Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 342. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana FÓLK Í FRÉTTUM»                       ! " #  $    $  ! %& '!&  !  ( )*+,-. */*,)+ ))0,-* *-,123 *),0/3 )2,1+* )*/,.3 ),+2) ).0,-- )3*,.*  456  4 2"  5 *//. )*+,23 */*,0* ))0,20 *-,01 *),02* )2,13+ )*),+* ),+21 ).2,/+ )3+,-+ *+1,-1+ %  78 )*-,/2 */+,)) ))2,) *-,2** *),2+0 )2,0+- )*),00 ),+2. ).2,0* )3+,.- Heitast 8°C | Kaldast 0°C Austan 13-20 m/s með rigningu sunnan til, en mun hægari og þurrt fyrir norðan. Hlýjast suðaustan til. »10 Blóðsugur og bardagafjáðir tróna á toppi listans sem tekur yfir mest sóttu ræmur kvikmynda- húsanna. »31 KVIKMYNDIR» Öfgarnar virka vel TÓNLIST» Björgvin hringdi inn jólin. » 33 Íslendingar ættu að gera sér far um að hnykkja á ríkum tengslum Nifl- ungahrings Wagn- ers við landið. »27 TÓNLIST» Wagner og Ísland MANNASIÐIR» Gillz gerir það ekki endasleppt. »28 BÆKUR» Margrét fær góða dóma fyrir Aþenu. »29 Menning VEÐUR» 1. Andlát: Pétur H. Ólafsson 2. Búið að bera kennsl á lík 3. Líkfundur í Hafnarfirði 4. Meintum ástkonum Tigers fjölgar Íslenska krónan veiktist um 0,2% »MEST LESIÐ Á mbl.is  Rúnar Hart- mannsson heitir maður sem hefur ráðist í það þrek- virki að smíða styttu af Hr. Rokk sjálfum, Rúnari Júlíussyni. Stytt- an er klár og til stendur að afhenda hana Poppminjasafninu til eignar og varðveislu eftir áramót. Til að dekka kostnað hefur höfundurinn hleypt af stað söfnunarátaki og fá styrktar- aðilar ritað nafn sitt í bók sem fylgja mun styttunni. Hún verður annars til sýnis á veitingastaðnum Ránni í Keflavík á meðan á söfnun stendur. Allar nánari upplýsingar má nálgast á Fésbókinni góðu. TÓNLIST Safnað fyrir styttu af Rúnari Júlíussyni  Það eru engir aukvisar sem skipa sveitina ADHD, sem stofnsett var fyrir rúmum tveim- ur árum. Um er að ræða bræðurna Óskar og Ómar Guðjónssyni, Davíð Þór Jónsson og trymbilinn Magnús Tryggvason Elíassen. Sveitin gaf út frumburð sinn í síðustu viku, sjö laga plötu, sem einkennist af því nána samstarfi sem þeir félagar hafa verið í um árabil. TÓNLIST Djasssveitin ADHD snarar út einu stykki breiðskífu  Á meðan Gunn- laugur Júlíusson ofurhlaupari hljóp 100 km á bretti í Laugum til styrkt- ar Grensási drakk hann yfir tíu lítra; 4 lítra af vatni, 3 lítra af kóki, 1 lítra af sprite, 2 lítra af djús í próteindrykknum og ½ lítra af malti. „Það segir sig sjálft að það er gríðarlegt álag á líkamann að renna þessu vökvamagni í gegnum sig eða sem svarar 1 lítra á klukkutíma. Út- skolun á steinefnum er eftir því. Eft- ir hlaupið var ég heldur léttari en þegar ég lagði af stað,“ segir Gunn- laugur á bloggsíðu sinni. STYRKTARHLAUP Gunnlaugur drakk lítra fyrir hvern hlaupinn klukkutíma BANDARÍSKI körfuboltamaðurinn Sean Burton, sem leikur með liði Snæfells úr Stykkishólmi, skráði nafn sitt í tölfræðisögu Körfuknattleiks- sambandsins í fyrrakvöld. Burton skoraði 16 þriggja stiga körfur í 130:75 sigri gegn Hamri í bikar- keppninni. Burton, sem hefur dvalið hér á landi í rétt rúmlega mánuð, hef- ur nú þegar skipað sér í hóp með eft- irminnilegustu „stórskyttum“ sem leikið hafa hér á landi. Franc Booker, sem lék með ÍR og Val á árunum 1991-1994, skoraði tvívegis 15 þriggja stiga körfur í fyrstu leikjum sínum hér á landi. Damon Johnson er vel þekkt stærð í íslenskum körfubolta en hann lét að sér kveða með Keflavík í nokkur ár og lék eitt tímabil með ÍA. Johnson skoraði 14 þriggja stiga körf- ur úr aðeins 17 tilraunum gegn KFÍ á Ísafirði hinn 15. janúar 1999, Johnson skoraði alls 61 stig í umræddum leik. Páll Axel Vilbergsson, leikmaður Grindavíkur, er sá íslenski leikmaður sem skorað hefur flestar þriggja stiga körfur í einum leik eða 12 stykki fyrir Grindavík gegn Val árið 1999. seth@mbl.is  Burton og Booker | Íþróttir Stórskytta Snæfells Bandaríski leikmaðurinn Sean Burton skráði nafn sitt í sögubækur KKÍ Morgunblaðið/Ómar Skytta Sean Burton, Snæfelli, skoraði 16 þriggja stiga körfur. Í HNOTSKURN »Sean Burton skoraði 16þriggja stiga körfur gegn Hamri í fyrrakvöld og er það óstaðfest met á Íslandi. »Franc Booker skoraði tví-vegis 15 þriggja stiga körf- ur snemma árs 1991 með liði ÍR. EIN af niður- stöðunum í dokt- orsritgerð Gyðu Margrétar Pét- ursdóttur í kynja- fræði er sú að karlar búa al- mennt við meira frjálsræði í störf- um sínum en kon- ur og þeir eiga auðveldara með að stjórna vinnutíma sínum. Þeir eiga sem sagt auðveldara með að skreppa. Fæstir karlar nota þó þennan sveigjanleika til að sinna börnum og fjölskyldum. Þess í stað lenda þær skyldur á konum. Með börn í frístundir Gyða Margrét bendir á að karlar séu almennt með hærri laun og þetta misræmi skili sér inn á heimilin, konur sinni bæði börnum og heim- ilisstörfum í meira mæli en karlar. „Konur reyna svo oft að sinna ein- hvers konar frístundum á meðan þær eru að hugsa um börnin. Þær tala gjarnan um að þær fari út að ganga með börnin en karlarnir geta frekar sinnt sínum áhugamálum án þess að þurfa sinna börnum um leið. Þeir virðast líka hafa meiri frítíma heima hjá sér,“ segir hún. | 6 Léttara fyrir karla að skreppa Margrét Gyða Pétursdóttir Kynjamisrétti á vinnustað og heimili ÞORLÁKSMESSUSKATAN er nú fullverkuð og bíður þess að gleðja bragðlauka landsmanna – og jafn- vel kalla fram tár hjá unnendum stækustu skötunnar. „Við verkum skötuna sjálfir, eins og við höfum gert undanfarin fimmtán ár,“ sagði Geir Vilhjálms- son fisksali í Hafbergi. Hann sagði að þeir byrjuðu að safna skötu í jan- úar og frysta. Skötunni er safnað allt þar til kominn er tími til að hefja verkunina. Í Hafbergi eru verkuð 3,5-4 tonn nú líkt og í fyrra. Fyrst er skatan látin kæsast þar til hún þykir orðin hæfilega sterk og þá er hún léttsöltuð. Skatan er svo útvötnuð og seld tilbúin í pott- inn. Einnig er boðið upp á eitur- sterka kæsta tindabikkju. Geir sagði að fólk úti á landi væri þegar byrjað að kaupa skötu fyrir Þorláksmessu en á höfuðborgar- svæðinu birgðu flestir sig upp af skötu frá 20.-22. desember. En hvernig vill fólk hafa skötuna? „Flestir vilja fá hana vel kæsta og ákveðinn hópur vill alveg „extra mikið“ kæsta skötu. Svo er alltaf lítið kæst skata fyrir byrjendur í boði,“ sagði Geir. En borðar hann skötu? „Já, ég borða skötu einu sinni á ári og er vanur að gera það eftir jól.“ gudni@mbl.is Verkun Þorláksmessuskötunnar er nú langt komin Skötuilm- urinn er engu líkur Morgunblaðið/Árni Sæberg Ilmur Vilhjálmur Hafberg fisksali dró djúpt andann og naut skötuilmsins. Í fiskbúðinni Hafbergi voru nú verkuð 3,5-4 tonn af skötu líkt og í fyrra. „ÞEIR lentu í roki, meira en 20 metr- um á sekúndu á leiðinni hingað frá Finnlandi og menn voru sammála um að skipið hefði staðið sig mjög vel,“ segir Jón Viðar Finnsson, kúabóndi á Suðurlandi. Hann var, ásamt Arnfríði Jóhannsdóttur, eiginkonu sinni, með- al þúsunda gesta sem fóru í reynslu- siglingu um Karíbahafið á stærsta farþegaskipi sögunnar, Oasis of the Seas, sem er 225 þúsund brúttótonn. Systir Jóns Viðars, Helga, hannaði öll eldhús og bari fyrir alls átta skip skipafélagsins Royal Caribbean Int- ernational. | 8 Njóta lífsins Arnfríður og Jón Við- ar um borð í Oasis of the Seas. Til reynslu um Karíbahafið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.