Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2009 www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Flottur jóla- fatnaður Str. 38-56 Nýtt kortatímabil Í takt við tímann kr. pk.259 Passionata pizza 2 tegundir kr. pk.166 Passionata margarita p izza Nýtt! Hæðasmára 4 · 201 Kópavogur - Í sama húsi og Bílaapótek fyrir ofan Smáralind Símar 555 7355 og 553 7355 - www.selena.is Opið kl. 11-18 mánud.-laugard., kl. 13-17 sunnud. Notaleg bómullar- og modalnáttföt Eddufelli 2, sími 557 1730 Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is Peysa 4 litir – Verð 11.900 kr. Munið gjafakortin Jólagjafir sem hljóma betur TI LB OÐ x2 Geisladiskur Fullt verð 2.499 kr. 499kr. auk 1.000 punkta Þriðjudaga kl. 12 frá Árbæjarlaug Fimmtudaga kl. 14 frá Nauthóli skráðu þig inn – drífðu þig út www.fi.is www.fi.is • fi@fi.is • Sími 568 2533 Hádegisgöngur Ferðafélags íslands ENGIN hætta var á að samskipti Indriða H. Þorlákssonar, þáverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneyt- isins, og Marks Flanagan, formanns sendinefndar Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, um Icesave samningana færu fram hjá skjalakerfi fjármála- ráðuneytisins. Þetta kemur fram í athugasemd ráðuneytisins frá í gær vegna umfjöllunar um tölvupóstana. Tilkynningin er birt á heimasíðu fjármálaráðuneytisins. Ráðuneytið segir að Indriði hafi tilgreint einkanetfang sitt því hann hafi verið á förum til Kaupmanna- hafnar og talið að hann ætti auðveld- ara aðgengi að væntanlegu svari með þeim hætti. Skeytið til Mark Flanagan var sent úr tölvupóstkerfi stjórnarráðsins og svarskeytið barst einnig þangað og eru skeytin vistuð þar. Þá voru afrit af skeyti Indriða og svari Flanagan send á embættis- netföng fjármálaráðherra, formann samninganefndarinnar auk starfs- manns hennar. Ráðuneytið bendir á að umrædd tölvupóstsamskipti hafi verið að- gengileg alþingismönnum frá því að frumvarp um ábyrgð ríkissjóðs á lánum vegna Icesave var lagt fram í júní sl. Ekki hafi verið hægt að birta þau á upplýsingasíðu stjórnvalda, island.is, án samþykkis gagnaðila Ís- lands í alþjóðasamskiptum. Aðdragandi tölvupóstsamskipt- anna er að ný samninganefnd um Icesave hafði unnið að undirbúningi fyrir viðræður við Breta og Hollend- inga í nokkrar vikur. Fundur samn- inganefndanna í Kaupmannahöfn var til að ræða nýja nálgun að lausn á deilunni sem var hagstæðari fyrir Ís- land og hvernig koma mætti viðræð- unum af stað. Viðræður við AGS um endurskoð- un á áætlun sjóðsins hafði farið fram nokkru áður. Þar var m.a. rætt um samningana við Breta og Hollend- inga um Icesave. Því þótti rétt að gera sendinefnd sjóðsins grein fyrir stöðu málsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, kvaðst í gær vera ósáttur við viðræð- urnar við AGS á dögum minnihluta- stjórnar Samfylkingar og VG sem sat með stuðningi Framsóknar. „Það er algjörlega úr samræmi við það sem lofað var,“ sagði Sigmundur. Því hafi verið heitið að ekkert yrði gert í Icesave án samráðs við Framsókn- arflokkinn. gudni@mbl.is Samskiptin voru vistuð í skjalakerfi ráðuneytisins Alþingismenn höfðu aðgang að tölvupóstunum Morgunblaðið/Eggert Samskipti Wikileaks.org birti tölvupósta sem fóru milli Indriða H. Þorláks- sonar, þáverandi ráðuneytisstjóra, sem hér sést og Mark Flanagan hjá AGS. HÁTT í 31 þúsund manns höfðu í gærkvöldi skráð sig á vef Inde- fence-hópsins, þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Ís- lands, að staðfesta ekki fyrirhuguð lög um ríkisábyrgð vegna Icesave- samninganna. Er þess jafnframt krafist að málið verði borið undir íslensku þjóðina í þjóðaratkvæða- greiðslu. Hópurinn heldur einnig úti vefsíðu á Facebook samskipta- vefnum og þar hafa um 10 þúsund manns skráð sig. Indefence telur m.a. að með lögunum um Icesave sé efnahagslegu sjálfstæði þjóð- arinnar stefnt í hættu. Kynslóðir framtíðarinnar verði skuldsettar um langa framtíð og lífskjör þeirra skerðist. Sjá nánar www.indefence.is. Um 31 þúsund skora á for- seta Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.