátt og komu þá aftur á dekk, þott enn væri bára og gáfu sig á ný á tal við hásetana. Þeir voru ekki alveg eins

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.