Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 21
Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2009 ✝ Guðbjörg Auð-unsdóttir fæddist í Svínhaga á Rang- árvöllum 18. apríl 1920. Hún lést á dvalarheimilinu Lundi á Hellu 1. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Auðunn Jónsson frá Lága- felli í A-Landeyjum, f. 20.2. 1863, d. 1.7. 1923, og Jóhanna Katrín Helgadóttir frá Bakkakoti á Rangárvöllum, f. 24.12. 1874, d. 14.2. 1956. Systkini hennar voru 13: Helgi, f. 1903, d. 1951, Magn- ea Katrín, f. 1904, d. 1925, Guð- jón Ólafur, f. 1906, d. 1996, Ás- laug, f. 1907, lést á fyrsta aldursári, Eiríkur, f. 1908, d. 1930, Ágúst, f. 1909, d. 2003, Margrét Una, f. 1912, d. 1936, Ás- laug, f. 1913, lést ársgömul, Guð- mundur, f. 1914, d. 2004, Guðni, f. 1915, lést ársgamall, Ósk- ar, f. 1916, d. 2006, Ásgeir, f. 1918 og hálfbróðir Tómas, f. 1897, dó ungur. Guðbjörg flutti frá Svínhaga 1952 til Minni-Valla í Land- sveit ásamt bræðrum sínum Óskari, Ás- geiri og móður sinni, Jóhönnu Katrínu. Þar var hún húsfreyja til ársins 2003 er systkinin brugðu búi og fluttu á Hellu. Útför Guðbjargar verður gerð frá Skarðskirkju í dag, þriðjudag- inn 8. desember, og hefst athöfn- in klukkan 13. Guðbjörg var fædd í Svínhaga á Rangárvöllum í systkinahóp sem taldi 8 pilta og 5 stúlkur, samtals 13 systkini. Það þætt dágóð fjölskylda í dag. Svo einkennilega vildi til að að- eins tveir bræður úr systkinahópn- um kvæntust og stofnuðu heimili. Annar þeirra var faðir minn, Guð- mundur. Guðbjörg flutti frá Svínhaga 1952 til Minni-Valla í Landsveit, ásamt bræðrum sínum Óskari, Ásgeiri og móður sinni, Jóhönnu Katrínu, og var þar húsfreyja allt til ársins 2003 er þau systkini brugðu búi og fluttu á Hellu. Ég man fyrst eftir mér á Minni-Völlum og ömmu minni. Síðar, þegar ég varð eldri, gerðist ég „sumrungur“ á Minni-Völlum og var það eftir andlát ömmu. Þá gekk Guð- björg mér í móðurstað í sveitavist minni. Konan var hæglát og blíð og barngóð mjög. Alla tíð sá Guðbjörg um heimilis- hald fyrir þá bræður Óskar og Ás- geir með miklum sóma. „Hótel- stjóri“, sem eldar, þrífur, bakar, prjónar peysur og sokka, stoppar í sokka bætir buxur. „Buxur án bótar eru ómögulegar buxur.“ Ávallt tilbú- in, eins og góður skáti. Matur á heimilinu var eldaðar á kolaeldavél, rúgbrauð, flatkökur, kæfa, feitar rúllupylsur, brenndar baunir í elda- vélinni og síðan fékk maður að snúa kaffikvörninni til að mala kaffið. Sokka og peysur fékk ég alltaf hjá Guðbjörgu. „Vantar þig ekki hreina leista? Nú, þegar búið er að ganga niður úr leistunum, kemur maður með stroffið og þá er prjónaður nýr sokkur.“ Öll mín ár sem „sumrung- ur“ var ekkert rafmagn og sofið í baðstofu. Ís sem Guðbjörg gerði var allt öðruvísi en sá sem búinn er til í dag. Það myndi auka íssöluna, hefðu ísframleiðendur nútímans uppskrift- ina. Guðbjörg hafði hænsni. Ég man eftir þegar hún var að fara með hafragraut, skyr og annan mat til að fóðra hænsnin. Frá þeim komu egg minni en í hraðverslunum núdagsins en með rauða rauðu. Það voru al- vöruegg. Og svo þjónaði hún þeim bræðrum Óskar og Ásgeiri, alla sína tíð. Þegar ég kom með Rebekku dótt- ur mína á Minni-Velli í fyrsta skipti var Rebekka verulega skelkuð. Hún var ekki vön skepnum, kindurnar og heimilishundurinn var það sem hún hræddist sérstaklega. Guðbjörg tók hundinn afsíðis og sagði: „Ragnar, þú þarft að fá kött, fugl eða einhver dýr svo barnið verði ekki svona hrætt við dýr.“ Auðvitað hlýddi ég því og ég fékk hund fyrir Rebekku og eftir það hef ég ekki orðið var við að Rebekka væri hrædd við dýr. Samkvæmt málvenju á Minni-Völl- um þýddi „vökustaur“ það að fá sér flatköku með kæfu síðla kvölds. Við- kvæðið var: „Viltu ekki vökustaur, væni minn?“ Það var vel þegið. Af sínum höfðingsskap gáfu þau systk- inin mér, Óskar, Ásgeir og Guð- björg, land úr landi Minni-Valla fyrir heimili mitt sem heitir nú Ósbotn. Ég er þessu góða fólki ævinlega þakklátur. Það reyndist mér vel alla tíð. Ragnar. Guðbjörg AuðunsdóttirÓli Jósefsson ✝ Óli Jósefssonvar fæddur í Sandvíkurseli, Norðfjarðarhreppi, 4. júní 1924. Hann lést 26. nóvember síðastliðinn á Landakoti. Óli var sonur hjónanna Sig- urbjargar Halldórsdóttur f. 10.7. 1894 í Gerði, Norðfjarðarhreppi, d. 19.11. 1961 og Jóseps Halldórssonar f. 30.8. 1896 á Þuríðarstöðum, Eiðaþingá, d. 15.11.1990. Systkini Óla eru: Árni f. 13.1. 1919, d. 22.5. 1996, Helga f. 13.3. 1920, d. 13.7. 1942, Gunnar f. 4.3. 1921, d. 11.11. 1997, Laufey f. 20.5. 1935 og Rósa f. 20.5. 1935. Eftirlifandi eiginkona Óla er Sigurveig Jakobsdóttir f. 28.11. 1938. Börn þeirra eru: 1) Bjarni f. 5.11.1969, kvæntur Sif Ólafsdóttur f. 31.12. 1974, synir þeirra eru Hákon og Kjartan. 2) Rósa Björg f. 15.3. 1972, gift Bergsveini Marelssyni f. 23.3.1970, börn þeirra eru Jakob Óli og Fanney Birna. 3) Halldór f. 1.3. 1974, í sambúð með Elínu Þóru Böðvarsdóttur f. 22.1. 1974, börn þeirra eru Sara og Sævar. Óli ólst upp í Norð- firði. Hann fluttist til Reykjavíkur og byrj- uðu þau Sigurveig búskap sinn við Kleppsveg og hafa þau búið þar síðan. Óli stundaði sjómennsku á sínum yngri árum. Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur starfaði hann lengst af hjá trésmiðjunni Völundi en síðustu starfs- árin starfaði hann hjá Kassagerð Reykja- víkur. Útför Óla fer fram frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 8. desember og hefst at- höfnin kl. 13. Meira: mbl.is/minningar Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Minningargreinar ✝ GEORG HERMANNSSON frá Ysta-Mói, Fljótum, lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar föstudaginn 4. desember. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 12. desember kl. 13.00. Jarðsett verður í Barðskirkjugarði sama dag. Systkini og aðrir aðstandendur. ✝ Kær bróðir okkar, KARL HREIÐAR MIKAELSSON, Reynihvammi 2, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala sunnudaginn 29. nóvember. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 9. desember kl. 13.00. Jónína Michaelsdóttir, Laila Michaelsdóttir, Ásta Michaelsdóttir, Linda Rós Michaelsdóttir, Dóra Jóhannesdóttir. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, PÉTUR H. ÓLAFSSON, Lindargötu 61, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala Landakoti laugar- daginn 5. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hrefna Pétursdóttir, Hugrún Pétursdóttir, Marteinn E. Geirsson, Pétur K. Pétursson, Anna S. Einarsdóttir, Ólína Björk Pétursdóttir, afabörnin og systkini hins látna.✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR ÓLI VALDIMARSSON kjötiðnaðarmeistari, Lindasíðu 25, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar föstudaginn 4. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ólína Lilja Sigurjónsdóttir, Ragnheiður Haraldsdóttir, Haukur Jóhannsson, Þórunn Anna Haraldsdóttir, Örn Jóhannsson, Erla Margrét Haraldsdóttir, Gunnlaugur Þráinsson, afabörn og langafabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, amma og systir, KATRÍN HLÍF FELIXDÓTTIR, Víðihlíð, Grindavík, lést föstudaginn 13. nóvember. Jarðsett var í kyrrþey. Eðvarð F. Vilhjálmsson, Unnur Birna Þórhallsdóttir, Róbert M. Vilhjálmsson, barnabörn og systkini. ✝ Hjartkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og lang- afi, SIGVALDI EGILL JÓNSSON, Jaðarsbraut 29, Akranesi, lést á dvalarheimilinu Höfða Akranesi miðviku- daginn 25. nóvember. Útförin hefur farið fram. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýju og vináttu. Sérstakar þakkir til starfsfólks Höfða. Ósk G. Halldórsdóttir, Hilmar Sigvaldason, Helga Dóra Sigvaldadóttir, Áslaug Sigvaldadóttir, Móeiður Sigvaldadóttir, Lárus Vilhjálmsson, afa- og langafabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, tengdasonur, afi, langafi og bróðir, ÞÓRARINN BJÖRNSSON fyrrum bóndi Sandfellshaga, Öxarfirði, Ekrugötu 3, Kópaskeri, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga þriðjudaginn 1. desember. Útförin fer fram frá Skinnastaðarkirkju laugardaginn 12. desember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Félag eldri borgara í Öxarfjarðarhéraði, reikningur nr. 1129-26-180, kt. 561105-1110. Erla Dýrfjörð, Sigurrós Þórarinsdóttir, Friðbjörn Þórðarson, Margrét Þórarinsdóttir, Sigurður Oddsson, Ólöf Þórarinsdóttir, Björn Hólm Þórarinsson, Erna Þórunn Einisdóttir, Anna Jóhanna Þórarinsdóttir, Ólafur Sævar Gunnarsson, Sigþór Þórarinsson, Rúnar Þórarinsson, Erna Stefánsdóttir, Hólm Dýrfjörð, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hins látna. Minningar á mbl.is Agnar Þór Hjartar Höfundar: Birna Íris og Margrét Hildur Guðmundur B. Garðarsson Höfundur: Rúna Gerður Stefánsdóttir Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir Höfundur: Hervör Hólmjárn og fjölskylda María Gröndal Höfundur: f.h. Sinawikklúbbs Hafnarfjarðar, Hafdís Ólafsdóttir formaður. Óli Jósefsson Höfundar: Hákon og Kjartan Rósa Björg Ólafía Jakobsdóttir og fjölskylda Hörgslandi Sigvaldi Egill Jónsson Höfundar: Tinna, Marín og Bjarki og fjölskyldur Sören Sigurður Jökull Stefánsson Höfundur: Garðar Smári Björgvinsson Tryggva Guðmundsdóttir Söebech Höfundur: Rannveig Björk Heimisdóttir, Tryggvi Jóhann Heimisson og Petra Sæunn Heimisdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.