Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 22
22 Minningar AFMÆLI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2009 ✝ Þóra Þorbjarn-ardóttir fæddist 26. ágúst 1927 í Núpa- koti undir Eyjafjöll- um. Hún lést á líkn- ardeild Landakotsspítala 27. nóvember sl. Foreldrar hennar voru Þorbjörn Þor- valdsson, símamaður í Reykjavík, f. 27. nóvember 1885 á Þor- valdseyri undir Eyja- fjöllum, d. 4. febrúar 1972, og Jósefína Jós- efsdóttir, húsmóðir, f. 7. júní 1884 á Uppsölum, Hraungerðishreppi, Ár- nessýslu, d. 17. apríl 1977. Systur Þóru voru Elín, f. 16. nóvember 1917, d. 20. mars 2003, og Ásta, f. 18. október 1919. Þóra giftist 26. ágúst 1950 Jóni Val Steingrímssyni, bifvélavirkja- meistara, sem var lengi með eigin rekstur í Hafnarfirði, f. 24. janúar 1929 í Hafnarfirði, d. 23. mars 1983. ur, f. 1969, d. 1984. Stefanía Björg, f. 1975, maki Árni Blöndal, f. 1969, börn þeirra eru Þórhildur Sif og Kristín Rut. Þóra, f. 1980, maki Bjarni Örn Kærnested, f. 1973, barn þeirra er Alexandra Björk, f. 2008. 3) Kristín, þroskaþjálfi, f. 7. febrúar 1951, sambýlismaður Sig- urður Geir Einarsson, stýrimaður, f. 18. maí 1944. Sonur Kristínar og fyrrverandi eiginmanns hennar Sigurgeirs Þorbjörnssonar er Þor- björn, f. 1985, unnusta hans er Þur- íður Rún Emilsdóttir, f. 1986. Dótt- ir Sigurðar er Inga Huld, f. 1974. Þóra fluttist með fjölskyldu sinni fimm ára gömul til Reykjavíkur. Eftir að hún hóf búskap bjó hún lengst á Birkimel 8 eða í yfir 50 ár. Þóra lauk gagnfræðaprófi frá Ingi- marsskólanum 1944 og hóf þá störf hjá Heildverslun Agnars Norðfjörð. Þar vann hún þar til dæturnar þrjár voru fæddar. Síðar starfaði hún við Hagaskóla, á Ritsímanum og síðustu tíu árin á skrifstofu Landssímans, eða þar til hún varð sjötug. Útför Þóru Þorbjarnardóttur fer fram frá Neskirkju í dag, þriðju- daginn 8. desember, kl. 13. Foreldrar hans voru Steingrímur Pálsson, vélstjóri, f. 27. mars 1897 á Gaddstöðum á Rangárvöllum, d. 27. janúar 1987, og Krist- ín Jónsdóttir, hús- móðir, f. 9. september 1898 á Staðarhöfða, Innri-Akraneshreppi, d. 30. apríl 1990. Dæt- ur Þóru og Jóns Vals eru: 1) Ásta Bára, námsráðgjafi, f. 23. júlí 1948, maki Einar Ingi Halldórsson, lög- fræðingur, f. 5. júní 1947. Börn þeirra eru Guðný Katrín, f. 1973, sambýlismaður Reynir Gylfason, f. 1969, börn þeirra eru Sólrún Ásta og Dagur. Þorvaldur, f. 1977, sam- býliskona Ólöf Elsa Björnsdóttir, f. 1977, barn þeirra er Daníel Ingi. 2) Þórhildur, leikskólakennari, f. 7. febrúar 1951, maki Eggert Ágúst Sverrisson, viðskiptafræðingur, f. 13. maí 1947. Börn þeirra eru Hlyn- Í dag kveð ég kæra tengdamóð- ur mína, Þóru Þorbjarnardóttur, eftir langa samfylgd. Það var um þetta leyti fyrir fjörutíu og fjórum árum að ég kom fyrst á Birkimel- inn til tengdaforeldra minna, þeirra Þóru og Jóns Vals, en þá vorum við Ásta Bára dóttir þeirra farin að draga okkur saman. Þóra fæddist í Núpakoti undir Eyjafjöll- um fyrir áttatíu og tveimur árum. Þar bjuggu foreldrar hennar fé- lagsbúi með bróður Þorbjörns og mágkonu. Í Núpakoti var þá torf- bær. Foreldrar Þóru brugðu búi og fjölskyldan fluttist til borgarinnar þegar Þóra var fimm ára gömul. Fjölskyldan bjó þá lengst af við Lóugötu á Grímsstaðaholti. For- eldrar Þóru voru nokkuð við aldur þegar hún fæddist og voru systur hennar, Elín og Ásta, 8 og 10 árum eldri en hún. Elín og Þóra bjuggu nálægt hvor annarri og var mikill samgangur milli fjölskyldnanna. Elín var henni góð stoð í lífinu. Ásta systir þeirra giftist Clemens Taylor og hefur búið í Wales allt frá stríðsárunum. Þær systur hafa alltaf haldið góðu sambandi með bréfaskriftum, heimsóknum og í gegnum síma. Eftir gagnfræðapróf frá Ingi- marsskóla hóf Þóra störf hjá Heildverslun Agnars Norðfjörð. Sautján ára gömul kynntist hún manni sínum Jóni Val Steingríms- syni og fljótlega hófu þau búskap með foreldrum hennar. Þau fluttu með foreldrunum á Birkimel 8 árið 1953 og þar bjó hún í 54 ár. Síð- ustu tvö árin bjó hún á Aflagranda 40. Þau Jón Valur höfðu yndi af því að ferðast um landið og fóru víða. Gjarnan voru tengdaforeldrar og ættingjarnir með í för. Þóra var mjög fróð um bæjarnöfn, ábúend- ur, ættir, landið og landshagi. Við nutum þess að ferðast með henni og oft var ferðinni heitið undir Eyjafjöllin. Eflaust var ekki til- viljun að hennar síðasta útilega skyldi vera með okkur í sveitina hennar nú í ágúst. Jón Valur dó um aldur fram 1983 og tókst Þóra af dugnaði á við þessa miklu breyt- ingu í lífi sínu. Hún fékk sér bíl og fór að keyra tæplega sextug. Hún breytti um starf og fór að vinna á skrifstofu Landsímans, m.a. á tölvu sem hún hafði þá aldrei unnið með. Þar starfaði hún til sjötugs. Hún naut þess að ferðast með góðum vinkonum sínum til útlanda og síð- ast í vor fór hún til Þýskalands. Þóra var mjög sjálfstæð kona, félagslynd og var mikið á ferðinni. Hún las mikið, var ljóðelsk og kunni ógrynni af ljóðum. Einnig hafði hún mikinn áhuga á ættfræði og var ættfróð. Hún hafði mikla ánægju af spilum og til hins síðasta spilaði hún bridge af miklum áhuga og leikni. Þóra var áhugasöm prjónakona og áður fyrr saumaði hún mikið á sig og dæturnar. Hún var vel að sér og fylgdist alla tíð vel með þjóðmálum. Þóra var tígu- leg og virðuleg í fasi. Hún var hóf- söm, háttvís, hreinskilin en orðvör. Hún var áreiðanleg og mjög stund- vís svo að hægt var að stilla klukk- una er hún kom í heimsókn. Hún var alltaf gestrisin upp á gamla mátann, enginn kíkti svo inn að ekki væru bornar fram kökur og kaffi. Að leiðarlokum er mér þakklæti efst í huga. Þakklæti fyrir allt sem Þóra var okkur fjölskyldunni og fyrir umhyggju og hjálpsemi sem hún sýndi mér og mínum. Einar Ingi Halldórsson. Amma mín, Þóra Þorbjarnar- dóttir, er látin. Þóra amma náði 82 ára aldri, en það furðulega er að mér hefur aldrei fundist hún vera gömul kona fyrr en nú síðustu vikurnar þegar hún lá í sjúkrarúminu, orðin illa haldin af veikindum og verkjum. Áttræð var hún enn frá á fæti, fór flestra sinna ferða á bílnum eða tók strætó í bæinn og gekk heim. Hún var glæsileg kona, gekk bein í baki og var alltaf hugguleg og vel til höfð. Þóra amma var alin upp við gömul og góð íslensk gildi. Nýtni og sparsemi voru hluti af því og ekki vildi hún skulda neinum neitt. Hún var ekki mikið fyrir að biðja um aðstoð og vildi helst endur- gjalda alla greiða. Hún hafði í há- vegum speki Hávamála – „Ljúfur verður leiður, ef lengi situr, annars fletjum á“. Hún var mjög félagslynd, spilaði félagsvist oft í viku, bridge þegar færi gafst og stundaði gömlu dans- ana hér áður fyrr. Hún var mikil spilakona, það voru ófáir vinning- arnir sem hún hafði með heim úr félagsvistinni. Það var ekkert gefið eftir í spilunum og ósjaldan sat ég gapandi yfir hvernig hún gat lesið spilið og munað hvað var búið að setja út. Jólaboðið hjá ömmu var fastur liður, þá hittist stórfjölskyldan. Amma var alltaf með kynstrin öll af hangikjöti og tilheyrandi og svo varð að gera ísnum og mörgum sortum af kökum góð skil. Há- punktur kvöldsins var svo að spila púkk, gamalt og gott íslenskt fjár- hættuspil! Í raun má segja að ég hafi fyrst farið að kynnast ömmu almenni- lega þegar ég flutti ásamt fjöl- skyldu minni í næsta nágrenni við hana í Vesturbænum fyrir átta ár- um. Þá fór hún að verða tíður gest- ur hjá okkur og við litum oft inn hjá henni á Birkimelnum. Hún passaði oft börnin mín, fannst nú lítið mál að sitja hjá svona þægum börnum. Um tíma sótti hún Sól- rúnu Ástu einu sinni í viku í leik- skólann og gekk með henni heim. Þessar stundir voru þeim báðum dýrmætar, Þóra amma gantaðist með þetta og sagði að þetta væri eina „djobbið“ sitt. Dagur var líka mjög hændur að Þóru, langömmu sinni, og virtist alltaf vera einstak- lega stilltur þegar hún var að passa. Hann leit greinilega upp til hennar því eitt sinn horfði hann djúpt í augun á henni og sagði al- varlegur: „Ég ætla að verða feitur eins og þú amma.“ Ömmu fannst þetta sem betur fer bráðfyndið og vitnaði oft í þessi skemmtilegu orð. Amma bjó fyrstu ár ævi sinnar undir Eyjafjöllunum og þó svo hún hafi að mörgu leyti verið borg- arbarn voru Eyjafjöllin sveitin hennar. Þar þekkti hún hvern bæ og hverja þúfu. Um miðjan ágúst fórum við undir Fjöllin með ömmu og áttum þar yndislegar stundir. Okkur grunaði ekki að þetta yrði síðasta ferðin undir Fjöllin, því fljótlega eftir þetta hrakaði heilsu hennar hratt. Elsku amma mín, nú er komið að leiðarlokum. Síðustu mánuðirnir voru þér erfiðir og þó að söknuður- inn sé mikill hugga ég mig við að nú hafir þú fengið hvíld. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér og fjölskyldunni. Minningin um þig mun lifa í hjörtum okkar um ókom- in ár. Guð blessi þig, amma mín. Guðný Katrín. Látin er í Reykjavík Þóra Þor- bjarnardóttir, móðursystir okkar. Hún lést á afmælisdegi föður síns, Þorbjarnar Þorvaldssonar, afa okkar. Þóra var yngst þriggja systra, Elín móðir okkar elst en Ásta Taylor býr í Swansea í Wales og lifir systur sínar. Þóra hefur alltaf verið stór hluti af okkar lífi enda mjög náið sam- band á milli heimilanna. Systurnar stóðu alltaf saman og studdu hver aðra. Fjölskyldurnar á Birkimel og Nesvegi héldu sameiginlega jólahá- tíð í áraraðir á meðan afi og amma lifðu. Vesturbærinn var borgar- hluti Þóru. Í gegnum árin bjó hún á Lóugötu, á Birkimel og nú síðast á Aflagranda. Þóra var einkar glæsileg kona. Ávallt vel til höfð og bar sig vel. Hún hafði mikinn áhuga á ættfræði og hannyrðum. Einnig var hún mikið fyrir að spila brids og dansa gömlu dansana. Var vinmörg og frændrækin og heimsótti reglulega frændfólk sitt austur undir Eyja- fjöllum. Minnist Björn margra Þóra Þorbjarnardóttir LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi okkar, KJARTAN G. WAAGE, Skipasundi 37, lést fimmtudaginn 3. desember. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Oddný M. Waage, Jóna Jenný Waage, Arnbjörn Ólafsson, Vilborg Heiða Waage, Óskar Sveinn Gíslason, Árdís Waage, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur og afi, ANDRES KRISTINSSON, Þórólfsgötu 21, Borgarnesi, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 5. desember. Útför verður gerð frá Borgarneskirkju laugardaginn 12. desember kl. 14.00. Ásta Kristjana Ragnarsdóttir, Ragnar Ingimar Andresson, Magnea Kristín Jakobsdóttir, Sigríður Andresdóttir, Ingólfur Friðjón Magnússon, Kristinn Grétar Andresson og barnabörn. ✝ Elskuleg systir mín og frænka, ELÍN OLGA DE LANGE (BENEDIKTSDÓTTIR), er látin. Útförin fór fram í Söndre Slagen kirke, Tönsberg, Noregi, föstudaginn 27. nóvember. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Unnur Ragna Benediktsdóttir, Guðríður Þ. Valgeirsdóttir. ✝ Okkar kæra UNNUR ÓLÖF ANDRÉSDÓTTIR fyrrv. bóndi, Móum, Kjalarnesi, Espigerði 2, lést á líknardeild Landspítala Landakoti fimmtudaginn 3. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. desember kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Andrés Svavarsson, Þóra Stephensen, Teitur Gústafsson, Katrín Guðjónsdóttir. ✝ Yndislegur sambýlismaður minn, BERGUR INGIMUNDARSON, áður Birkimel 6B, lést á hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 27. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 11. desember kl. 15.00. Kolbrún Þorláksdóttir. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, SVEINBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR frá Norðfirði, Fellsmúla 5, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn 6. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Sesselja G. Ingjaldsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.