Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 27
Menning 27FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2009 Morgunblaðið/RAX Niflungahringurinn eftir Wagner Uppfærsla Listahátíðar í Reykjavík 1994 var samvinnuverkefni Þjóðleikhússins, Íslensku óperunnar, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Wagnerhátíðarinnar í Bayruth. Selma segir að með íslenska Niflungahringnum séum við með mjög gott efni í höndunum. „Hringinn ætti að setja upp á hverju ári á Ís- landi og laða að ferðamenn. Wagnerfélagið beitti sér fyrir rannsóknum Árna Björnssonar sem komu út í bókinni Wagner og Völsungar ár- ið 2000. Við létum þýða hana bæði á ensku og þýsku. Ég sendi Lepage bókina, og fékk svar frá aðstoðarkonu hans sem sagði hann óskap- lega þakklátan fyrir hana.“ Frelsaði Wagner frá hefðinni Selma segir þessar tengingar Niflungahrings- ins við Ísland stórmál fyrir landið og mikla land- kynningu. „Við þurfum að notfæra okkur þetta til kynningar á landinu. Efnið sem Wagner sótti hingað í Niflungahringinn er stærsta framlag Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is AF 44 uppfærslum á Niflungahringnum sem hann hefur séð, er uppfærslan á Íslandi sumarið 1994 ein sú allra besta. Þetta segir óperusér- fræðingurinn og höfundar bókarinnar Opera 101, Freds Plotkins, í samtali við New York Times. Og Plotkin er sérfræðingur í verkum tónskáldsins, Richards Wagners. Hringurinn annar á Íslandi Annar Wagner-sérfræðingur, leikstjórinn Ro- bert Lepage, sem nú hefur verið ráðinn til Met- ropolitanóperunnar í New York til að setja Nifl- ungahringinn upp eftir að síðasta uppfærsla hefur verið á sviðinu í 23 ár, segir í viðtali við Wall Street Journal, að hann muni sækja inn- blástur í nýju uppsetninguna til Íslands. „Landafræði og jarðfræði heilla mig og ég fer þangað oft [ til Íslands]... Wagner notaði ís- lensku fornkvæðin og hafnaði þar með grískum og ítölskum goðsögnum til að skapa tengsl við þær germönsku og norrænar rætur. Ísland er önnur pláneta, heimur í eigin heimi. Landið er suðupottur; gríðarleg jökulhella yfir heitum jarðsprungum. [...] Þegar maður hugsar um Niflungahringinn á Íslandi, þá er hann ekki það sama og hann er annars staðar,“ segir Lepage. Afkomandinn átti hugmyndina Selma Guðmundsdóttir formaður Wagner- félagsins á Íslandi segir að íslenska útgáfan á Niflungahringnum í leikstjórn Þórhildar Þor- leifsdóttur, í styttri útgáfu virðist enn vekja um- tal þótt 15 ár séu liðin frá uppfærslunni. „Það þótti mjög merkilegt þá, að uppástungan að þessari styttu gerð verksins skyldi koma frá Wolfgang Wagner í Bayreuth. Því hefði enginn trúað. Hann kom hingað og lagði blessun sína yfir þetta. Krítíkin í erlendum blöðum um sýn- inguna í Þjóðleikhúsinu var líka ofboðslega lof- samleg, bæði í þýskum blöðum, norrænum blöð- um og í stóru óperublöðunum.“ Wagner hátíðin í Bayreuth laðar að sér þús- undir gesta ár hvert alls staðar að úr heiminum. Íslands til tónlistarsögunnar. Wagner sagði sjálfur að hann hefði aldrei skrifað óperu um Siegfried ef hann hefði bara þekkt hann úr Nifl- ungaljóðinu þýska. Sú staðreynd að söguefnið eins og það varðveittist á Íslandi var óbundið bæði stað og tíma var mjög mikilvægt og frá- sagnir Snorra-Eddu úr goðafræðinni höfðu hreinlega ekki varðveist annars staðar. En þetta voru ekki bara áhrif á efnistökin, heldur líka tónmálið. Hann losnaði úr klafa þess reglu- bundna ljóðmáls sem var alfarið ríkjandi í Þýskalandi á þeim tíma þar sem allt var rytm- ískt. Tónskáld fóru ósjálfrátt í fastan farveg þegar þau sömdu við þau. Það frelsaði Wagner að finna þessi ljóð sem eru líkari talmáli og í óreglulegri hrynjandi. Þetta var það sem hann vildi gera.“ Tengsl Íslands og Niflungahrings Wagners ætti að nýta til landkynningar Framlag til tónlistarsögunnar MYND Egils Helgasonar sjónvarpsmanns um Ólaf Ólafsson kristniboða verður sýnd í Öskju – nátt- úrufræðahúsi Háskóla Ís- lands í dag kl. 17.15. Ólafur var kristniboði í Kína um 14 ára skeið á árunum 1921 til 1937. Hann ferðaðist víða í hinu nýstofnaða en óstöð- uga kínverska lýðveldi en dvaldi einkum í fylkjunum Henan og Hubei inni í miðju landi á róstusömum tímum í land- inu. Egill kynnir þessa mynd um afa sinn stuttlega áður en hún verður sýnd, en sýning- artími er 40 mínútur. Kvikmyndir Ólafur kristniboði í Öskju í dag Egill Helgason ÞRÁNDUR Þórarinsson listmálari er með einkasýn- ingu á Hverfisgötu 18a þar sem áður var 101 gallerí. Þrándur tók bílpróf í fyrra og hugðist láta gamlan draum rætast, ferðast um landið og mála merkisstaði. En draumurinn endaði þar sem hann hófst, á vinnu- stofu listamannsins í mið- borginni, þar sem hann málaði 12 olíumálverk upp úr Áföngum, ferða- kvæði Jóns Helgasonar frá 1939. Þrándur sýn- ir fleiri málverk þar sem viðfangsefni eru m.a. Tyrkaránið, Manntalið 1703, og Geysir. Myndlist Þrándur sýnir Áfanga og fleira Þrándur Þórarinsson „EF vel gengur, þá vill maður reyna að byggja það upp, og það var þörf á kór fyrir stúlkur á þessum aldri,“ segir Eyþór Ingi Jónsson kantor í Akureyrar- kirkju, en annað kvöld kl. 20 hefur nýr kór, Ísold, upp raustina í Akureyrarkirkju. Við kirkjuna starfa auk Kórs Akureyrarkirkju, Kammerkórinn Hymnodia, tveir barnakórar og Stúlknakór Akureyrarkirkju sem skipaður er stúlkum á aldrinum 13 - 19 ára. Í Ísold eru 33 ungar kon- ur á aldrinum 17 - 25 ára. „Stúlknakórsstarfið hefur verið mjög öflugt og sterku árgangarnir í þeim kór eru núna 18 - 19 ára. Þær eru ekki allar tilbúnar til að fara í kirkjukórinn. Þessar stelpur missir maður úr kórastarfi og söng ef maður býr ekki til vettvang fyr- ir þær,“ segir Eyþór. Ísold hefur ekki starfað nema í rúma tvo mánuði, en vakti mikla athygli fyrir söng sinn á degi ís- lenskrar tungu í nóvember, þar sem hann kom fram við afhend- ingu verðlauna Jónasar Hallgríms- sonar. „Við verðum með klassískt pró- gram á tónleikunum annað kvöld, jólalög sem allir þekkja. Einsöngur og hljóðfæraleikur er í höndum stelpnanna sjálfra.“ begga@mbl.is Ísold mætir þörf Nýr kór, Ísold, tekur til starfa við Akureyrar- kirkju og heldur jólatónleika annað kvöld Eyþór Ingi Jónsson ÍTALSKA lögreglan hefur gert upptæk 19 málverk af heimili ítalska kaupsýslumannsins Calisto Tanzi. Tanzi stofnaði á sínum tíma mjólkurbúið Parmalat, en var dæmdur fyrir margháttuð fjársvik og stórfellt skjalafals í tengslum við gjaldþrot fyrirtækisins árið 2003. Tanzi hafði þráfaldlega neitað því að eiga málverk eftir Picasso, Degas og Vincent van Gogh og fleiri mestu meistara myndlistar- innar í gjaldþrota búi sínu. Eftir að lögreglan fékk vísbend- ingar um að verið væri að reyna að selja eitt verkanna voru símar Tanzis hleraðir og þótti þá sannað að hann væri raunverulegur eig- andi þeirra. Málverkunum hafði hann komið fyrir á heimilum vina og vandamanna en verðmæti þeirra er talið að meira en nítján millj- arðar króna. Málverkið sem Tanzi reyndi að selja var eftir Monet, málað í Pour- ville og átti það að kosta um tvo milljarða króna. Tanzi var í fyrra dæmdur til tíu ára fangelsisvistar, en áfrýjaði dómnum og beið þess nú að mál hans yrði tekið upp að nýju. Þá eru enn í gangi málaferli gegn honum vegna fjársvika í Parmalat. Gengið að listaverkasafni fjársvikara Tanzi Fær að líkindum þyngri dóm nú. ALLIANCE Française og Bókaútgáfan Opna bjóða til bókarkynningar að Tryggvagötu 8 kl. 20 í kvöld, í tilefni af endur- útgáfu og endurritun El- ínar Pálmadóttur á bók sinni Fransí Biskví – franskir fiskimenn við Ís- landsstrendur. Elín segir frá bók sinni og heim- ildaöflun en bókin hlaut mikið lof á Íslandi og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverð- launanna þegar hún var fyrst gefin út. Frönsku sjómennirnir eru fyrir löngu orðnir þjóðsagnapersónur í báðum löndunum. Bókmenntir Fransí Biskví kynnt í kvöld Elín Pálmadóttir HÁTÍÐ í Bæ nefnast jóla- tónleikar sem haldnir verða annað kvöld, miðvikudags- kvöld, í Iðu, íþróttahúsi Fjölbrautaskóla Suður- lands á Selfossi og hefjast klukkan 20.00. Á tónleikunum verða fjöl- breytileg jólalög leikin, en flytjendur eru Eldri barna- kór og Unglingakór Sel- fosskirkju, Páll Óskar og Monika, Herdís Rútsdóttir, Diddú, Karlakór Selfoss, Egill Ólafsson og Ragnheiður Blöndal. Þá má búast við óvæntum gestum. Kynnir á tónleikunum verður Guðni Ágústsson. Tónlist Jólatónleikar á Selfossi Diddú verður meðal flytjenda. Fjölskylduhjálp Íslands Neyðarkall frá Fjölskylduhjálp Íslands Hátt í 16000 einstaklingar eru nú án atvinnu auk þeirra þúsunda, sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Stór hópur þessa fólks reiðir sig á að- stoð Fjölskylduhjálparinnar nú um hátíðirnar. Tökum höndum saman og leggjum okkar að mörkum til að allir geti haldið gleðileg jól. Tekið er á móti matföngum að Eskihlíð 2- 4 í Reykjavík þriðjudaga kl. 9-13, miðviku- daga kl. 9-18 og fimmtudaga kl. 9-13. Símar Fjölskylduhjálparinnar eru 551 3360 og 892 9603. Einnig er tekið á móti framlögum á reikningi Fjölskylduhjálpar Íslands bnr. 101-26-66090, kt. 660903-2590. Netfang: fjolskylduhjalp@simnet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.