Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 17
Daglegt líf 17ÚR BÆJARLÍFINU MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2009 www.noatun.is ÓDÝRT GRILLAÐUR KJÚKLINGUR KR./STK.998 MEÐ HEIM! HEITT Ódýrt og gott í Nóatúni ALLRA GRÆNAR BAUNIR KR./STK. 99 EURO WASH ÞVOTTAEFNI, 3 KG KR./PK. 569 BREIÐHOLTSB. SÓLKJARNA OG SPELT RÚGBRAUÐ KR./STK. 199 F ÚRFISKBOR ÐI ÚR FISKBORÐI ERSKIR Í FISKI ÝSUFLÖK ROÐ- OG BEINLAUS KR./KG1198 80 ára afmæli Neskaupstaðar var fagnað með undarlegum hætti. Óvænt fengu bæjarbúar og starfs- fólk sveitarfélagsins fregnir af því að bæjarskrifstofunum í Neskaup- stað skyldi lokað með hraði og starfssemin flutt á Reyðarfjörð. Mikil ólga hefur verið í bænum vegna þessa og telja íbúar að með aðgerðum sé vegið að samfélaginu, enda 11 störf sem hverfa úr byggðakjarnanum. Það jafngildir um 1500 störfum á höfuðborgar- svæðinu.    Gjörningnum var mótmælt á vel sóttum íbúafundi sl. föstudag og mátti greina mikla samkennd íbúa Neskaupstaðar. Guðmundi Gísla- syni forseta bæjarstjórnar var af- hentur undirskriftarlisti ríflega 500 íbúa sem mótmæltu flutningnum. Ennþá á eftir að staðfesta ákvörð- un bæjarráðs í bæjarstjórn, en málið verður til afgreiðslu á bæjar- stjórnarfundi um miðjan desember. Má búast við fjölmenni á fund- inum.    Á sama tíma og yfirvöld í Fjarða- byggð stefna að miðstýringu og lokun vinnustaða í úthverfum í skjóli hagræðingar gagnrýna þau ríkið harðlega fyrir að gera slíkt hið sama. Ályktanir þess efnis að sjálfsagt og augljóst sé að hluta af starfsemi Hafró megi sinna frá Fjarðabyggð verða heldur bitlaus- ar.    Engin samúð er með Norðfirð- ingum í byggðakjörnum Fjarða- byggðar sunnan skarðs, enda hafa þeir sumir hverjir orðið fyrir barðinu á viðlíka aðgerðum undan- farin ár. Miðstýringarstefna í fjöl- kjarna sveitarfélagi hefur klárlega ekki eflt samstöðu eða stuðlað að andlegri sameiningu byggðakjarn- anna.    Abbababb segja Norðfirðingar og menningarlífið blómstrar. Um helgina settu nemendur í 9. bekk Nesskóla og foreldrar þeirra upp NESKAUPSTAÐUR Kristín Ágústsdóttir Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Aflið tryggt öllum stundum Sigfús Guðlaugsson Rafveitu Reyðarfjarð- ar og Tómas Zoëga, rafvirki hjá FSN, í nýrri varaaflsstöð sem FSN fékk að gjöf á dögunum. söngleikinn Abbababb við frábærar undirtektir. Verkið er liður í fjár- öflun fyrir ferðalag 9. bekkjar í vor. Samleikur kynslóðanna small saman og virtu allir skemmta sér hið besta: foreldrar, börn og áhorf- endur. Ekki er langt síðan sýn- ingum á rokkveislu BRJÁN lauk og framundan eru tónleikar með nemendum Tónskólans. Af nægu er að taka í menningarlífinu.    Samgöngur og Norðfjarðargöng eru íbúum ofarlega í huga og enn er haldið í vonina um að göngin verði að veruleika í nálægri fram- tíð. Olísframboðið svokallaða í Nes- kaupstað hefur nú látið til sín taka og að þeirra frumkvæði er efnt til borgarafundar um Norðfjarðar- göng í Kirkju- og menningar- miðstöðinni á Eskifirði hinn 14. desember n.k. Markmiðið er að þétta raðir íbúa og annarra hags- munaaðila og gefa skýr skilaboð um mikilvægi Norðfjarðarganga. Búist er við ráðherra samgöngu- mála, vegamálastjóra og þing- mönnum kjördæmisins á fundinn.    Samkennd var stemmningin á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaup- stað fyrir skemmstu þar sem tekið var á móti höfðinglegum gjöfum frá íbúum og samtökum. Lyfja- blöndunarskápur, magaspeglunar- tæki, berkjuspeglunartæki og vara- aflssstöð koma sér einstaklega vel fyrir sjúkrahúsið. Með þessum gjöfum eykst enn á þann tækja- búnað FSN sem keyptur er fyrir gjafafé. Á síðustu árum hefur sjúkrahúsið fengið gjafir að and- virði um 80 milljóna króna. Óhætt er að taka undir orð ónefnds lækn- is sem sagði að án þessara gjafa væri sjúkrahúsið líklegast enn á steinöld. Eftir Atla Vigfússon Þingeyjarsveit | „Ég nota alfarið efni úr náttúrunni í skreytingar og þess vegna finnst mér mjög gaman að fá þetta tækifæri til að föndra með börnunum sem eru að nota eini o.fl. sem finnst hér í nánasta umhverfi. Þannig jólaskraut þarf ekki að kosta mikið en er oft mjög fallegt.“ Þetta segir Bryndís Ívarsdóttir ferðaþjón- ustubóndi á Staðarhóli í Aðaldal en hún kom á árlegan föndurdag í Hafralækjarskóla með syni sínum Hermanni Hólmgeirssyni nú í vik- unni. Þau höfðu bæði mikla ánægju af því að skapa skreytingar fyrir jól- in og þetta var góð tilbreyting í skólastarfinu. Skógarskreytingarnar vinsælar Þennan dag var skólanum skipt upp í föndurstöðvar og gátu nem- endur og foreldrar valið sér við- fangsefni eftir áhugasviði. Margir saumuðu jólakort, klipptu filt, papp- ír eða gerðu jólastjörnur og bökuðu piparkökur. Í einni vinnustofunni var unnið einungis með efni úr Aðal- dalshrauni og var einir og greinar aðalefniviðurinn. Einirinn er mjög víða í hrauninu og af nógu að taka enda hefur hann lengi verið notaður sem skraut á jólum í sveitinni. „Mjög skemmtilegur dagur og gaman að gera þetta með mömmu,“ sagði Hermann sem auk þess spilaði jólalög á trompet í kaffihlénu fyrir starfsfólk og gesti, en hann er í tón- listarnámi eins og margir aðrir nem- endur skólans. Bryndís sagði að þau notuðu mest alaskavíðibúta sem uppistöðu og með eininum notuðu þau sortulyng og köngla af furu og greni sem finnst víða í görðum í dalnum. Það eina sem væri keypt væru litlar rauðar kúlur sem gæfu skemmti- legan lit, þær væru ódýrar og fal- legar. „Ég myndi vilja hafa fleiri svona daga í skólanum þar sem foreldrar taka þátt í því að skapa eitthvað með börnunum. Þetta er mikil hvatning og þar sem fleiri koma saman þar koma fram fleiri hugmyndir.“ Svo var líka gaman fyrir Her- mann að fara með skreytingarnar heim til þess að hafa fallegt heima- gert skraut hjá fjölskyldunni um jól- in og geta sýnt gestum það sem hann hefði gert í skólanum án mikils kostnaðar. Einir er fallegt jólaskraut Jólaskreytingar úr náttúrunni þurfa ekki að kosta mikið Morgunblaðið/Atli Vigfússon Mæðgin Bryndís Ívarsdóttir ásamt syni sínum Hermanni Hólmgeirssyni með skreytingu úr eini, alalskavíði og lyngi. Í HNOTSKURN »Aðaldalshraun er birkivaxið en í skógarbotninum er að finna mikið af eini, sortulyngi o.fl. lyngtegundum. »Einir var oft notaður tilþess að gera góða lykt í hí- býlum manna á jólum. Var hann klipptur niður í greinar og þær brenndar á eldavélinni til þess að fá keiminn um hús- ið. »Á mörgum bæjum var ein-ir notaður til þess að búa til jólatré. DÖNSKU neytendasamtökin (Forbrugerrådet) settu fyrr í þess- um mánuði í gang herferð gegn hormónalíkjandi efnum í snyrti- vörum, með það að markmiði að bannað verði að nota slík efni í vörur af þessu tagi. Herferðin hófst 6. nóvember, en þá sendu samtökin út hvatningu til neyt- enda til að láta vita ef snyrtivör- urnar þeirra innihéldu eitthvert af þeim 17 efnum sem samtökin til- greindu á heimasíðu sinni, og öll eiga það sameiginlegt að hafa hugsanlega hormónalík áhrif. Fyrstu tvær vikurnar bárust rúm- lega 700 ábendingar frá neyt- endum, og úr þeim hafa samtökin unnið lista yfir 575 mismunandi snyrtivörur sem innihalda a.m.k. eitt af þessum 17 efnum. Herferð- inni er hvergi nærri lokið, en nýj- ustu útgáfu listans er jafnan að finna á heimasíðu samtakanna. Hægt er að leita að einstökum vöruheitum og framleiðendum í listanum. Herferð gegn horm- ónalíkjandi efnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.