Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 16
16 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2009 Hollráð um eldvarnir oryggi.is Hringdu í 570 2400 og fáðu ókeypis öryggisráðgjöf heim! Reykskynjarar bjarga mannslífum Á hverju heimili ættu að vera reykskynjarar, slökkvitæki og eldvarnateppi. Fleiri hollráð og netverslun með öryggisvörur er að finna á oryggi.is. PPII PPAAA RRRRRR \\\\\\\\\\\\ TTTTTTTTTTBBBBB WWWWWW AAAA •• SSÍÍ AAA • 9 2 2 5 4 5 44 9 2 2 5 9 2 2 Samkynhneigð og biskup Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is LÍKURNAR á að alþjóðlega anglíkanakirkjan, sem í Englandi nefnist Biskupakirkjan, klofni hafa aukist enn eftir að samkynhneigð kona, Mary Glasspool, var valin aðstoðarbiskup fyrir skömmu í Los Angeles. Dr. Rowan Williams, erkibiskup af Kantaraborg í Eng- landi, sagði á sunnudag að valið hlyti að „valda mikl- um áhyggjum,“ að sögn blaðsins Times. Um 77 millj- ónir manna i mörgum löndum tilheyra anglíkanakirkjunni. Tugmilljónir Afríkumanna eru í kirkjunni, flestir þeirra í Nígeríu. Mikil andúð er á samkynhneigð í flestum Afríkulöndum og hafa kirkjunnar menn þar oft látið hörð orð falla um samkynhneigða. Þetta er í annað sinn sem banda- rískir anglíkanar velja sér biskup úr röðum samkynhneigðra, sá fyrsti var Gene Robinson í New Hamp- shire árið 2003 og lá þá við klofningi vegna málsins. Glasspool hefur verið í sambúð með konu frá 1988. Hún var vígð 1981 og gegnir nú embætti kanúka, sem er ákveðin gerð prestsembættis og vann hún nauman sigur á tveim öðrum frambjóðendum. Benedikt páfi 16. í Róm hefur gert auðveldara fyrir enska anglíkana að starfa innan raða kaþólsku kirkj- unnar en margir enskir anglíkanar eru andvígir því að konur séu vígðar, hvað þá samkynhneigðar konur. Mary Glasspool biskup. Erkibiskupinn af Kantaraborg segir valið á Mary Glasspool í Los Angeles valda áhyggjum og margir óttast klofning EIN af vinsælustu jólagjöfunum í Bandaríkjunum virðist núna ætla að verða gervihamsturinn Mr. Squiggle Go Go Hamster, sem gengur fyrir rafhlöðu. En að sögn Guardian fullyrðir rannsóknastofa neyt- endamála í San Francisco, GoodGuide, að í hamstr- inum sé mikið af efni sem geti „tengst krabbameini og lungna- og hjartasjúkdómum“. Efnið, antimony, er á nefi og í hári dýrsins og magnið er sagt langt yfir leyfilegu hámarki. Fram- leiðandinn, Cepia, vísar ásökuninni á bug. kjon@mbl.is Ekta hamstur og hættulaus. Mr. Squiggle hættulegur? INDVERSKA risafyrirtækið Tata kynnti í gær nýja og afar ódýra gerð af vatnshreinsitæki sem vonast er til að geti dregið mjög úr útbreiðslu sjúkdóma sem berast með vatni. Tækið, sem heitir Tata Swach, tekur 9,5 lítra og kostar innan við þúsund rúpíur eða um 2.500 krónur. Fyrirtækið, sem framleiðir margs konar vörur, kynnti fyrr á árinu ódýrasta einkabíl í heimi, Nano. Tata Swach gæti einkum komið að notum í fátækum sveitaþorpum þar sem hvorki er aðgangur að hreinu drykkjarvatni né rafmagni. Í tækinu er m.a. aska frá hrísgrjónamyllum sem síar burt bakteríur en einnig örsmáar silfuragnir sem drepa hættulegar örverur sem bera með sér sjúkdóma eins og niðurgangs- pest, kóleru og taugaveiki. Framkvæmdastjóri Tata, R. Muk- undan, sagði að hugað yrði að því að selja hreinsitækið einnig til útlanda, ekki síst í ríkjunum sunnan Sahara í Afríku. kjon@mbl.is Indverskt vatnshreinsitæki handa fátæku fólki Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ALÞJÓÐLEGA loftslagsráðstefnan hófst í gær í Kaupmannahöfn og vöruðu ræðumenn eindregið við því að ekki yrði gripið til róttækra ráða til að minnka losun koldíoxíðs í andrúmsloftinu, afleiðingarnar gætu orðið skelfilegar fyrir mann- kynið. Lars Løkke Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, sagði að koma minnst 110 ríkis- og þjóð- arleiðtoga innan fárra daga til að taka þátt í umræðunum myndi verða fordæmalaust tækifæri til að ná árangri. „Heimurinn treystir á ykkur núna á þessu stutta skeiði í sögu mannkynsins,“ sagði hann. Landi Rasmussen, Connie Hede- gaard, sem senn tekur við lofts- lagsmálunum í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, hvatti menn einnig til dáða. „Niðurstöður vís- indamanna hafa aldrei verið jafn ljósar,“ sagði hún. „Aldrei hefur verið bent á jafn margar lausnir. Pólitískur vilji hefur aldrei verið meiri og leyfið mér að vara ykkur við, hann mun aldrei verða meiri.“ Ráðstefnan stendur í tvær vikur og hefur verið gripið til geysimik- illa öryggisráðstafana vegna henn- ar í borginni en alls sækja um 15.000 manns fundina. Einnig er búist við mörg þúsund mótmæl- endum og ljóst að sumir þeirra munu að venju grípa til ofbeldis. Þátttökuríkin eru nær 190 en ætlunin er að reyna að ná sam- komulagi um bindandi reglur til að draga úr losun koldíoxíðs. Á þannig að koma þannig í veg fyrir að hita- stig hækki um of en fullyrt er í skýrslum Loftslagsnefndar Sam- einuðu þjóðanna, IPCC, að það muni gerast og aðalorsökin sé at- hafnir manna. Er þá aðallega átt við að koldíoxíðlosun vegna brennslu kola, olíu og gass ýti und- ir svonefnd gróðurhúsaáhrif sem auki meðalhita á jörðinni. Áskorun frá 10 milljónum Um tíu milljónir manna víða um heim skrifuðu í tilefni ráðstefn- unnar undir áskorun á netinu um að „sanngjarnt, metnaðarfullt og bindandi samkomulag“ verði gert Barist verði strax gegn hlýnun Sagt verða mannkyninu dýrt ef Kaup- mannahafnarráðstefnan mistakist um aðgerðir til að stemma stigu við hlýnun. Alls stóðu 226 umhverf- isverndarhreyfingar fyrir undir- skriftasöfnuninni. Formaður IPCC, Indverjinn Rajendra Pachauri, gagnrýndi í ávarpi sínu þá sem stálu eða láku nýlega tölvupóstum og fleiri gögn- um vísindamanna loftslagsdeildar háskólans í Austur-Anglíu á netið. Gögnin þykja benda til þess að vís- indamennirnir hafi beitt vafasöm- um aðferðum til að sverta heims- þekkta vísindamenn sem efast um gróðurhúsakenninguna. Má einnig túlka sumt í tölvupóstunum svo að gögn hafi verið fölsuð til að treysta kenninguna í sessi. Pachauri hefur ákveðið að málið verði rannsakað en sagði að mark- mið tölvuþrjótanna væri að grafa undan trúverðugleika vísinda- manna IPCC. Nefndin legði mikla áherslu á að meta öll vísindaleg gögn á sanngjarnan og hlutlausan hátt. Reuters Lífshætta? Aðgerðasinnar beita ýmsum ráðum til að hvetja fulltrúa til dáða á ráðstefnunni í Kaupmannahöfn. Hér liggja nokkrir sem dauðir til að vara við hættunni af gróðurhúsaáhrifum verði ekki gripið í taumana. Reuters Skelegg Connie Hedegaard flytur ávarp sitt á ráðstefnunni í gær. Í HNOTSKURN »Yfir 2.500 vísindamennkoma að skýrslum IPCC og þar á meðal allmargir lofts- lagsfræðingar. Nokkrir hafa sagt sig frá starfinu vegna óánægju með vinnubrögð. »Við lokagerð skýrslunnartaka embættismenn frá aðildarríkjum SP þátt í að semja um endanlegt orðalag og gera tillögur um aðgerðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.