Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2009 Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið. 16 dagar til jóla Á FIMMTUDAG nk. kl. 20 verður aðventusamkoma haldin fyrir syrgjendur í Grensáskirkju. Hún er opin öllum aldurshópum. Þessi samvera er sérlega hugs- uð til að styðja fólk í þessum að- stæðum. Sungnir verða aðventu- og jóla- sálmar, lesið úr ritningunni og flutt hugleiðing. Hamrahlíðarkór- inn mun syngja undir stjórn Þor- gerðar Ingólfsdóttur, Björg Þór- hallsdóttir syngur einsöng og organisti er Árni Arinbjarnarson. Í lokin verður hægt að tendra ljós til minningar um látinn ást- vin. Þá verður boðið upp á léttar veitingar. Samveruna leiða Rósa Kristjánsdóttir, djákni og sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir. Sigrún Lillie Magnúsdóttir hjúkr- unarfræðingur les ritningarlestur og sr. Guðlaug Helga flytur hug- vekju. Túlkað verður á táknmáli. Aðventusamvera fyrir syrgjendur SJÁLFSTÆÐISKONUR um land allt hafa tekið höndum saman og efna til söfnunar fyrir Mæðra- styrksnefndir um allt land. Allur ágóði söfnuninnar rennur óskiptur til Mæðrastyrksnefndar í Reykja- vík, Kópavogi, Hafnarfirði, á Akra- nesi og á Akureyri. Einstaklingar og fyrirtæki geta lagt söfnuninni lið með því að kaupa stuðningskort hjá fjölmörg- um verslunum vítt og breitt um landið. Jafnframt er hægt að leggja inn á söfnunarreikning Mæðra- styrksnefndar á vef söfnunarinnar, www.xd.is/ tokuhond- umsaman. Aldrei hafa eins margir leit- að á náðir Mæðrastyrks- nefndar eins og undanfarnar vik- ur og hefur fjöld- inn sem sótt hef- ur um aðstoð þrefaldast á síðastliðnu ári. Búist er við því að rúmlega fjögur þúsund fjölskyldur muni óska eftir aðstoð um jólin. Morgunblaðið/Árni Sæberg Í gang Söfnuninni var hleypt af stokkunum í gær hjá Mæðrastyrksnefnd. Taka höndum saman fyrir Mæðrastyrksnefnd Stuðningskortið JÓLAMARKAÐUR verður opinn allar helgar í aðventunni í gamla Hagkaupshúsinu við Garðatorg. Lista- og handverksfólk mun selja þar afurðir sínar. Þar verður líka stjörnumarkaður, auk þess sem Hjálparsveit skáta í Garðabæ verð- ur þar með jólatrésölu. Markaður- inn verður opinn laugardaga kl. 11:00-17:00, og sunnudaga kl. 13:00-17:00. Jólamarkaður í Garðabæ TÖLUVERÐUR mannfjöldi, einkum börn, varð vitni að því síðdegis á laugardag að nokkrir jólasveinar heimsóttu jarðböðin í Mývatnssveit, en að sögn er það hefð meðal þeirra að gera sér eina ferð í jarðböðin fyrir hver jól. Jólasveininn Stúfur var að sögn nokkuð ósáttur við vatnið og fór ekki út í, en reyndi að stjórna fjölda- söng á meðan félagar hans afklæddu sig og fór í prjónabrækur áður en þeir skelltu sér í lónið. Um 150 manns voru með þeim í lóninu, aðallega börn og unglingar, en ekki fer sögum af því að foreldrar barnanna hafi reynt að forða þeim burt. Annað fólk hélt sig til hlés en fylgdist með uppákomunni úr fjarlægð. Jólasveinar brugðu sér í jarðböðin Óvæntir gestir Jólasveinarnir fóru í prjónabrækur og skelltu sér í lónið. Á FIMMTUDAG nk. kl. 20 verða jólatónleikar í Víðistaðarkirkju til styrktar Fjölskylduhjálp Íslands. Fram koma Dísella, Esther Jökuls- dóttir, Soffía Karlsdóttir, Guðbjörg Magnúsdóttir, Guðrún Árný Karls- dóttir og Margrét Árnadóttir. Miðaverð er 1.000 kr. og rennur all- ur ágóði til Fjölskylduhjálparinnar. Styrktartónleikar fyrir Fjölskylduhjálp KVENNAKÓRINN Léttsveit Reykja- víkur heldur að- ventutónleika 8. og 12. desember í Bú- staðakirkju. Tón- leikarnir bera yf- irskriftina „Jólasól heims um ból“. Einsöngvari á tón- leikunum verður Kristján Jóhanns- son. Að vanda verður bassaleik- arinn Tómas R. Einarsson með í för en einnig Hjörleifur Valsson fiðluleikari. Undirleik- ari er Aðalheiður Þorsteinsdóttir og stjórnandi kórsins er Jóhanna V. Þórhallsdóttir. Morgunblaðið/Kristinn „Jólasól heims um ból“ í Bústaðakirkju Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is FÉLAG íslenskra flugumferð- arstjóra (FÍF) lýsti í gær yfir áhyggjum af afleiðingum atgerv- isflótta sem félagið segir að brostinn sé á í atvinnugreininni. „Á skömmum tíma hafa 9 af alls 64 flugumferðarstjórum, sem starfa dagsdaglega við flugumferðarstjórn hérlendis, sagt upp störfum og hald- ið utan til starfa,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Þar kemur einnig fram að þessir menn séu með 12 ára starfsaldur að jafnaði. Fleiri að kanna málið Ennfremur segir að enn fleiri úr þessum hópi kanni málið eða hafi nú þegar sótt um starf við flugumferð- arstjórn erlendis. Fastlega megi því gera ráð fyrir að enn fleiri flug- umferðarstjórar flytjist af landi brott á næstu mánuðum. „Það segir sína sögu um ástæður atgervisflóttans að hæst launuðu flugumferðarstjórarnir á Íslandi ná ekki byrjunarlaunum starfssystkina sinna annars staðar á Norð- urlöndum. Þá eru dæmi um að ís- lenskir flugumferðarstjórar fjórfaldi útborguð laun sín með því að ráða sig í vinnu erlendis,“ segir í tilkynn- ingunni. Íslenskir flugumferðarstjórar starfa hjá tveimur fyrirtækjum, Flugstoðum ohf. og Keflavík- urflugvelli ohf. Til stendur að sam- eina þessi félög í einu félagi. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Flugstoða, kannast ekki við tölur FÍF um starfandi flug- umferðarstjóra. Hún segir að milli 70 og 80 flugumferðarstjórar séu starfandi hjá fyrirtækinu um allt land og ein uppsögn hafi borist á þessu ári. Hún segir að hjá Flug- stoðum séu menn meðvitaðir um það að flugumferðarstjórar kunni að leita vinnu erlendis, þar sem betri kjör séu í boði. „Við teljum ekkert óeðlilegt við það að fólk hugsi sér til hreyfings enda er það ekki æviráðið hjá okkur,“ segir Hjördís. Nýtt fólk verður þjálfað Hún segir að ef fleiri flugumferð- arstjórar segi upp störfum verði því mætt með því að þjálfa fólk í þess stað. Bendir Hjördís á að Flugstoðir séu sífellt að þjálfa nýtt fólk og þannig hafi 8 nýnemar komið til fyr- irtækisins á þessu ári. Á Keflavíkurflugvelli starfar 31 flugumferðarstjóri. Að sögn Frið- þórs Eydal upplýsingafulltrúa hafa þrír þeirra sagt upp störfum og er verið er að þjálfa þrjá nýja menn í þeirra stað. Þá er einn flugumferð- arstjóri í launalausu leyfi. Flugumferðarstjórar óttast atgervisflótta Morgunblaðið/Brynjar Gauti SAMKVÆMT könnun sem unnin var fyrir Félag íslenskra stórkaup- manna (FÍS) og VR þá ætla 85% landsmanna að draga úr kaupum á dagvöru vegna boðara skattbreyt- inga. Kynna á þessa könnun á opn- um morgunverðarfundi þessara fé- lagasamtaka í dag um skattamál og breytta neysluhegðun á sam- dráttartímum. Fer fundurinn fram á Grand hóteli. Sama könnun sýndi að 35% þjóðarinnar hafa orðið vör við meira heimabrugg og smygl á áfengi í kjölfar efnahagshrunsins. Enn fleiri í aldurshópnum 16-24 ára sögðust hafa orðið varir við brugg- ið, eða 55%. Varðandi innkaupin sögðust 16% ætla að draga mikið úr þeim, 33% ætla að draga nokkuð úr þeim og 36% reikna með að inn- kaupin minnki lítillega. 85% ætla að draga úr innkaupum AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi starfar á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti- sins og veitir styrki til rannsókna- og þróunarverkefna sem auka verðmæti sjávarfangs. AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi auglýsir eftir umsóknum AVS sjóðurinn leggur áherslu á styttri verkefni og munu umsóknir þar sem verkefni eru til skemmri tíma en 12-18 mánaða að öllu jöfnu njóta forgangs. Lögð verður mikil áhersla á verkefni sem skila verðmætum og störfum fyrir íslenskan sjávarútveg Átaksverkefni • Vinna að vöruþróun og nýsköpun • Flytja inn nýja þekkingu eða fyrirtæki • Ráða mastersnema eða doktorsnema AVS sjóðurinn er tilbúinn til að greiða allt að 50% af kostnaði átaksverkefna, en hámarksstyrkir eru 6-8 m.kr. Lögð er áhersla á stutt og hnitmiðuð verkefni sem geta skapað mikil verðmæti á stuttum tíma. Sjóðurinn er opinn fyrir öllum hugmyndum sem auka verðmæti sjávarfangs. Framhaldsverkefni Með stuðningi AVS sjóðsins eru allmörg 2-3 ára verkefni í gangi og mun sjóðurinn styðja þau áfram ef framvinda rannsókna er í samræmi við fyrirheit og kröfur sjóðsins. Skilafrestur umsókna er til mánudagsins 1. febrúar 2010 fyrir kl. 17:00 Upplýsingar og leiðbeiningar fyrir umsækjendur ásamt eyðublaði er að finna á www.avs.is AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi • Pósthólf 1188 • 121 Reykjavík • Sími 422-5102 • www.avs.is Ríkisendurskoðun er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem starfar á vegum Alþingis. Meginhlutverk hennar er að endurskoða ríkisreikning og reikninga ríkisaðila, hafa eftirlit með og stuðla að umbótum á fjármálastjórn ríkisins og nýtingu almannafjár. Megingildi hennar eru óhæði, hlutlægni, hæfni og trúverðugleiki. Forráðamenn stjórnmálasamtaka og frambjóðendur á vegum þeirrra athugið Frestur til að skila Ríkisendurskoðun upplýsingum um móttekin fjárframlög fyrri ára er til 10. desember nk. Allar nánari upplýsingar og eyðublöð er að finna á heimasíðu stofnunarinnar, www.rikisend.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.