Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2009 TÆKIFÆRI Í AUSTURÁTT Kristín Árnadóttir, verðandi sendiherra Íslands í Peking, verður til viðtals miðvikudaginn 9. desember. Fundirnir eru ætlaðir þeim sem vilja ræða viðskiptamöguleika, menningartengd verkefni og önnur hagsmunamál í umdæmi sendiráðsins. Auk Kína eru umdæmislönd sendiráðsins: Ástralía, Mongólía, Norður-Kórea, Nýja-Sjáland, Suður-Kórea, Kambódía, Laos og Víetnam. Fundirnir verða haldnir á skrifstofu Útflutningsráðs Íslands, Borgartúni 35, og má bóka þá í síma 511 4000 eða með tölvupósti, utflutningsrad@utflutningsrad.is. Nánari upplýsingar veita Andri Marteinsson, andri@utflutningsrad.is, og Hermann Ottósson, hermann@utflutningsrad.is. Fundur með sendiherra Íslands í Peking www.utflutningsrad.iswww.utn.stjr.is Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is LANDSVIRKJUN mun hækka gjaldskrá sína um 4,4% um næstu áramót. Fyrirtækið breytti síðast gjaldskrá 1. júlí sl. þegar heild- söluverð á rafmagni hækkaði um 7,5%. Orkuveita Reykjavíkur ætlar hins vegar ekki að breyta gjaldskrá sinni um áramótin. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, sagði að í samningum Landsvirkjunar við raforkukaupendur væri ákvæði um að gjaldskrá ætti að hækka í sam- ræmi við verðlagsbreytingar. Oftast nær hefðu verðbreytingar komið til framkvæmda 1. júlí, en við síðustu hækkun hefði fyrirtækið ekki hækkað verð til samræmis við verð- breytingar. Það hefði jafnframt ver- ið gefið út að gjaldskráin yrði end- urskoðuð um áramót. OR sker niður rekstrarkostnað Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, segir að ákveðið hafi verið að takast á við fjárhags- vanda Orkuveitunnar án gjald- skrárhækkana. Neytendur myndu hins vegar verða varir við breyt- ingar á verði, en þær mætti rekja til skattahækkana ríkisins og verð- hækkana Landsvirkjunar á raf- magni. Orkuveita Reykjavíkur er inn- heimtuaðili fyrir skatta sem ríkis- sjóður leggur á rafmagn og heitt vatn. Fyrir Alþingi liggur frumvarp sem gerir ráð fyrir orkuskatti. Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði að lögum á næstu vikum. Hjörleifur sagði að hækkun á raf- orkuverði frá Landsvirkjun myndi einnig koma fram í örlítilli hækkun á raforkuverði, en OR kaupir tals- vert af raforku frá Landsvirkjun og selur hana áfram til einstaklinga og fyrirtækja. Hjörleifur sagði að Orkuveitan væri búin að vera í margháttuðum aðgerðum allt þetta ár til að ná nið- ur rekstrarkostnaði. Búið væri að lækka laun starfsmanna sem hefði sparað fyrirtækinu útgjöld upp á nokkur hundruð milljónir. Fram- kvæmdum hefði verið frestað eins og hægt væri. M.a. hefði verið ákveðið að holræsisframkvæmdir sem ljúka átti á næsta ári yrðu ekki kláraðar fyrr en 2011. Ein birting- armynd sparnaðarins væri sú að starfsmenn fyrirtækisins væru að vinna ýmis verk sem oftast nær hefðu verið unnin af verktökum. Landsvirkjun hækk- ar gjaldskrá um 4,4% Morgunblaðið/Júlíus Sultartangavirkjun Landsvirkjun hækkar verð á rafmagni um 4,4% um næstu áramót. Myndin er frá Sultartangavirkjun. Orkuveita Reykjavíkur ætlar ekki að breyta gjaldskrá sinni Í HNOTSKURN » Frumvarp fjármálaráð-herra um orkuskatt gerir ráð fyrir að heimilin greiði 85 milljónir til viðbótar á næsta ári í skatt á raforku. » Lagður verður skattur áheitt vatn sem á að skila 200 milljónum. » Orkuskattar á fyrirtækieiga að skila 1.800 millj- ónum í ríkissjóð. Þar af koma 1.600 milljónir frá stóriðjufyr- irtækjunum. ● LANDSFRAMLEIÐSLA dróst saman um 5,7% að raungildi á milli annars og þriðja ársfjórðungs samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Sam- drátturinn á árs- grundvelli nam 6% að raungildi þegar tekið er tillit til árs- tíðaleiðréttingar. Án hennar nam samdrátturinn á þriðja fjórðungi 7,2% miðað við sama tíma í fyrra. Eins og bent er á í Morgunkorni Ís- landsbanka er um að ræða mesta sam- drátt á einum fjórðungi í áratug. Minnk- andi þjóðarútgjöld höfðu sín áhrif á þróunina en á tímabilinu drógust þau saman um 22% á ársgrundvelli. Sam- neysla dróst saman um 4,5% á tíma- bilinu og að sama skapi minnkaði fjár- festing um 7,3%. Áframhaldandi samdráttur á þriðja ársfjórðungi Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is DREGIÐ hefur í sundur með pen- ingamagni í umferð og verðlagi síð- ustu misseri, eins og sést á skýring- armyndunum hér að ofan. Myndirnar sýna þróun grunnfjár, svokallaðs M1 og M3 peninga- magns, borna saman við vísitölu neysluverðs, síðan í september 2003. Getur þetta gefið til kynna að talsverður undirliggjandi verð- bólguþrýstingur sé í hagkerfinu. Skilgreiningar á peningamagni í umferð ná frá grunnfé seðlabanka (M0) upp í svokallað M3 peninga- magn. Til grunnfjár teljast inn- stæður banka í seðlabanka og seðl- ar og mynt í umferð. Eins og sjá má á myndinni fyrir ofan hefur mjög dregið í sundur með verðlagi (á mælikvarða vísitölu neysluverðs) og grunnfé frá árinu 2007. Á þess- um tíma hafa innstæður banka og seðlar og mynt í umferð fimmfald- Peningamagn og verðlag M1 peningamagn og verðlag sept. 2003 = 100 1.200 1.000 800 600 400 200 0 September 2003 September 2009 100/100 1.045,9 153,4 M1 peningamagn Verðlag H ei m ild :S eð la ba nk iÍ sl an ds Peningamagn fr Verðbólga gæti verið í pípunum ● TEKJUHALLI ríkissjóðs og almanna- trygginga nam 28,5 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi 2009, samanborið við 8,3 milljarða á sama ársfjórðungi árið áður. Þetta kemur fram í Hagtíð- indum Hagstofu Íslands. Á fyrstu 9 mánuðum ársins var tekjuafkoma þess- ara aðila neikvæð um 85,7 milljarða, samanborið við rúmlega 16 milljarða já- kvæða afkomu á sama tíma 2008. Hrein peningaleg eign ríkissjóðs, þ.e. peningalegar eignir umfram skuld- ir, var neikvæð um 441 milljarð króna í lok 3. ársfjórðungs 2009, samanborið við um 24 milljarða króna jákvæða eign á sama ársfjórðungi 2008. Heild- arskuldir ríkissjóðs námu 1.419 millj- örðum króna í lok þessa ársfjórðungs. Aukinn halli á ríkissjóði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.