Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2009 Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa Góður ávöxtunarkostur – einnig í áskrift Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 460 4700 eða kynntu þér málið á www.iv.is *Árleg meðalávöxtun frá 15.01.2001 til 31.10.2009. Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag verðbréfasjóða ÍV hf. er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu www.iv.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðsins og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. Við öflum fyrir þig 9,8% 100%RÍKISTRYGGING MEÐALÁVÖXTUN* Strandgata 3 600 Akureyri I Sigtún 42 105 RVK Sími: 460 4700 I www.iv.is I iv@iv.is SIGRÚN Stef- ánsdóttir, bæj- arfulltrúi á Ak- ureyri, gefur kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Samfylking- arinnar sem fram fer þann 30. janúar nk. Sigrún hefur gegnt for- mennsku í félagsmálaráði Akureyr- arbæjar, verið varaforseti bæj- arstjórnar og setið í bæjarráði og skólanefnd á yfirstandandi kjör- tímabili. Býður sig í 2. sæti Sigrún Stefánsdóttir RÆTT verður um nýjar leiðir í jarðhitanýtingu á haustþingi Jarð- hitafélags Íslands í húsi Orkuveitu Reykjavíkur í dag. leitað er svara við spurningum um hvernig staðið er að þróun nýrra leiða í jarðhita- nýtingu og hvar vaxtarbroddarnir liggja. Þingið hefst kl. 13. Leita nýrra leiða HALLDÓR Blön- dal, fyrrverandi forseti Alþingis, var kjörinn for- maður Samtaka eldri sjálfstæð- ismanna á aðal- fundi í seinustu viku. Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri, var kjörinn varaformaður. Aðrir sem kjörnir voru í stjórn eru Lilja Hallgríms- dóttir, Sigríður Sveinsdóttir, Guð- mundur Hallvarðsson, Einar Þor- björnsson, Margrét S. Einarsdóttir, Guðrún V. Haraldsdóttir og Sveinn Scheving. Í ályktun er m.a. lýst áhyggjum af frekari niðurskurði í heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Telja samtökin „að löngu sé komið að þolmörkum í sparnaði innan heilbrigðiskerfisins,“ segir í álykt- uninni. Mótmælt er skerðingum sem draga úr lífsgæðum lífeyr- isþega landsins. „Þar er m.a. ráðist á helgasta rétt eldri borgara, sjálf- an grunnlífeyrinn sem allir eiga að fá, burt séð frá tekjum, sem aldrei átti að skerða vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum.“ Kjörinn for- maður SES Á FIMMTUDAG nk. mun tónlist- arhópurinn Pakkið halda styrkt- artónleika í Ránni til styrktar ung- um dreng í Reykjanesbæ sem berst við krabbamein. Miðaverð er 1.000 kr. og einn heppinn tónleikagestur mun eignast 2ja metra málverk eft- ir Guðmund Rúnar Lúðvíksson. Styrktartónleikar Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ER hægt að ímynda sér betri afslöppun en að sigla um Karíbahafið á risastóru skemmti- ferðaskipi, borða góðan mat og njóta lífsins? Þá gæti fólk til dæmis tekið sér far með stærsta farþegaskipi sögunnar, Oasis of the Seas, sem er 225 þúsund brúttotonn og um 360 metrar að lengd og alls eru farþegar og áhöfn rösklega 8.000 manns, sé fullskipað. Til samanburðar má geta að Titanic var um 46 þúsund tonn. Skipið var smíðað í Turku í Finnlandi fyrir bandarískt skipafélag, Royal Caribbean Int- ernational og var formlega gefið nafn í lok nóv- ember. Reglulegar ferðir hófust síðan daginn eftir. En áður var búið að fara í stuttar reynslu- siglingar um Karíbahafið frá Fort Lauderdale í Flórída með þúsundir gesta. Meðal þeirra voru íslensk hjón, Jón Viðar Finnsson, kúabóndi í Dalbæ í Hrunamanna- hreppi og eiginkona hans, Arnfríður Jóhanns- dóttir. Þau nutu þess að systir Jóns, Helga Finnsdóttir, hefur hannað öll eldhúsin og barina fyrir alls átta skip félagsins og þar á meðal Oas- is en einnig væntanlegs systurskips þess, Allure of the Seas. Helga bauð þeim í siglingu. „Þetta er sjálft SKIPIÐ!“ segir Jón hlæjandi. „Þegar það var síðast hérna í höfninni í Fort Lauderdale var Carnival, skip frá keppinautum í félagsins við hliðina á því og einu sinni þótti það geysistórt en var samt frekar smátt við hliðina á þessu. Þetta er alger paradís fyrir fjölskyldufólk og hefði verið gaman að hafa krakkana með. Ör- yggið og eftirlitið er ótrúlegt, alls staðar mynda- vélar og hægt að skilja farsímann og hvað sem er eftir á bekkjunum. Enda aldrei neinu stolið. Hérna er gokart fyrir börnin, brimbretti, hægt að fara í klettaklifur, það eru tækjasalir og körfuboltavellir. Svo er eftirlíking af Central Park í New York uppi á áttunda þilfari, með trjám og mörg þúsund jurtum. Þarna eru, held ég, allar jurtir sem finnast í garðinum í New York og nokkrir garðyrkjumeistarar sjá um að halda þessu í lagi. Það var bara siglt en hvergi komið við á eyj- unum af því að þetta voru bara reynsluferðir, allt of dýrt að leggja svona stóru að bryggju, enginn gerir það að gamni sínu. En þarna var allt frítt í þessum reynsluferðum, fólk borgaði bara þjórfé ef það vildi. Stærsti veitingastað- urinn tekur um 3.600 manns í sæti, þetta er æv- intýri líkast, skemmtilega geggjað.“ Jón segir að skipið líði áfram og aldan finnist varla nokkurn tíma. Vélarhljóð sé sömuleiðis varla greinanlegt en stundum fannst örlítill titr- ingur sem hann vissi ekki skýringuna á, ef til vill voru menn að prófa eitthvað. Aflvélar skips- ins eru samanlagt um 130 þúsund hestöfl. „Þeir lentu í roki, meira en 20 metrum á sek- úndu, á leiðinni hingað frá Finnlandi og menn voru sammála um að skipið hafi staðið sig gríðarlega vel. Í hvert skipti sem nýju skemmti- ferðaskipi hefur verið siglt í fyrsta sinn yfir Atl- antshafið hefur eitthvað komið fyrir, hlutir t.d. brotnað af því að ekki var búið að ganga al- mennilega fá öllu. En nú gerðist ekki neitt slíkt! Kom ekki rispa á rúðu. Þetta er 17 hæðir. Þegar verið var að prófa það við Finnland til að fá haffærniskírteini þurfti að halla því um 15 gráður og athuga við- brögðin, reglurnar mæla fyrir um það. En þeir gátu það ekki, sama hvernig þeir beygðu eða hvað þeir reyndu, það hallaðist aldrei svo mik- ið.“ „Þetta er ævintýri líkast“  Íslensk hjón fóru í reynslusiglingu um Karíbahafið á stærsta farþegaskipi sögunnar  Alls eru farþegar og áhöfn Oasis of the Seas rösklega 8.000 manns sé fullskipað Íburður Jón Viðar Finnsson og Arnfríður Jóhannsdóttir, kúabændur í Dalbæ í Hrunamannahreppi, um borð í glæsiskipinu Oasis of the Seas sem fór með þau í ferðalag um framandi slóðir. ÚTLIT er fyrir að sjálfstæðismenn bjóði fram sameiginlegan lista í Sveitarfélaginu Garði í komandi kosningum. Þeir hafa í raun ríflegan meirihluta í bæjarstjórninni en eru skiptir í meirihluta og minnihluta. „Okkur sjálfstæðismönnum finnst kominn tími til að taka okkur saman í andlitinu og gleyma því um hvað við vorum að rífast,“ segir Gunnar H. Häsler, fyrrverandi formaður Sjálf- stæðisfélagsins í Garði. Hann flutti tillögu á aðalfundi félagsins á dög- unum þar sem skorað var á sjálf- stæðismennina í bæjarstjórninni að vinna að sameiginlegu framboði í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Fimm af sjö Sjálfstæðismenn hafa ekki boðið fram D-lista í Garði. Þar var lengi boðinn fram H-listi sjálfstæðis- manna og óháðra sem hafði meiri- hluta í bæjarstjórn í áratugi. Það samstarf gliðnaði fyrir rúmum ára- tug með heiftarlegum persónulegum deilum. Klofningsframboðið úr H- listanum, F-listinn, náði meirihlut- anum og hélt honum í átta ár. Við síðustu kosningar fékk N-listinn – nýir tímar meirihluta. Að honum stendur fólk úr ýmsum áttum, meðal annars H-listanum sem ekki bauð fram. Oddný Harðardóttir var óflokksbundinn forystumaður hóps- ins og gegndi stöðu bæjastjóra þang- að til hún var kosin á þing fyrir Sam- fylkinguna í síðustu kosningum. Fimm af sjö bæjarfulltrúum eru flokksbundnir sjálfstæðismenn, tveir af fjórum í meirihlutanum og allir þrír fulltrúar minnihlutans. Sama er að segja um Ásmund Frið- riksson sem ráðinn var bæjarstjóri í stað Oddnýjar. Þetta fólk var allt á aðalfundi sjálfstæðisfélagsins og þeir sem til máls tóku lýsti yfir stuðningi við tillögu Gunnars. Tillag- an var samþykkt samhljóða. Gunnar segist ekki eiga von á öðru en núver- andi meirihluti starfi út tímabilið. helgi@mbl.is Vilja grafa stríðsaxirnar Skorað á sjálfstæðismenn í Garði að bjóða fram sameiginlegan lista í vor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.