Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 26
26 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2009 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand Æ, NEI ÉG VIL EKKI VERA LIFANDI „PIÑATA“ NO HABLO ISLANDÉS, SEÑOR MÉR ÞYKIR ÞAÐ LEITT, EN ÉG ER HÆTTUR HAFNABOLTA- SÁLFRÆÐI MÉR ÞYKIR ERFITT AÐ VERA Í LIÐI SEM TAPAR ALLTAF... ÞAÐ ER NIÐURDREPANDI. ÉG VERÐ AÐ FÁ AÐ VINNA VIÐ OG VIÐ, ÓLÍKT ÞÉR ÉG HELD AÐ ÞÚ FÁIR EITTHVAÐ ÚT ÚR ÞVÍ AÐ TAPA ALLTAF „ÉG ER FARINN!“ ÉG SAGÐI PABBA ÞÍNUM AÐ MAMMA MÍN VÆRI Á LEIÐINNI OG HVAÐ SAGÐI HANN? HÉRNA Í MEÐFERÐINNI ER FÓLK MEÐ ALLS KONAR VANDAMÁL JÁ, ÞETTA ER ANSI SORGLEGT ÞEIR DRÁPU KENNY! ÉG ER AÐ SEGJA ÞÉR ÞAÐ! ÞEIR DRÁPU HANN! ÞEIR DRÁPU KENNY! SUMIR ERU MEÐ ALLS KONAR SAMSÆRIS- KENNINGAR KENNY G? ÉG FÓR OG NÁÐI Í SENDINGU VIKUNNAR FRÁ BÓNDANUM FLOTT! ÞAÐ BESTA VIÐ AÐ FÁ ALLTAF FERSKT GRÆNMETI Í HVERRI VIKU ER AÐ ÞAÐ HVETUR MIG TIL AÐ ELDA OFTAR SAMT SÉR EKKI HÖGG Á VATNI ÍSSKÁPURINN ER ANSI FULLUR HÉRNA ER SMÁ FLJÓTANDI KÖFNUNAREFNI! Æ, NEI! ÞAÐ GERIR VEFINN MINN BROTHÆTTAN NÚNA BRÝT ÉG HANN EINS OG GRÝLUKERTI! ÉG BJÓST EKKI VIÐ ÞESSU Eru þetta mannréttindi? MEÐ mér vinnur full- orðin kona sem vildi senda barnabörnum sínum sem búsett eru í Bandaríkjunum, 25$ hvoru, samtals 50$. Þegar hún hugðist kaupa gjaldeyri í banka, var hún beðin um að framvísa flugfarseðli. Konan brást hvumsa við, hún væri ekki á leið úr landi en vildi aðeins gleðja barnabörn sín um jólin með þessu smáræði. Nei, því mið- ur, var svarið, þú getur ekki keypt gjaldeyri nema þú sért á leið úr landi. Við hjónin erum nýlega komin heim frá útlöndum og máttum fyrir brott- för kaupa gjaldeyri að andvirði 500.000 krónur hvort, sem við not- færðum okkur ekki nema að hluta til. Einnig hefðum við getað bruðlað með gjaldeyri með kreditkortunum, án þess að nokkur skipti sér af. Því er mér spurn, á endalaust að refsa þeim er síst skyldi. Er ekki verið að hengja bakara fyrir smið? Hvernig væri að stjórnvöld veittu fólki leyfi til að kaupa slíkt lítilræði af gjaldeyri án málalenginga? Eru það ekki mann- réttindi? EMH. Mataraðstoð NÚ, þegar margir í þjóðfélaginu eiga ekki fyrir mat út mánuðinn, langar mig til að koma eftirfar- andi hugmynd á fram- færi og ég er viss um að margir geta notað hana vilji þeir hjálpa til. Ég þekki fjölskyldu sem þarf að lifa á lægstu tekjum/bótum og oft hefur verið erfitt á því heimili. Í fyrrahaust sagði móðirin mér að hún hefði þurft að fá mataraðstoð hjá Fjöl- skylduhjálpinni. Það voru henni þung spor. Síðan þá, yfirleitt þegar vika er eftir að mán- uðinum, fer ég í verslun og set í poka mat sem ég veit að dugir vel til mánaðamóta. Ég skora á þá sem eru aflögufærir, og það eru margir, að létta undir með fólki á þessum síðustu og verstu. Yoka. Snúum sorg í gleði? RAGNA vill koma þeirri hugmynd á framfæri vegna skrifa Sigrúnar Reynisdóttur í Velvakanda 5. desem- ber sl. að Sigrún bjóði nokkrum bóta- þegum í mat til sín um jólin. En Sig- rún fjallaði um þá sem þurfa að lifa af 115 þúsund króna bótum á mánuði og að hún væri að hugsa um að sleppa því að halda jólin, hún gæti ekki hugs- að sér að sitja yfir kræsingum á með- an aðrir liðu skort. Ást er… … að gefa henni óvænta afmælisgjöf. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Opin Vinnustofa kl. 9- 16.30, vatnsleikfimi Í Vesturbæjarlaug kl. 10.50, postulín kl. 13, lestrarhópur kl. 14. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handa- vinna og smíði/útskurður kl. 9-16.30, leikfimi kl. 9, boccia 9.45. Bólstaðarhlíð 43 | Myndvefnaður, línu- dans kl. 13.30, handavinna, böðun. Dalbraut 18-20 | Opin vinnustofa kl. 9- 12, félagsvist og framsögn kl. 14. Dalbraut 27 | Opin handavinnustofa kl. 8-16, video kl. 14. Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11, jólafundur kl. 12. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák kl. 13, félagsvist kl. 20. Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi 9.05 og 9.55, gler- og postulín 9.30, jóga 10.50, alkort 13.30 og aðventugleði Glóðar kl. 20; tónlist í umsjón Jan Kjell Seljeseth og Helga Jónssonar veitt við- urkenning, Sveinn Kristjánsson og Elín Ebba Ásmundsd. flytja erindi, veitingar. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn- aður kl. 9, jóga og myndlist kl. 9.30, ganga kl. 10. Hátíðardagskrá kl. 14, kór Snælandsskóla syngur, Vilborg Davíðs- dóttir les úr bók sinni og Jónas Þórir pí- anóleikari og Jónas Þ. Dagbjartsson fiðluleikari leika nokkur lög. Jóga kl. 18. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 9.40, trésmíði, gler og leir kl. 9. Leshringur kl. 10.30, búta- saumur, trésmíði, línudans, opið hús í kirkjunni og karlaleikfimi kl. 13, botsía kl. 14, Bónusrúta frá Jónshúsi kl. 14.45. Félagsstarf Gerðubergi | Leikfimi í ÍR heimilinu, vinnustofur kl. 9-16.30, m.a. gler og perlusaumur, stafaganga kl. 10.30. Á morgun kl. 10.15 kemur Álf- heiður Ingadóttir heilbrigðisráðh. í heimsókn. Furugerði, félagsstarf | Basar kl. 15- 17. Grafarvogskirkja | Opið hús kl. 13.30. Helgistund, spilað og spjallað. Veitingar. Hraunsel | Rabb kl. 9, myndmennt og qi-gong kl. 10, leikfimi kl. 11.30, bolta- leikfimi og brids kl. 12, myndmennt og gler kl. 13, vatnsleikfimi kl. 14.10. Hvassaleiti 56-58 | Bútasaumur kl. 9, lífsorkuleikfimi kl. 9 og 10, myndlist kl. 13, helgistund kl. 14, stólaleikfimi kl. 15. Böðun fyrir hádegi. Íþróttafélagið Glóð | Línudans í Kópa- vogsskóla – framhald kl. 14.30 og byrj- endur kl. 16.15. Korpúlfar Grafarvogi | Aðventufundur á morgun kl. 13.30 á Korpúlfsstöðum. Laugarból, Íþr.hús Ármann/Þróttur Laugardal | Leikfimi kl. 11. Vesturgata 7 | Aðstoð v/böðun kl. 9- 12, enska kl. 10.15, handavinna kl. 9.15- 16, matur, spurt og spjallað, leshópur, bútasaumur og spilað kl. 13, veitingar. Óskar Pétursson syngur kl. 14.30. Veit- ingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bútasaumur, morgunstund, leikfimi, gler, upplestur, handavinna, félagsvist kl. 14. Pétur Stefánsson fylgist meðþjóðfélaginu í mánaskininu: Þó máninn glotti fullur og fagur, fólksins batnar ekkert hagur. Að afla bjargar og brauðs er slagur því bankarnir þeir lána ei neitt. Aðstoð lítil er hér veitt. Horfinn á braut er bjartur dagur, bíður oss nóttin þekka. Á svona stundu dýrðlegt er að drekka. Hólmfríður Bjartmarsdóttir eða Fía á Sandi tekur í svipaðan streng: Þó vor æska endist skammt og ellin verði brekka er um að gera að ærslast samt og eiga nóg að drekka. Og Kristján Gaukur Kristjánsson tekur að sér að túlka boðskapinn: Aldrei þó að áfengið mig ölvað hafi á því telst samt enginn vafi að mann hressir berjasafi. Sigrún Haraldsdóttir orti á hag- yrðingakvöldi Iðunnar: Í hljóði hefur Hlöðver mjög þráð að hlotnist sér örlítil náð og að frúin hans þegi, flytji eða deyi því hún er svo helvíti bráð. Hjálmar Jónsson færði Halldóri Blöndal bók sína Hjartslátt og hann þakkaði fyrir sig með vísu: Í bókina gægðist Gabríel gramdist prestsins villa: „Kersknisvísur kann hann vel en kristnu fræðin illa.“ Vísnahorn pebl@mbl.is Af æsku, elli og brekku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.