Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 28
28 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2009  Nú fá frændur vorir kærir á eyj- unum átján að njóta hinnar ein- stöku stemningar sem lék um bar- inn goðsögulega Sirkus en hann hefur verið endurreistur í Þórs- höfn. Síða honum til heiðurs hefur verið sett upp á Fésbókinni þar sem kemur m.a. fram að hann er stað- settur í Grím Kambans Gøtu 2. Það er eitthvað skrítið við þetta … Brjáluð Sirkus- stemning í Færeyjum Fólk „Á PLÖTUNNI eru tíu ný íslensk popplög, sungin á ís- lensku, sem væri hægt að lýsa sem melódísku millitempói. Þetta var ákaflega skemmtilegt verkefni að vinna og ég er virkilega ánægður með útkomuna,“ segir tónlistarmað- urinn Sigurjón Brink um nýútkomna sólóplötu sína sem ber nafnið Sjonni Brink. Þetta er fyrsta sóló- plata Sigurjóns sem hefur þó gefið út nokkrar plötur áður með hljómsveitum. „Ég vann plötuna með Guðmundi Jóns- syni úr Sálinni. Þegar ég söng lag eftir hann í Laugardagslögunum fyrir tveim- ur árum kom kveikjan að okkar sam- starfi og við ákváðum að gera eina plötu saman. Lögin eru eftir okkur báða en hann samdi textana og pródúseraði plötuna, var tónlistarstjóri verkefnisins,“ segir Sigurjón. Hann syngur og spilar á gítar á plötunni, á trommur leikur Benedikt Brynleifsson, Birkir Kárason er á bassa og Pálmi Sigurhjartarson á píanó. Sigurjón gefur plötuna út sjálfur og er hún til sölu í Hagkaups- verslununum. „Ég kem svo til með að fylgja henni eftir með spila- mennsku út um allt. Það er best að fylgjast með því hvar ég verð á á Facebook-síðunni minni, www.facebook.com/ sjonnibrink.“ Sigurjón er með margt á döfinni og meðal annars fá landsmenn að fylgjast með honum í Söngvakeppni Sjón- varpsins eftir áramót. „Ég ákvað að senda inn í keppnina eitt gamalt lag frá mér og það komst inn svo ég verð með í ár með eigið lag og flyt það sjálfur,“ segir Sigurjón að lokum. ingveldur@mbl.is  Svo virðist sem hinum geðþekka Ástrala Ben Frost verði eigi vísað úr landi ef rýnt er nægilega vel í óskiljanlegt tæknital utanríkisráðu- neytisins. Það er enda þjóðþrifamál að halda þessum hæfileikaríka manni innan lögsögunnar, en nýj- asta verk hans, By the Throat, er að „slá í gegn“ erlendis og hefur feng- ið glimrandi dóma frá miðlum á borð við NME, BBC, Wire, All Mus- ic Guide, Drowned in Sound og fleirum. Frost tjáir sig um plötuna í eftirfarandi vefvarpi: www.the- wire.co.uk/articles/3337. Verður áfram Frost á Fróni?  Þau DJ Kiki-Ow og DJ Curver eru fræg fyrir næntíspartí sín á Nasa um áramótin en nú ætla þau að bregða eilítið út af vananum. Hald- ið verður sérstakt Millennium-partí þar sem tónlistin sem hljómaði um árþúsundaskiptin, þ.e. árin 1999 – 2001 verður í forgrunni. Það er því endanlega búið að kippa 2000- vandanum í lag, og það með góðu partíi! Kiki-Ow og Curver halda árþúsundapartí MANNASIÐIR Gillz nefnist ný bók frá Agli Einarssyni sem er kannski betur þekktur undir nafninu Gillzenegger. Þetta er önnur bók hans en fyrsta bókin, Bíblía fallega fólks- ins, kom út 2006. „Bókin fjallar um það sem þykja góðir mannasiðir. Ég fór í mikla rannsóknarvinnu fyrir bókina en fyrst og fremst á hún bara að vera skemmtileg. Það eru alltaf sannleiks- korn í hverjum kafla og góðar ráðleggingar en fólk á líka að geta hlegið,“ segir Egill um bókina. Finnst þér skorta upp á mannasiði karl- manna? „Já, ég sjálfur á ákveðnum tímapunkti kunni ekki mannasiði, en þegar ég fór að kynna mér þá sá ég að það er ýmislegt sem maður veit ekki og því fannst mér góð hug- mynd að koma með mannasiðabók og skildi ekki afhverju hún hafði ekki komið út fyrr,“ svarar Egill en bókin er ekki eingöngu fyrir karlmenn. „Karlmenn eru markhópurinn en stelpur sem hafa lesið hana segjast hafa oltið um af hlátri, þannig að stelpur geta líka haft gaman af henni.“ Egill segir menn leggja mismikla áherslu á mannasiðina og t.d séu almennir borðsiðir nokkuð sem margir kunni ekki. „Íslendingar eru ekki dónalegir en það leynist alltaf einn og einn inn á milli sem er úti á þekju, ég vil meina að allir geti bætt sig og því er þessi bók nauðsynleg. Það er löngu sannað að fólk sem kann mannasiði nær lengra í vinnu, námi og einkalífi, það er bara þannig.“ Kápan á Mannasiðir Gillz er einkar skemmtileg og einföld í anda níunda áratug- arins. „Við vildum hafa hana nokkuð einfalda og kynþokkafulla, það var gaman að fara í smóking og rósin setur svo lokapunktinn á þetta,“ segir Egill og hlær. Hann starfar sem einkaþjálfari í Sporthúsinu og segir það henta vel að vera rithöfundur og einkaþjálf- ari. „Mesta törnin í bókunum er í desember og þá er akkúrat minnst að gera í þjálf- uninni.“ ingveldur@mbl.is Kápumyndin Einföld og kynþokkafull að sögn hins herralega Egils Einarssonar. Fólk sem kann mannasiði nær lengra í lífinu segir Gillz Egill Einarsson, Gillzenegger, sendir frá sér skemmtilega mannasiðabók Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞAÐ hefði mátt ætla að þeir félagar Davíð Þór Jónsson og bræðurnir Ómar og Óskar Guðjónssynir væru nýkomnir af fjöllum er blaðamaður hittir á þá í anddyri nýjustu Morg- unblaðshallarinnar í Hádegismóum. Tríóið er vel skóað og úlpað og litríkt nokkuð og freistandi að varpa sér í hnyttnar myndlíkingar, úr því að annar kaffibollinn er farinn að „kikka“ inn. Úlpurnar skærlituðu eru auðvitað vel til fundið tákn um græsku þá og gáska sem jafnan leik- ur um þessa menn; og þeir eru vænt- anlega nýkomnir úr einhverri tón- listarlegri „fjallaferð“, þar sem eitthvað spennandi hefur uppgötv- ast? Það stendur heima, því að Davíð slengir fyrstu plötu ADHD á borðið. „Við vorum að líma umslagið sam- an í nótt,“ segir hann stoltur, og það er fjörugt blik í augunum. „Þannig að við drifum okkur bara hingað uppeftir með afurðina!“ Innilegt ADHD var stofnuð fyrir tveimur árum síðan í tengslum við Djass- og blúshátíðina á Höfn í Hornafirði. Fjórði meðlimurinn, Magnús Trygvason Elíassen, er fjarri góðu gamni þennan morguninn. „Meðlimir sveitarinnar eru ann- ars svo uppteknir við önnur verkefni að ég held að við höfum náð alls fimmtán æfingum frá upphafi,“ seg- ir Davíð. Bræðurnir kinka kolli og Óskar segir: „Svo náðum við loksins fimm dög- um saman í ágúst og gátum þá tekið plötuna upp. Við tókum þetta upp í stofunni heima hjá mér og Davíð hljóðblandaði.“ Sjö lögum var rúllað inn á band og er útkoman ekki á þá lund sem búast hefði mátt við, sé tillit tekið til hljómsveitarnafns og hreinlega þess mannskaps sem að tónlistinni stend- ur. Tónlistin er minimalísk, hæg- streym og ljúf …yfir henni fegurð og nokkurs konar helgi. Hún er inni- leg og maður finnur að þessir aðilar eiga í tónlistarlegu fjarskynj- unarsambandi. „Við höfum starfað svo mikið sam- an að sú útkoma var kannski fyr- irsjáanleg,“ segir Ómar. „Þetta er lagrænt og mjög fókuserað. Heil- steypt og einlægt finnst mér. Sam- spilið var mjög náið og það er visst næmi sem stýrir framvindunni, enda þekkjum við innviði hvor annars út í gegn.“ Allir innviðir út í gegn  ADHD gefur út sína fyrstu plötu  Hefur æft fimmtán sinnum frá stofnun  Samspili meðlima má lýsa sem tónlistarlegu fjarskynjunarsambandi Morgunblaðið/Golli Englar ADHD hefur sig til flugs ... í óeiginlegri merkingu. Orkan og ástríðan gagnvart hinni æðstu list er með öllu óslökkvandi hjá þessum mönnum og leitin að einhverju nýju og spennandi í tónmálinu hefur oft stýrt hinum ólíkum verkefnum sem þeir hafa fengist við. Davíð, Óskar og Ómar eru vissulega með „hefðbundna“ skala á tæru og gott betur en það en þeir hafa jafnframt leikið sér að því að fara fram af hengiflugi þess mögulega í nútímadjassi og nefna má Rask, hina æv- intýralegu sólóplötu Davíðs frá 2002 og plötu sem Óskar tók upp árinu á undan ásamt fleirum undir hljómsveitarnafninu Dýrin í Hálsaskógi. Davíð gaf þá út plötu ásamt Helga Svavari Helgasyni, kölluðu þeir sig Helmus und Dalli og var útkoman stórkostlega grilluð …og eru það meðmæli. Með öllu óslökkvandi … Sjonni með sólóplötu og lag í Söngvakeppninni Sjonni Brink Syngur eigið lag í Evróvisjón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.