Skólablaðið - 01.04.1960, Qupperneq 11
131 -
mánuði, að tungl var fullt og norðurljós
sindruðu á himni. Ég var andvaka, og
gat eigi sofnað vegna breims í köttum
tveim. Ég opnaði því gluggann, tók
Skólablaðið í hönd og las upphátt, svoað
vel heyrðist út. Mig langaði svo sannar-
lega til að vita, hvort kettir hefðu nokk-
urn bókmenntasmekk :
"Ný strýkur ekki sumarsól
sýldan hliðarvangann",
las ég og lagði sérstaka áherzlu á orðið
hliðarvangi. Toku þá kattaskammirnar
að hvæsa og láta öllum illum látum.
"NÚ hlymur loft af hrafnaklið,
sem húka upp við skáinn",
las ég áfram. Varð breimið þá hærra
en nokkru sinni fyrr. Kattaskömmunum
hefur bersýnilega ekki verið neitt um
hrafna gefið.
"En brátt mun koma betri tíð",
las ég enn. Litu þá kattaskammirnar upp
í gluggann til mín, hristu hausinn og tóku
á rás. Ég komst að því seinna, að þetta
hefðu verið afkomendur katta Steins
Steinars. í>að var því engin furða, þótt
þeir hefðu næman bókmenntasmekk.
Menntaskólinn í Reykjavík á því láni
að fagna að geta skartað tveimur ágætum
hugsjonamönnum, sem báðir rita í síð-
asta blað. Það eru þeir Þorsteinn Gylfa-
son og Ólafur R. Grímsson.
Slxkir dýrgripir meðal manna eru fágætir.
Vakið, vakið því hrund og halur og gætið
þess, að þeir verði eigi fyrir háði og
spotti, þvíað ritað er :
"Vormenn íslands yðar bíða,
eyðiflákar - heiðalönd".
Reykjavík, hinxi 13.marz 1960.
Sverrir Tómasson.
EATfNA í IV.-B
Ottó : morior - mortuus sum - mori
nescor .......
Jón Ingv. : Afsakið, kennari, en hvað
þýddi þessi setning ?
PUID NOVI, frh. af bls. 129.
ÞAÐ ER RANGT : að saga hafi birzt í
Skólablaðinu, sem hafi heitið "Ég varð
yxna". Sverrir á hér líklega við söguna
"Hann stangaði mig" (þetta er ákaflega at-
hyglisvert misminni frá sjónarhóli sálfræð-
ings). Sagan sú var paródía, sem ætlað var
að gera gys að hinum væmnu ástalífssögum,
sem eru að gera alla vitlausa. Tel ég sög-
una eitt af því bezta, sem birzt hefur í
blaðinu, enda sá hinn ágæti ábyrgðarmaður
þegar hvar fiskur lá undir steini og leyfði
hana.
Reyndar frétti ég, að Sverrir ætti sér sálu-
félaga á kennarastofunni, sem skildi ekki
skopstælinguna, en hélt að þetta væri ástar-
saga, fulldjörf á köflum. Leiðréttist þetta
hér með.
Menn sjá, að ég hef aðeins leiðrétt það,
sem reiði ungi maðurinn fer rangt með.
Ég hef ekki reynt að rífa grein hans niður
með rökum. Þá skemmtun eftirlæt ég les-
endum.
Að lokum þakka ég Sverri ágæta ádrepu,
en ráðlegg honum að vanda betur málflutn-
ing næst.
MÁL_ER _AÐ _LINNL
Þetta er síðasta tölublaðið, sem ég gef
út og er því harðla glaður. Eins og menn
sjá, eru blöðin fimm í vetur, en voru sex í
fyrra. Ekki munar nema 20 blaðsíðum á
árgöngunum, en þó hefði mátt standa sig
betur. Þess ber að geta, að sökum hinnar
ágætu verðbólgu hefðu fjármunir blaðsins
ekki hrokkið fyrir sjötta blaðinu, og erum
við því löglega afsakaðir.
Aðstaða til fjölritunar batnar sífellt.
Fyrir skemmstu bárust Fjölritunarstofu
Daníels Halldórssonar ný tæki.
Með þeim er hægt að yfirfæra hvers
konar fyrirmynd á prentspjald og opnast
með þeim ótal nýjar leiðir til skreyting-
ar Skólablaðsins. Gerlegt er nú að af-
mynda stóra fyrirmynd, minnka hana (eða
stækka) eftir vild fyrir fjölritun.
Forsíða þessa tölublaðs er svo gerð.
Er það spá mín, að þessi nýju tæki eigi
eftir að gera byltingu á útliti blaðsins.
Ég bíð Einar Má Jonsson velkominn til
hins vanþakkláta og erilsama starfa, sem,
þótt undarlegt megi virðast, er heillandi
og umfram allt ákaflega þroskandi.
þrái ég.