Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2009 Gulli sleginn Skammdegissólin skemmtir sér við að mynda marga skrítna og langa skugga. Hún getur líka með geislum sínum breytt turninum á Höfðatorgi í gullslegið listaverk sem dregur að sér auga önnum kafinna vegfarenda. Árni Sæberg NÚ VINNA fram- haldsskólar að nýjum námskrám í samræmi við lög um skólamál sem Alþingi samþykkti vorið 2008. Við suma skóla er, að mér skilst, ráðgert að stytta nám til stúdentsprófs. Einn- ig mun rætt um alls konar breytingar á því hvað nemendum skuli kennt og hvernig. Flogið hefur fyrir að sumir fram- haldsskólar hyggist draga úr dönskukennslu eða hætta henni jafnvel alveg. Fylgir gjarna sögu að ef námið styttist verði eitthvað að víkja. Vonandi er þetta bara kjaftæði. Mér finnst samt rétt að minna á mikilvægi þessarar náms- greinar ef einhverjir, sem stjórna námskrárgerð fyrir framhalds- skóla, skyldu ekki átta sig á hvílíkt óheillaspor það yrði að hætta að kenna hana. Ef danska hættir að vera skyldu- námsgrein í framhaldsskólum mun áhersla á að kenna hana og nema á unglingastigi grunnskóla að öllum líkindum minnka. Það er eitt af keppikeflum gunnskólanna að búa nemendur sína sem best undir áframhaldandi nám, svo þar er víð- ast hvar lögð heldur meiri en minni áhersla á greinar sem unglingarnir halda áfram að læra eftir að þeir eru komnir í framhaldsskóla. Ef danskan fellur niður úr kjarna á námsbrautum framhaldsskólanna held ég þeim fækki því mjög sem kunna hana að nokkru gagni. Þetta getur haft allmiklar afleið- ingar, eins og þær að færri Íslend- ingar fari í framhaldsnám á Norð- urlöndum; Færra fólk á æðstu stöðum í stjórnsýslunni kynntist norrænum jafningjum sínum; lög- fræðingar geri minna af því að nota danska eða norska dóma sem heimildir og fyrirmyndir. Til langs tíma verður afleiðing þess að af- nema dönsku sem skyldunámsgrein trúlega sú að stjórn- sýsla, réttarfar og almennur þanka- gangur hér á landi verða í minna mæli, en verið hefur, í takti við það sem gerist á öðrum Norðurlöndum. Einhverjir hugsa kannski sem svo að stór hluti unglinga hafi lít- inn hag af kunnáttu í dönsku og muni nota ensku í samskiptum sín- um við Dani og aðra Norð- urlandabúa. Mér þykir ekki eft- irbreytnivert að hugsa svona, en hér er ekki rúm til að elta ólar við þá vitleysuna. Hvað sem menn halda um hag hvers og eins af því að kunna sjálfur dönsku, hljóta þeir sem á annað borð vilja að Ís- land sé hluti af Norðurlöndunum að viðurkenna að það sé okkur öll- um til góðs að dönskukunnátta sé almenn og útbreidd. Sterk tengsl við norrænar hefðir í stjórnsýslu og réttarfari hafa reynst okkur vel og þessi tengsl veikjast óhjákvæmilega ef dregið verður úr dönskukennslu í fram- haldsskólum. Eftir Atla Vilhelm Harðarson » Sterk tengsl við nor- rænar hefðir hafa reynst okkur vel og þessi tengsl veikjast ef dregið verður úr dönskukennslu í fram- haldsskólum. Atli Vilhelm Harðarson Höfundur er aðstoðarskólameistari í framhaldsskóla. Höldum áfram að kenna dönsku í framhaldsskólum HINN 8. desember fyrir ári var gerð árás inn í Alþingishúsið um bakdyr sem eru and- spænis Dómkirkjunni. Þessari hrottalegu árás sem þarna fór fram hafa ekki verið gerð mikil skil í fjölmiðlum. Þetta var um kl. 15:00, þingfundur í gangi og ásamt starfsfólki þingsins var á vakt lögreglumaður Alþingis. Ungur maður knúði dyra á bakdyrnar og starfsmaður opnaði. Um leið sá hann til hóps fólks sem hljóp að dyrunum, hann reyndi að læsa á ný en aðkomumaðurinn ruddi honum frá og réðust um 35 manns á þessa tvo þingverði sem þarna voru. Lögreglumaðurinn var uppi á þing- pöllum er hann varð áhlaupsins var og setti þegar af stað viðvör- unarkerfi til lögreglustöðvarinnar. Hann fór síðan inn á stigaganginn þar sem átökin áttu sér stað, en frá honum lágu dyr að þingsölum á 2. hæð og áhorfendapöllum á 3. hæð. Honum tókst að hefta för hópsins á annarri hæð með eina kylfu og pip- arúða að vopni. Starfsmenn þingsins voru neðar í stiganum í vörn sinni; þeir unnu ákveðna hetjudáð en þeir eru ekki þjálfaðir til átaka. Lögreglumaðurinn gat ekki beitt piparúðanum vegna þrengslanna og hætt á lömun starfsliðsins. Það tók lögreglumenn frá lögreglustöð nokk- urn tíma að ná brjál- uðu árásarfólkinu út úr stigaganginum, þá höfðu starfsmenn- irnir tveir ásamt lög- reglumanninum var- ist og barist við ofureflið í um 15-20 mínútur. Enginn komst inn í þingsalinn en einn árásarmaður slapp upp á þingpalla, þar sem lög- reglumaður þingsins yfirbugaði hann. Eft- irmálin eru að kona, starfsmaður Al- þingis, slasaðist á baki eftir að henni hafði verið hent á ofn, hún hefur gengist undir aðgerðir en ekki náð sér. Lögreglumaðurinn slasaðist á hálsi, fæti og hendi og hefur ekki enn náð fullum bata. Þessi mál eru nú fyrir dómi. Það merkilega við þetta mál var það, að þessi árásarhópur hafði efnt til uppþota og árása við Al- þingishúsið bæði fyrir þennan at- burð og framyfir áramót, til eru bæði sjónvarpsmyndir og ljósmyndir af viðburðum. – Enn merkilegra er að bæði núverandi heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra munu hafa haft það við að veifa til þessa hóps út um glugga þinghússins og utandyra að hvetja fólk þetta til dáða í stórhættu- legum athöfnum og afbrotum. Marg- ir lögreglumenn gengu frá þeim leik slasaðir og niðurbrotnir. Hvað gagnast lögbrjótum? Reynsla undanfarinna ára sýnir sárlega að eitthvað skelfilega mikið er að í landamæragæslu Íslands. Fangelsi okkar hafa verið yfirfull af útlendingum sem margir hverjir virðast samansafn af fólki sem kem- ur hingað í þeirri staðfestu að brjóta hér lög og reglur, fljóta hér inn með heiðarlegu fólki sem leitar atvinnu og jafnvel búsetu. EES-samning- urinn og Schengen-samstarfið hafa haft í för með sér frjálsa för yfir landamæri sem mörgum er nú ljóst að gengur alls ekki upp. Schengen- samkomulagið hefur ýmsa kosti fyr- ir okkar þjóð, en ókostirnir svo dýr- keyptir að þá þarf að laga tafarlaust með því að efla verulega landamæra- gæsluna sem virðist rúmast innan samningsins. Brotaþolendur, ís- lensku lögreglumennirnir og rétt- arkerfi okkar verður harðast úti vegna þessara brotalama. – For- sætisráðherra mun hafa lýst yfir á einhverjum kaffifundi að í ráði væri að leggja niður starfsemi ríkislög- reglustjóra. Það er ótrúlegt að slíkt skuli lagt fram af svo háttsettum ráðamanni á fundi úti í bæ. Al- mannavarnir ríkisins voru fluttar til þeirrar stofnunar og vil ég fullyrða að stjórnun aðgerða og viðbúnaður sé með því besta sem þjóðin hefur fengið fram að þessu. Embættið hef- ur fyrir hönd íslensku lögreglunnar samband við alþjóðastofnanir lög- reglu erlendis sem er mjög mikil- vægt. Ennfremur hefur þar verið rekin efnahagsbrotadeild, sem til skamms tíma var eina vopn okkar gegn óprúttnum efnahagsbrota- mönnum og fengu lögreglumenn deildarinnar einmitt árásir vegna þeirrar vinnu sinnar og nutu ekki þess sannmælis sem þeir áttu skilið. Síðar mun forsætisráðherra hafa mildað fyrri ummæli sín. – Því miður náðist ekki að koma fram þeirri hug- mynd að stofna varalögreglulið með fulltingi fyrrverandi lögreglumanna og björgunarsveitarfólks. Í stað þess er unnið markvisst að fækkun lög- reglumanna og að draga úr lög- gæslu. Sem betur fer náðist að efla verulega umferðarlöggæsluna með nýjum lögreglubifhjólum, sem eru mjög áberandi í umferðinni, og styrkja einnig aðra löggæslu. Það hlýtur að vera mjög þjóðhagslega óhagkvæmt að draga úr starfsemi grunnþjónustu eins og heilsugæslu og löggæslu, ekki síst á erfiðum tím- um. Íslenska lögreglan er ein af stoðunum undir sjálfstjórn okkar og lýðveldi, annað afl höfum við ekki til varnar innanlands nema leita að- stoðar að utan, ef illa fer. Nú líður að jólum og áramótum. Spurningin er hvort almennir alþingismenn muni þá sýna stuðning árásarhópum að þinghúsinu ef svo færi og hvorum megin línu munu heilbrigðis- ráðherra og fjármálaráðherra standa? Eftir Gylfa Guðjónsson »Reynsla undan- farinna ára sýnir sárlega að eitthvað skelfilega mikið er að í landamæragæslu Íslands. Gylfi Guðjónsson Höfundur er ökukennari og fv. lögreglumaður. Lögreglan í herkví

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.